Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2021 19:00 Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. Framsókn bætir við sig en Miðflokkur tapar fylgi Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig fylgi frá síðustu kosningum með 13,4 prósent og Samfylkingin fengi nánast sama fylgi og síðast með 11,7 prósent. Píratar bæta við sig með 11,3 prósent, Viðreisn bætir verulega við sig frá 2017 og mælist nú með 11,4 prósent, Miðflokkurinn tapar aftur á móti verulegu fylgi og fengi 7,1 prósent, Flokkur fólksins er rúmu prósentustigi frá síðustu kosningum með 5,6 prósent og Sósíalistaflokkurinn kemur nýr inn á þing með 6,6 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu. Viðreisn bætir við sig þremur þingmönnum Samkvæmt þessu tapar Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni og fengi fimmtán kjörna, Vinstri græn missa fjóra þingmenn og fá sjö, Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum þingmanni og fengi níu. Samfylkingin héldi sjö þingmönnum en Píratar bæta við sig einum þingmanni og fengju sjö. Viðreisn bætir við sig þremur þingmönnum og fengi sjö, Miðflokkurinn tapar þremur og fengi fjóra þingmenn. Flokkur fólksins fengi þrjá þingmenn eins og síðast og Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing með fjóra þingmenn. Brynjar næði ekki inn á þing En hvar eru flokkarnir að missa þingsæti og vinna þau? Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum þingmanni í Reykjavík norður þar sem Brynjar Níelsson næði ekki endurkjöri. Þar tapa Vinstri græn tveimur þingmönnum og Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins næði ein kjöri. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kæmist nýr inn fyrir Framsóknarflokkinn eins Jóhann Páll Jóhannsson annar maður Samfylkingarinnar og annar maður Viðreisnar sem uppbótarþingmaður. Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins kæmist einnig inn sem uppbótarmaður. Samfylking bætir við sig tveimur í Reykjavík suður Í Reykjavík suður bætir Samfylkingin við sig þingmanni frásíðustu kosningum og fengi tvo kjörna, nýliðann Kristrúnu Frostadóttur og Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem flutti sig til flokksins frá Vinstri grænum. Píratar tapa hins vegar sínum öðrum manni og Miðflokkurinn sínu eina þingsæti þar. Katrín Baldursdóttir kæmi ný á þing fyrir Sósíalistaflokkinn. Í Suðvesturkjördæmi yrðu ekki miklar breytingar. Þar myndi Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, þó tapa þingsæti sínu sem færi sem uppbótarsæti til Gísla Rafns Ólafssonar, Pírata. Í Suðurkjördæmi yrðu þau tíðindi að Vinstri græn og Píratar misstu sína einu þingmenn en Viðreisn næði í fyrsta sinn inn þingmanni þar með Guðbrand Einarsson og Guðmundur Auðunsson næði inn sem uppbótarþingmaður fyrir Sósíalistaflokkinn. Þrír flokkar fá sitt fyrsta sæti í Norðaustur Í Norðvesturkjördæmi ber hæst að Valgarður Lyngdal Jónsson arftaki Guðjóns S. Brjánssonar þingmanns Samfylkingarinnar nær ekki kjöri og annar þingmaður Miðflokksins Sigurður Páll Jónsson fellur af þingi. Í þeirra stað næðu Píratinn Magnús Davíð Norðdahl kjöri og Eyjólfur Ármannsson, Flokki fólksins, sem uppbótarþingmaður. Í Norðausturkjördæmi tapa Vinstri græn öðru þingsæta sinna eins og Samfylkingin í þessu kjördæmi Loga Einarssonar, formanns flokksins. Þar ynnu þrír flokkar sitt fyrsta þingsæti. Eiríkur Björn Björnsson sem uppbótarmaður Viðreisnar. Einar Brynjólfsson Pírati og Haraldur Ingi Haraldsson frá Sósíalistaflokknum næðu kjöri. Reykjavíkurmódelið fengi aðeins 28 þingmenn Ríkisstjórnina vantar einn þingmann til að ná lágmarks þrjátíu og tveggja sæta meirihluta á Alþingi. Ef Viðreisn gengi til samstarfs við stjórnarflokkana myndi sú stjórn hafa ríflegan 38 þingmanna meirihluta í fjögurra flokka stjórn. Vegna útilokunar Samfylkingar og Pírata á samstarfi viðSjálfstæðisflokkinn væru ekki margir aðrir kosti í stöðunni. Reykjavíkurmódelið dygði ekki með einungis 28 þingmenn en ef Framsókn bættist við hefði slík fimm flokka stjórn 37 þingmenn og lágmarks meirihluta ef Sósíalistaflokkurinn gengi til liðs við Vinstri