„Píratar………………….tómt kjaftæði“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 22. september 2021 08:16 Í umræðu um fjármálaáætlun flutti fulltrúi Pírata langa og stirðlega ræðu sem var að meirihluta til um form en ekki efni. Að vanda hafði Píratinn uppi miklar athugasemdir um vinnubrögð þingsins en engar leiðir til úrbóta. Í umræðunn var þingmaðurinn þráspurður um hvers vegna fólk ætti yfirhöfuð að kjósa Pírata. Eftir japl og jaml stundi þingmaðurinn upp að: ,, Kjósendur Pírata kjósa þá til að gera hlutina rétt, númer eitt, tvö og þrjú, að gera hlutina rétt.“ Í ljós hefur komið margoft að Píratar standa ekki undir þessari meintu kröfu kjósenda sinna. Ríkisendurskoðandi gerði t.a.m. verulegar athugasemdir við bókhald Pírataflokksins fyrir árið 2019 eins og hér segir: ,,Í áritun skoðunarmanna ársreiknings Pírata segir að án þess að gera fyrirvara við reikninginn vilji þeir vekja athygli á að það vanti „reikninga samtals að fjárhæð 1.300.000 að baki bókfærðum útgjöldum.“ Þó flestar fjárhæðirnar séu mjög lágar og ljóst sé af öðrum gögnum hvað stendur að baki, þá viljum vil láta í ljós álit okkar að leggja þurfi á herslu á að tryggja það, að reikningar séu að baki öllum bókfærðum útgjöldum.“ Að auki var áhyggjum lýst vegna þess hve hátt hlutfall ríkisstyrkja fór til rekstrar en ekki uppbyggingar. Minna má á að Reykjavíkurborg hvar Píratar koma að stjórn hefur ítrekað verið gerð afturreka vegna brota á útboðsreglum auk þess að lög voru brotin í braggamálinu svokallaða án þess að kjörnir fulltrúar virðist hafa dregið nokkurn lærdóm þar af. Þar eru Píratar sannanlega ekki að gera ,,hlutina rétt númer eitt tvö og þrjú.“ Í aðdraganda kosninga nú birti flokkurinn síðan tillögur að breyttri skattheimtu. Þar kom í ljós að skekkja var í útreikningum Pírata svo nam tugum milljarða. Var þetta hið vandræðalegasta fyrir Pírata sem að venju skelltu skuldina á aðra. Einn þingmaður þeirra fjarlægði færslur þessu tengdar eftir að bent var á mistökin. En hafandi í huga að ,,Píratar gera allt rétt“ var skekkjan leiðrétt um hæl……með boðun hærri skattheimtu. Það er auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé. Það sem ætti að setja hroll að fólki er að einn þingmaður Pírata hefur augastað á sæti fjármálaráðherra að loknum kosningum. Svo vitnað sé í orð Séra Sigvalda í leikritinu Manni og konu: „Ætli það sé ekki mál til komið að fara að biðja guð að hjálpa sér.“ Eitt atriði verður að nefna í viðbót. Píratar gegna forystu í einni þingefnd stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Forysta þeirra gekk framan af út á að auglýsa þáverandi forystu nefndarinnar með ýmsum upphlaupum. Seinni hluti forystunnar hefur hins vegar einkennst af óttablandinni virðingu fyrir valdi. Forysta Pírata í nefndinni hefur sofið á spillingarverðinum. Þannig hefur forystan ekki stigið nein skref til þess að aflétta leyndarhjúp um málefni Lindarhvols svo dæmi sé nefnt. Það fyrirtæki var sett á fót til að koma eignum sem féllu til við stöðugleikasamkomulag við slitabú föllnu bankanna í verð. Allur sá ferill er í besta falli tortryggilegur og reynt hefur verið að slá leyndarhjúp um málið af hálfu meirihluta forsætisnefndar Alþingis undir stjórn forseta þingsins. Um það efni verður fjallað sérstaklega í annarri grein. Kosningabarátta Pírata gengur út á að þeir líði ,,ekkert kjaftæði.