Kvika stefnir að því að eignast meirihluta í Ortus Secured Finance Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2021 21:51 Gert er ráð fyrir að verðmæti hlutafjár Ortus nemi 4,2 milljörðum króna. ,,Kvika keypti minnihluta í Ortus árið 2018 og hefur síðan átt í góðu samstarfi við félagið og öfluga stjórnendur þess. Kaupin eru rökrétt skref í uppbyggingu Kviku í Bretlandi. Ortus hefur eflst mikið á undanförnum árum og ljóst er að áhugaverð vaxtartækifæri blasa við félaginu í nánustu framtíð.“ Þetta er haft eftir Marinó Erni Tryggvasyni í tilkynningu frá Kviku banka hf. þar sem greint er frá því að Kvika og hluthafar og stjórnendur Ortus Secured Finance Ltd. hafi náð saman um meginskilmála mögulegra kaupa Kviku á meirihluta hlutafjár Ortus. Í tilkynningunni segir að Ortus sé breskt lánafyrirtæki sem veiti fasteignatryggð lán á Bretlandseyjum. Félagið hafi verið stofnað árið 2013 og stýri í dag lánasafni að fjárhæð 23 milljarða króna, þar af 14,5 milljörðum króna í beinni eigu Ortus. Ef af kaupunum verður muni heildareignir Kviku aukast um 10 prósent. Kvika á nú þegar, í gegnum dótturfélagið Kvika Securities Ltd. um 15 prósent hlutafé í Ortus. Gert er ráð fyrir að Ortus skili hagnaði eftir skatta að jafnvirði 600 milljóna króna árið 2021, sem er 20 prósent aukning frá fyrra ári. „Stoðir hf. eru í dag stærsti hluthafi Ortus og eiga samtals um 30% af hlutafé Ortus. Í samkomulaginu felst að Stoðir munu, ásamt öðrum hluthöfum, selja allan sinn hlut til Kviku og einnig munu stjórnendur selja hlut af sinni núverandi eign. Í framhaldi af kaupunum mun Kvika eiga tæplega 80% hlut í Ortus. Í ljósi þess að Stoðir er hluthafi í Kviku mun óháður sérfræðingur framkvæma sanngirnismat á viðskiptunum,“ segir í tilkynningunni. Gert er ráð fyrir því að verðmæti hlutafjár Ortus nemi um 4,2 milljörðum króna. Stefnt er að því að ljúka viðskiptunum á næstu mánuðum. Íslenskir bankar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Útlit fyrir 3,2 til 3,3 milljarða króna hagnað Kviku Hagnaður Kviku banka var á bilinu 3,2 til 3,3 milljarðar króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi samkvæmt drögum að uppgjöri samstæðunnar. Samsvarar það 32,9 til 34 prósent árlegri arðsemi á efnislegt eigið fé. Uppgjörið er talsvert umfram áætlanir samstæðunnar fyrir tímabilið. 21. október 2021 11:58 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Þetta er haft eftir Marinó Erni Tryggvasyni í tilkynningu frá Kviku banka hf. þar sem greint er frá því að Kvika og hluthafar og stjórnendur Ortus Secured Finance Ltd. hafi náð saman um meginskilmála mögulegra kaupa Kviku á meirihluta hlutafjár Ortus. Í tilkynningunni segir að Ortus sé breskt lánafyrirtæki sem veiti fasteignatryggð lán á Bretlandseyjum. Félagið hafi verið stofnað árið 2013 og stýri í dag lánasafni að fjárhæð 23 milljarða króna, þar af 14,5 milljörðum króna í beinni eigu Ortus. Ef af kaupunum verður muni heildareignir Kviku aukast um 10 prósent. Kvika á nú þegar, í gegnum dótturfélagið Kvika Securities Ltd. um 15 prósent hlutafé í Ortus. Gert er ráð fyrir að Ortus skili hagnaði eftir skatta að jafnvirði 600 milljóna króna árið 2021, sem er 20 prósent aukning frá fyrra ári. „Stoðir hf. eru í dag stærsti hluthafi Ortus og eiga samtals um 30% af hlutafé Ortus. Í samkomulaginu felst að Stoðir munu, ásamt öðrum hluthöfum, selja allan sinn hlut til Kviku og einnig munu stjórnendur selja hlut af sinni núverandi eign. Í framhaldi af kaupunum mun Kvika eiga tæplega 80% hlut í Ortus. Í ljósi þess að Stoðir er hluthafi í Kviku mun óháður sérfræðingur framkvæma sanngirnismat á viðskiptunum,“ segir í tilkynningunni. Gert er ráð fyrir því að verðmæti hlutafjár Ortus nemi um 4,2 milljörðum króna. Stefnt er að því að ljúka viðskiptunum á næstu mánuðum.
Íslenskir bankar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Útlit fyrir 3,2 til 3,3 milljarða króna hagnað Kviku Hagnaður Kviku banka var á bilinu 3,2 til 3,3 milljarðar króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi samkvæmt drögum að uppgjöri samstæðunnar. Samsvarar það 32,9 til 34 prósent árlegri arðsemi á efnislegt eigið fé. Uppgjörið er talsvert umfram áætlanir samstæðunnar fyrir tímabilið. 21. október 2021 11:58 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Útlit fyrir 3,2 til 3,3 milljarða króna hagnað Kviku Hagnaður Kviku banka var á bilinu 3,2 til 3,3 milljarðar króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi samkvæmt drögum að uppgjöri samstæðunnar. Samsvarar það 32,9 til 34 prósent árlegri arðsemi á efnislegt eigið fé. Uppgjörið er talsvert umfram áætlanir samstæðunnar fyrir tímabilið. 21. október 2021 11:58