græn, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Framsókn bætir við sig en Miðflokkur tapar fylgi Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig fylgi frá síðustu kosningum með 13,4 prósent og Samfylkingin fengi nánast sama fylgi og síðast með 11,7 prósent. Píratar bæta við sig með 11,3 prósent, Viðreisn bætir verulega við sig frá 2017 og mælist nú með 11,4 prósent, Miðflokkurinn tapar aftur á móti verulegu fylgi og fengi 7,1 prósent, Flokkur fólksins er rúmu prósentustigi frá síðustu kosningum með 5,6 prósent og Sósíalistaflokkurinn kemur nýr inn á þing með 6,6 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu. Viðreisn bætir við sig þremur þingmönnum Samkvæmt þessu tapar Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni og fengi fimmtán kjörna, Vinstri græn missa fjóra þingmenn og fá sjö, Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum þingmanni og fengi níu. Samfylkingin héldi sjö þingmönnum en Píratar bæta við sig einum þingmanni og fengju sjö. Viðreisn bætir við sig þremur þingmönnum og fengi sjö, Miðflokkurinn tapar þremur og fengi fjóra þingmenn. Flokkur fólksins fengi þrjá þingmenn eins og síðast og Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing með fjóra þingmenn. Brynjar næði ekki inn á þing En hvar eru flokkarnir að missa þingsæti og vinna þau? Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum þingmanni í Reykjavík norður þar sem Brynjar Níelsson næði ekki endurkjöri. Þar tapa Vinstri græn tveimur þingmönnum og Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins næði ein kjöri. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kæmist nýr inn fyrir Framsóknarflokkinn eins Jóhann Páll Jóhannsson annar maður Samfylkingarinnar og annar maður Viðreisnar sem uppbótarþingmaður. Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins kæmist einnig inn sem uppbótarmaður. Samfylking bætir við sig tveimur í Reykjavík suður Í Reykjavík suður bætir Samfylkingin við sig þingmanni frásíðustu kosningum og fengi tvo kjörna, nýliðann Kristrúnu Frostadóttur og Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem flutti sig til flokksins frá Vinstri grænum. Píratar tapa hins vegar sínum öðrum manni og Miðflokkurinn sínu eina þingsæti þar. Katrín Baldursdóttir kæmi ný á þing fyrir Sósíalistaflokkinn. Í Suðvesturkjördæmi yrðu ekki miklar breytingar. Þar myndi Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, þó tapa þingsæti sínu sem færi sem uppbótarsæti til Gísla Rafns Ólafssonar, Pírata. Í Suðurkjördæmi yrðu þau tíðindi að Vinstri græn og Píratar misstu sína einu þingmenn en Viðreisn næði í fyrsta sinn inn þingmanni þar með Guðbrand Einarsson og Guðmundur Auðunsson næði inn sem uppbótarþingmaður fyrir Sósíalistaflokkinn. Þrír flokkar fá sitt fyrsta sæti í Norðaustur Í Norðvesturkjördæmi ber hæst að Valgarður Lyngdal Jónsson arftaki Guðjóns S. Brjánssonar þingmanns Samfylkingarinnar nær ekki kjöri og annar þingmaður Miðflokksins Sigurður Páll Jónsson fellur af þingi. Í þeirra stað næðu Píratinn Magnús Davíð Norðdahl kjöri og Eyjólfur Ármannsson, Flokki fólksins, sem uppbótarþingmaður. Í Norðausturkjördæmi tapa Vinstri græn öðru þingsæta sinna eins og Samfylkingin í þessu kjördæmi Loga Einarssonar, formanns flokksins. Þar ynnu þrír flokkar sitt fyrsta þingsæti. Eiríkur Björn Björnsson sem uppbótarmaður Viðreisnar. Einar Brynjólfsson Pírati og Haraldur Ingi Haraldsson frá Sósíalistaflokknum næðu kjöri. Reykjavíkurmódelið fengi aðeins 28 þingmenn Ríkisstjórnina vantar einn þingmann til að ná lágmarks þrjátíu og tveggja sæta meirihluta á Alþingi. Ef Viðreisn gengi til samstarfs við stjórnarflokkana myndi sú stjórn hafa ríflegan 38 þingmanna meirihluta í fjögurra flokka stjórn. Vegna útilokunar Samfylkingar og Pírata á samstarfi viðSjálfstæðisflokkinn væru ekki margir aðrir kosti í stöðunni. Reykjavíkurmódelið dygði ekki með einungis 28 þingmenn en ef Framsókn bættist við hefði slík fimm flokka stjórn 37 þingmenn og lágmarks meirihluta ef Sósíalistaflokkurinn gengi til liðs við Vinstri græn, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira