Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. nóvember 2021 19:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir það hafa lengi staðið til að einfalda gjaldskránna. Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. Breytingarnar taka gildi þann 16. nóvember næstkomandi en við breytinguna hækka árskort ungmenna og eldri borgara til að mynda töluvert í verði. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ekki aðeins um hækkanir að ræða heldur einnig lækkanir. Stakt fargjald og árskort hjá öryrkjum lækkar til að mynda nokkuð, auk þess sem þeir munu nú geta keypt mánaðarkort. Þá mun öldruðum og eldri borgurum einnig standa til boða að kaupa mánaðarkort, sem áður hefur ekki verið í boði. Mánaðarkort fyrir fullorðna lækka einnig í verði. Við ákvörðun á breytingunum var litið til annara landa í kringum Íslands og hefur vinna við það staðið yfir undanfarið tvö og hálft ár. „Niðurstaðan var sú að einfalda og það var gert með því að fækka afsláttarflokkum og fækka þá þeim sem hafa mikinn afslátt,“ segir Jóhannes. Nú er aðeins um að ræða þrjá afsláttarflokka. Einn sem kveður ekki á um neinn afslátt, annan sem kveður á um 50 prósent afslátt fyrir aldraða og ungmenni, og þriðja sem kveður á um 70 prósent afslátt fyrir öryrkja. „Það var orðið mjög mikið misræmi í gjaldskránni, það var verið að hækka einn flokkinn en ekki hinn, almenna fargjaldið og ekki einhver mánaðarkort, þannig þetta var orðið svolítið svona flókið að okkar mati og við vildum bara einfalda þetta þannig það væri skýrt fyrir alla hvað þeir væru að borga,“ segir Jóhannes. Nokkuð hefur borið á gagnrýni um breytinguna þar sem fólk er ósátt við að árskort aldraðra og ungmenna hækki. „Þetta er vissulega mikið í prósentum og skiptir auðvitað fólk einhverju máli en við reyndum svona við þessa breytingu að horfa til þess að það væri einhvers staðar hægt að lækka þannig að tekjuminni fjölskylda sæti svona á sama stað,“ segir Jóhannes. Jóhannes segist gera sér grein fyrir að eflaust séu ekki allir sáttir við breytinguna en hún hafi verið gerð með það að markmiði að auka sveigjanleika. „Þetta teljum við að sé bara hið besta mál og þægilegt að koma þessu á framfæri við notendur. En það er alveg rétt að það eru líka neikvæðir hlutir í þessu, við ætlum ekkert að neita því, en stundum þarf bara að taka erfiðar ákvarðanir.“ Strætó Samgöngur Neytendur Eldri borgarar Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40 Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. 2. september 2021 09:57 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Breytingarnar taka gildi þann 16. nóvember næstkomandi en við breytinguna hækka árskort ungmenna og eldri borgara til að mynda töluvert í verði. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ekki aðeins um hækkanir að ræða heldur einnig lækkanir. Stakt fargjald og árskort hjá öryrkjum lækkar til að mynda nokkuð, auk þess sem þeir munu nú geta keypt mánaðarkort. Þá mun öldruðum og eldri borgurum einnig standa til boða að kaupa mánaðarkort, sem áður hefur ekki verið í boði. Mánaðarkort fyrir fullorðna lækka einnig í verði. Við ákvörðun á breytingunum var litið til annara landa í kringum Íslands og hefur vinna við það staðið yfir undanfarið tvö og hálft ár. „Niðurstaðan var sú að einfalda og það var gert með því að fækka afsláttarflokkum og fækka þá þeim sem hafa mikinn afslátt,“ segir Jóhannes. Nú er aðeins um að ræða þrjá afsláttarflokka. Einn sem kveður ekki á um neinn afslátt, annan sem kveður á um 50 prósent afslátt fyrir aldraða og ungmenni, og þriðja sem kveður á um 70 prósent afslátt fyrir öryrkja. „Það var orðið mjög mikið misræmi í gjaldskránni, það var verið að hækka einn flokkinn en ekki hinn, almenna fargjaldið og ekki einhver mánaðarkort, þannig þetta var orðið svolítið svona flókið að okkar mati og við vildum bara einfalda þetta þannig það væri skýrt fyrir alla hvað þeir væru að borga,“ segir Jóhannes. Nokkuð hefur borið á gagnrýni um breytinguna þar sem fólk er ósátt við að árskort aldraðra og ungmenna hækki. „Þetta er vissulega mikið í prósentum og skiptir auðvitað fólk einhverju máli en við reyndum svona við þessa breytingu að horfa til þess að það væri einhvers staðar hægt að lækka þannig að tekjuminni fjölskylda sæti svona á sama stað,“ segir Jóhannes. Jóhannes segist gera sér grein fyrir að eflaust séu ekki allir sáttir við breytinguna en hún hafi verið gerð með það að markmiði að auka sveigjanleika. „Þetta teljum við að sé bara hið besta mál og þægilegt að koma þessu á framfæri við notendur. En það er alveg rétt að það eru líka neikvæðir hlutir í þessu, við ætlum ekkert að neita því, en stundum þarf bara að taka erfiðar ákvarðanir.“
Strætó Samgöngur Neytendur Eldri borgarar Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40 Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. 2. september 2021 09:57 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58
36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40
Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. 2. september 2021 09:57