Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 16:57 Fríhöfnin er dótturfélag Isavia sem hefur notað hugtökin fríhöfn og duty free um árabil. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. Sante er víninnflytjandi sem rekur vefverslunina SanteWines en St flytur inn tóbak og rekur jafnframt vefverslunina Vindill.is. Töldu kvörtunaraðilarnir að Fríhöfnin hafi með notkun sinni á áðurnefndum hugtökum brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og skapað félaginu samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli. Átti brotið að grundvallast á því að Fríhöfnin hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem félagið hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Fullyrtu Sante og ST því að Fríhöfnin væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning að því leyti. Um að ræða alþekkta hugtakanotkun Fríhöfnin mótmælti þessu og hafnaði því að félagið væri að blekkja neytendur með notkun hugtakanna. Í svari Fríhafnarinnar til Neytendastofu segir að orðið fríhöfn merki verslun í flugstöð þar sem kaupa megi tollfrjálsan varning til innflutnings og duty free sé alþekkt tilvísun til fríhafnarverslanna um allan heim. Þá segir í svarinu að engin lög, hvorki íslensk né alþjóðleg geri kröfum að um að vörur sem seldar séu í fríhafnarverslunum séu án nokkurra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjöld séu eftirágreidd gjöld sem leggist ofan á vöruverð komufríhafna og gert sé ráð fyrir að rekstraraðilar greiði gjaldið með lækkun á álagningu. Vöruverð komufríhafna sé því án áfengis- og tóbaksgjalda og því séu neytendur ekki blekktir með villandi upplýsingum. Ekki sýnt fram á samkeppnisforskot Í niðurstöðu Neytendastofu segir að ekkert hafi komið fram sem sýni fram á að Fríhöfnin hafi skapað sér samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli gagnvart Sante og ST. Þá er vísað til þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og notkun heitanna fríhöfn og duty free sé rótgróin í íslenskri málhefð. „Telur Neytendastofa að neytendur leggi þann skilning í heitin að um sé að ræða verslun sem býður til sölu tollfrjálsan varning og vöruverð almennt lægra en í hefðbundnum verslunum.“ Þá segir í niðurstöðu Neytendastofu að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu skattsins þar sem tollur sé eingöngu innheimtur við innflutning á vöru. Er það álit stofnunarinnar að vísun Fríhafnarinnar til þess að verslanir félagsins séu fríhöfn og duty free sé eðlileg og rétt. Taldi Neytendastofa því ekki sé tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í þessu máli. Keflavíkurflugvöllur Verslun Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Sante er víninnflytjandi sem rekur vefverslunina SanteWines en St flytur inn tóbak og rekur jafnframt vefverslunina Vindill.is. Töldu kvörtunaraðilarnir að Fríhöfnin hafi með notkun sinni á áðurnefndum hugtökum brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og skapað félaginu samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli. Átti brotið að grundvallast á því að Fríhöfnin hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem félagið hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Fullyrtu Sante og ST því að Fríhöfnin væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning að því leyti. Um að ræða alþekkta hugtakanotkun Fríhöfnin mótmælti þessu og hafnaði því að félagið væri að blekkja neytendur með notkun hugtakanna. Í svari Fríhafnarinnar til Neytendastofu segir að orðið fríhöfn merki verslun í flugstöð þar sem kaupa megi tollfrjálsan varning til innflutnings og duty free sé alþekkt tilvísun til fríhafnarverslanna um allan heim. Þá segir í svarinu að engin lög, hvorki íslensk né alþjóðleg geri kröfum að um að vörur sem seldar séu í fríhafnarverslunum séu án nokkurra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjöld séu eftirágreidd gjöld sem leggist ofan á vöruverð komufríhafna og gert sé ráð fyrir að rekstraraðilar greiði gjaldið með lækkun á álagningu. Vöruverð komufríhafna sé því án áfengis- og tóbaksgjalda og því séu neytendur ekki blekktir með villandi upplýsingum. Ekki sýnt fram á samkeppnisforskot Í niðurstöðu Neytendastofu segir að ekkert hafi komið fram sem sýni fram á að Fríhöfnin hafi skapað sér samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli gagnvart Sante og ST. Þá er vísað til þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og notkun heitanna fríhöfn og duty free sé rótgróin í íslenskri málhefð. „Telur Neytendastofa að neytendur leggi þann skilning í heitin að um sé að ræða verslun sem býður til sölu tollfrjálsan varning og vöruverð almennt lægra en í hefðbundnum verslunum.“ Þá segir í niðurstöðu Neytendastofu að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu skattsins þar sem tollur sé eingöngu innheimtur við innflutning á vöru. Er það álit stofnunarinnar að vísun Fríhafnarinnar til þess að verslanir félagsins séu fríhöfn og duty free sé eðlileg og rétt. Taldi Neytendastofa því ekki sé tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í þessu máli.
Keflavíkurflugvöllur Verslun Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira