Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 11:39 Katrín Jakobsdóttir telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina í afléttingum sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu sóttvarnaráðstafana að loknum fundinum en í þeim felst tveggja skrefa aflétting: sú fyrsta nú á miðnætti og allsherjaraflétting eftir fjórar vikur að öllu óbreyttu. Katrín segir að ágætur hljómgrunnur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um afléttingu samkomutakmarkana. „Hljómgrunnurinn var ágætur, það er algjör samstaða um það að við eigum að stefna í átt að afléttingum. Það eru kannski einhver mismunandi sjónarmið uppi um hversu hratt eigi að fara,“ segir Katrín. Hún telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina. „Ég tel að heilbrigðisráðherra sé að velja skynsamlegustu leiðina og gerir þetta í skrefum og mér finnst það mjög eðlileg leið í ljósi þess lærdóms sem við höfum dregið af því þegar við fórum í allsherjarafléttingar í einu hér fyrir nokkrum mánuðum. Þannig að mér finnst þetta bara skynsamlegt.“ Hún telur óhætt að stíga skrefið þrátt fyrir fjölgun smita í nágrannalöndunum og stöðu á Landspítala. „Lærdómurinn af undanförnum mánuðum er kannski sá að við höfum verið að sjá töluvert mörg sem smitast en um leið erum við að sjá að bólusetningin er að veita mjög góða vörn gagnvart alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum. Þannig að ég tel það óhætt að stíga þetta skref en auðvitað verður aldrei ítrekað nægjanlega að fólk verður líka að sinna áfram þessum persónulegu stóttvörnum.“ „Við sjáum að veiran er enn á ferðinni í heiminum og ég held að við verðum að vera meðvituð um það að hún getur verið ófyrirsjáanleg og ég minni á það að það eru líka áfram ráðstafanir á landamærum og þær voru meðal annars settar á til að veita okkur vörn gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar. Ég held að við eigum eftir að ræða þau mál áfram,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu sóttvarnaráðstafana að loknum fundinum en í þeim felst tveggja skrefa aflétting: sú fyrsta nú á miðnætti og allsherjaraflétting eftir fjórar vikur að öllu óbreyttu. Katrín segir að ágætur hljómgrunnur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um afléttingu samkomutakmarkana. „Hljómgrunnurinn var ágætur, það er algjör samstaða um það að við eigum að stefna í átt að afléttingum. Það eru kannski einhver mismunandi sjónarmið uppi um hversu hratt eigi að fara,“ segir Katrín. Hún telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina. „Ég tel að heilbrigðisráðherra sé að velja skynsamlegustu leiðina og gerir þetta í skrefum og mér finnst það mjög eðlileg leið í ljósi þess lærdóms sem við höfum dregið af því þegar við fórum í allsherjarafléttingar í einu hér fyrir nokkrum mánuðum. Þannig að mér finnst þetta bara skynsamlegt.“ Hún telur óhætt að stíga skrefið þrátt fyrir fjölgun smita í nágrannalöndunum og stöðu á Landspítala. „Lærdómurinn af undanförnum mánuðum er kannski sá að við höfum verið að sjá töluvert mörg sem smitast en um leið erum við að sjá að bólusetningin er að veita mjög góða vörn gagnvart alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum. Þannig að ég tel það óhætt að stíga þetta skref en auðvitað verður aldrei ítrekað nægjanlega að fólk verður líka að sinna áfram þessum persónulegu stóttvörnum.“ „Við sjáum að veiran er enn á ferðinni í heiminum og ég held að við verðum að vera meðvituð um það að hún getur verið ófyrirsjáanleg og ég minni á það að það eru líka áfram ráðstafanir á landamærum og þær voru meðal annars settar á til að veita okkur vörn gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar. Ég held að við eigum eftir að ræða þau mál áfram,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52