“ Sú staðhæfing stenst ekki heldur. Kjósandi góður! Ef þú vilt að atkvæði þitt gangi til flokks sem gerir hlutina rétt eru Píratar ekki valkostur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um fjármálaáætlun flutti fulltrúi Pírata langa og stirðlega ræðu sem var að meirihluta til um form en ekki efni. Að vanda hafði Píratinn uppi miklar athugasemdir um vinnubrögð þingsins en engar leiðir til úrbóta. Í umræðunn var þingmaðurinn þráspurður um hvers vegna fólk ætti yfirhöfuð að kjósa Pírata. Eftir japl og jaml stundi þingmaðurinn upp að: ,, Kjósendur Pírata kjósa þá til að gera hlutina rétt, númer eitt, tvö og þrjú, að gera hlutina rétt.“ Í ljós hefur komið margoft að Píratar standa ekki undir þessari meintu kröfu kjósenda sinna. Ríkisendurskoðandi gerði t.a.m. verulegar athugasemdir við bókhald Pírataflokksins fyrir árið 2019 eins og hér segir: ,,Í áritun skoðunarmanna ársreiknings Pírata segir að án þess að gera fyrirvara við reikninginn vilji þeir vekja athygli á að það vanti „reikninga samtals að fjárhæð 1.300.000 að baki bókfærðum útgjöldum.“ Þó flestar fjárhæðirnar séu mjög lágar og ljóst sé af öðrum gögnum hvað stendur að baki, þá viljum vil láta í ljós álit okkar að leggja þurfi á herslu á að tryggja það, að reikningar séu að baki öllum bókfærðum útgjöldum.“ Að auki var áhyggjum lýst vegna þess hve hátt hlutfall ríkisstyrkja fór til rekstrar en ekki uppbyggingar. Minna má á að Reykjavíkurborg hvar Píratar koma að stjórn hefur ítrekað verið gerð afturreka vegna brota á útboðsreglum auk þess að lög voru brotin í braggamálinu svokallaða án þess að kjörnir fulltrúar virðist hafa dregið nokkurn lærdóm þar af. Þar eru Píratar sannanlega ekki að gera ,,hlutina rétt númer eitt tvö og þrjú.“ Í aðdraganda kosninga nú birti flokkurinn síðan tillögur að breyttri skattheimtu. Þar kom í ljós að skekkja var í útreikningum Pírata svo nam tugum milljarða. Var þetta hið vandræðalegasta fyrir Pírata sem að venju skelltu skuldina á aðra. Einn þingmaður þeirra fjarlægði færslur þessu tengdar eftir að bent var á mistökin. En hafandi í huga að ,,Píratar gera allt rétt“ var skekkjan leiðrétt um hæl……með boðun hærri skattheimtu. Það er auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé. Það sem ætti að setja hroll að fólki er að einn þingmaður Pírata hefur augastað á sæti fjármálaráðherra að loknum kosningum. Svo vitnað sé í orð Séra Sigvalda í leikritinu Manni og konu: „Ætli það sé ekki mál til komið að fara að biðja guð að hjálpa sér.“ Eitt atriði verður að nefna í viðbót. Píratar gegna forystu í einni þingefnd stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Forysta þeirra gekk framan af út á að auglýsa þáverandi forystu nefndarinnar með ýmsum upphlaupum. Seinni hluti forystunnar hefur hins vegar einkennst af óttablandinni virðingu fyrir valdi. Forysta Pírata í nefndinni hefur sofið á spillingarverðinum. Þannig hefur forystan ekki stigið nein skref til þess að aflétta leyndarhjúp um málefni Lindarhvols svo dæmi sé nefnt. Það fyrirtæki var sett á fót til að koma eignum sem féllu til við stöðugleikasamkomulag við slitabú föllnu bankanna í verð. Allur sá ferill er í besta falli tortryggilegur og reynt hefur verið að slá leyndarhjúp um málið af hálfu meirihluta forsætisnefndar Alþingis undir stjórn forseta þingsins. Um það efni verður fjallað sérstaklega í annarri grein. Kosningabarátta Pírata gengur út á að þeir líði ,,ekkert kjaftæði.“ Sú staðhæfing stenst ekki heldur. Kjósandi góður! Ef þú vilt að atkvæði þitt gangi til flokks sem gerir hlutina rétt eru Píratar ekki valkostur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun