Sagði fullar vínflöskur af amfetamíni óvæntan vinning í skemmtun á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2021 11:01 Starfsmenn tollgæslu fundu metamfetamínbasann í vínflöskum í trékassa í farangri mannsins. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til innflutnings á um rúmum einum og hálfum lítra af amfetamínbasa ætluðum til söludreifingar hér á landi. Efnið flutti maðurinn, Friðrik Hansson, með flugi frá Barcelona til Keflavíkurflugvallar í mars 2019. Í ákæru kemur fram að um hafi verið að ræða 1.560 millilítrar af vökva sem innihélt amfetamínbasa með 43 til 44 prósenta styrkleika. Tollverðir fundu fíkniefnin falin í tveimur áfengisflöskum í trékassa í farangri mannsins. Í dómnum segir að tollverðir hafi stöðvað manninn og leitað í farangri hans eftir að grunur vaknaði um að hann væri með fíkniefni meðferðis í flöskum. Við strokupróf hafi komið svörun á metamfetamín. Ennfremur segir að við rannsókn á bankareikningum ákærða hafi komið í ljós 300 þúsund króna innborgun daginn áður en hann kom til landsins. Ekki hafi fundist skýring á innborguninni. Ólíkar sögur af því hvernig flöskurnar komust í hendur hans Maðurinn gaf lögreglu mismunandi sögu af því hvernig flöskurnar komust í hans hendur á Spáni. Í fyrri skýrslutöku sagðist hann að honum hafi verið boðnar vínflöskur á heimili á Spáni. Í síðari útgáfu sagðist hann hafa unnið flöskurnar í „einhverri þraut á hverfishátíð á golfsvæði“. Sagði hann „náunga“ hafa talað hann inn á að taka flöskurnar með til Íslands og hann hafi átt að geyma þær vel. Karlmaðurinn sagðist hafa hitt mennina við hótelið sem hann hafi verið á og farið með þeim á hátíðina. Hann hafi hins vegar ekki munað hver hafi átt upptökin að því að hann tæki flöskurnar með sér og kvaðst vera viss um að hann hafi verið notaður sem burðardýr. Ótrúverðugur Í dómnum segir að framburður ákærða hafi verið ótrúverðugur. Þykir sannað, meðal annars með játningu ákærða, að hann hafi vitað af flöskunum í farangri sínum þegar hann kom til Íslands 9. mars 2019. Hann verði því sakfelldur fyrir að hafa flutt efnið til landsins með þeim hætti sem rakið er í ákæru. Maðurinn hlaut dóm í maí og því sé um að ræða hegningarauka. Hann er sömuleiðis dæmdur til greiðslu málsvarnarlauna verjenda, samtals 1,5 milljón króna, auk sakarkostnaðar. Til frádráttar tveggja ára fangelsisvistar kemur gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 10. til 26. mars 2019. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Í ákæru kemur fram að um hafi verið að ræða 1.560 millilítrar af vökva sem innihélt amfetamínbasa með 43 til 44 prósenta styrkleika. Tollverðir fundu fíkniefnin falin í tveimur áfengisflöskum í trékassa í farangri mannsins. Í dómnum segir að tollverðir hafi stöðvað manninn og leitað í farangri hans eftir að grunur vaknaði um að hann væri með fíkniefni meðferðis í flöskum. Við strokupróf hafi komið svörun á metamfetamín. Ennfremur segir að við rannsókn á bankareikningum ákærða hafi komið í ljós 300 þúsund króna innborgun daginn áður en hann kom til landsins. Ekki hafi fundist skýring á innborguninni. Ólíkar sögur af því hvernig flöskurnar komust í hendur hans Maðurinn gaf lögreglu mismunandi sögu af því hvernig flöskurnar komust í hans hendur á Spáni. Í fyrri skýrslutöku sagðist hann að honum hafi verið boðnar vínflöskur á heimili á Spáni. Í síðari útgáfu sagðist hann hafa unnið flöskurnar í „einhverri þraut á hverfishátíð á golfsvæði“. Sagði hann „náunga“ hafa talað hann inn á að taka flöskurnar með til Íslands og hann hafi átt að geyma þær vel. Karlmaðurinn sagðist hafa hitt mennina við hótelið sem hann hafi verið á og farið með þeim á hátíðina. Hann hafi hins vegar ekki munað hver hafi átt upptökin að því að hann tæki flöskurnar með sér og kvaðst vera viss um að hann hafi verið notaður sem burðardýr. Ótrúverðugur Í dómnum segir að framburður ákærða hafi verið ótrúverðugur. Þykir sannað, meðal annars með játningu ákærða, að hann hafi vitað af flöskunum í farangri sínum þegar hann kom til Íslands 9. mars 2019. Hann verði því sakfelldur fyrir að hafa flutt efnið til landsins með þeim hætti sem rakið er í ákæru. Maðurinn hlaut dóm í maí og því sé um að ræða hegningarauka. Hann er sömuleiðis dæmdur til greiðslu málsvarnarlauna verjenda, samtals 1,5 milljón króna, auk sakarkostnaðar. Til frádráttar tveggja ára fangelsisvistar kemur gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 10. til 26. mars 2019.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira