Fréttablaðið leiðrétt Einar S. Hálfdánarson skrifar 22. september 2021 17:16 Fréttastjóri Fréttablaðsins rökstyður aðild að Evrópusambandinu og finnst ekki mikið til veigamestu röksemda andstæðinganna koma. Hún tínir hins vegar til viðbótarrök fyrir aðild. Þar sé allt svo ódýrt og maturinn góður. „Við kaupum kirsuberjabox á 100 kall á meginlandi Evrópu en á 1.000 kall hér heima og spyrjum engra spurninga.“ Hér ræktum við engin kirsuber. En óhætt er að fullyrða að búlgarskur launþegi er lengur að vinna fyrir fiskinum á diskinn en íslenskur. Og raunar flestu öðru. Verðlag er nefnilega mjög mismunandi milli ríkja ESB. Mig langar nefna sum veigamestu rökin gegn ESB draumsýn kirsuberjakaupenda. Afsal fiskimiðanna ætti samt eitt og sér að duga sem gagnrök. Vextir og gjaldmiðlar Hér á landi er misskilningur útbreiddur á eðli vaxta og styrk gjaldmiðla. • Fyrirtæki eru nettólántakendur, en almenningur nettólánveitendur. Lágir vextir færa sem sé fé frá almenningi til eigenda fyrirtækja. • Því styrkari sem efnahagur ríkis er, þeim mun hærri vextir að öðru jöfnu. Áhættumat hefur einnig áhrif á vextina. Hóflegir vextir eru þannig fylgifiskur trausts efnahags og stöðugs stjórnarfars. • Sú einstæða staða er uppi að eigendur evra þurfa að borgar vexti fyrir að eiga evrur. Þeirri furðuskoðun er haldið á lofti hér að þetta sé styrkleikamerki. Hvergi annars staðar myndi nokkur láta sér detta slíkur málflutningur í hug. • Vextir eru að sjálfsögðu mismunandi milli landanna á evrusvæðinu þrátt fyrir sömu mynt. Upptaka evru tryggir ekki sömu vaxtakjör og í Þýskalandi, hvorki fyrir ríki né aðra lántakendur. • Hægt er að gera vaxtaspá til framtíðar með því að skoða kúrfur um fasta vexti. Markaðurinn spáir neikvæðum vöxtum um langa framtíð á evrusvæðinu! • Kína borgar sparifjáeigendum hóflega vexti af ríkisskuldabréfum. USA nokkru minni. Sparendur í Evrópu og Japan þurfa og hafa alllengi þurft að borga með sér. Þeir sem lofa slíkt ástand þurfa að fara á byrjendanámskeið í fjármálum. – Líka bankahagfræðingar í framboði til þings. • Lágir vextir leiða til þjóðhaglega óhagkvæmra fjárfestinga og hækkandi eignaverðs, jafnvel eignabóla. Þannig verða íbúðir t.d. dýrari en ella. Það er sem sé hrein bábilja að lágir vextir séu sérstaklega góðir fyrir ungt fólk. Vaxtagreiðsla einfaldlega lækkar og afborgun hækkar. Einkum á þetta við hér þar sem framboði á lóðum er handstýrt til að skapa lóðaskort. Stöðugt gengi evru; óstöðugt gengi krónu? Bandarískur dollari er aðalútflutningsmynt Íslands, langtum mikilvægari en evra og aðrar myntir. Gengishreyfingar krónu hafa gegnum tíðina ekki verið meiri en gengishreyfingar evru gagnvart dollar. Hvers vegna að taka upp mynt sem ekki hentar hagkerfinu betur en króna og fórna til þess ómældum, raunverulegum verðmætum? Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Íslenska krónan Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Fréttastjóri Fréttablaðsins rökstyður aðild að Evrópusambandinu og finnst ekki mikið til veigamestu röksemda andstæðinganna koma. Hún tínir hins vegar til viðbótarrök fyrir aðild. Þar sé allt svo ódýrt og maturinn góður. „Við kaupum kirsuberjabox á 100 kall á meginlandi Evrópu en á 1.000 kall hér heima og spyrjum engra spurninga.“ Hér ræktum við engin kirsuber. En óhætt er að fullyrða að búlgarskur launþegi er lengur að vinna fyrir fiskinum á diskinn en íslenskur. Og raunar flestu öðru. Verðlag er nefnilega mjög mismunandi milli ríkja ESB. Mig langar nefna sum veigamestu rökin gegn ESB draumsýn kirsuberjakaupenda. Afsal fiskimiðanna ætti samt eitt og sér að duga sem gagnrök. Vextir og gjaldmiðlar Hér á landi er misskilningur útbreiddur á eðli vaxta og styrk gjaldmiðla. • Fyrirtæki eru nettólántakendur, en almenningur nettólánveitendur. Lágir vextir færa sem sé fé frá almenningi til eigenda fyrirtækja. • Því styrkari sem efnahagur ríkis er, þeim mun hærri vextir að öðru jöfnu. Áhættumat hefur einnig áhrif á vextina. Hóflegir vextir eru þannig fylgifiskur trausts efnahags og stöðugs stjórnarfars. • Sú einstæða staða er uppi að eigendur evra þurfa að borgar vexti fyrir að eiga evrur. Þeirri furðuskoðun er haldið á lofti hér að þetta sé styrkleikamerki. Hvergi annars staðar myndi nokkur láta sér detta slíkur málflutningur í hug. • Vextir eru að sjálfsögðu mismunandi milli landanna á evrusvæðinu þrátt fyrir sömu mynt. Upptaka evru tryggir ekki sömu vaxtakjör og í Þýskalandi, hvorki fyrir ríki né aðra lántakendur. • Hægt er að gera vaxtaspá til framtíðar með því að skoða kúrfur um fasta vexti. Markaðurinn spáir neikvæðum vöxtum um langa framtíð á evrusvæðinu! • Kína borgar sparifjáeigendum hóflega vexti af ríkisskuldabréfum. USA nokkru minni. Sparendur í Evrópu og Japan þurfa og hafa alllengi þurft að borga með sér. Þeir sem lofa slíkt ástand þurfa að fara á byrjendanámskeið í fjármálum. – Líka bankahagfræðingar í framboði til þings. • Lágir vextir leiða til þjóðhaglega óhagkvæmra fjárfestinga og hækkandi eignaverðs, jafnvel eignabóla. Þannig verða íbúðir t.d. dýrari en ella. Það er sem sé hrein bábilja að lágir vextir séu sérstaklega góðir fyrir ungt fólk. Vaxtagreiðsla einfaldlega lækkar og afborgun hækkar. Einkum á þetta við hér þar sem framboði á lóðum er handstýrt til að skapa lóðaskort. Stöðugt gengi evru; óstöðugt gengi krónu? Bandarískur dollari er aðalútflutningsmynt Íslands, langtum mikilvægari en evra og aðrar myntir. Gengishreyfingar krónu hafa gegnum tíðina ekki verið meiri en gengishreyfingar evru gagnvart dollar. Hvers vegna að taka upp mynt sem ekki hentar hagkerfinu betur en króna og fórna til þess ómældum, raunverulegum verðmætum? Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar