Sex vikur frá kosningum og til umræðu að fara í aðra vettvangsferð í Borgarnes Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 12:06 Undirbúningsnefnd hefur fundað rúmlega tuttugu sinnum vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi. vísir/vilhelm Möguleikinn á annarri vettvangsferð til Borgarness til að rannsaka flokkun kjörseðlanna enn betur er nú til umræðu á fundi undirbúningskjörbréfanefndar. Ákvörðunar um hana má vænta þegar fundinum lýkur seinni partinn í dag. Fundur nefndarinnar hófst klukkan tíu í morgun en hún hefur nú komið saman yfir tuttugu sinnum til að ræða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Nefndin fór í vettvangsferð til Borgarness fyrir um þremur vikum síðan en í henni kom í ljós að kjörseðill sem talinn var gildur og tilheyrði Framsóknarflokknum hafði ranglega verið flokkaður í bunka með auðum atkvæðum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur það verið til umræðu innan nefndarinnar undanfarna daga að fara aðra ferð til Borgarness til að kanna kjörseðlana enn betur. Vildu kanna fleiri bunka Tilgangur ferðarinnar væri þá að skoða fleiri bunka en auða og ógilda og sjá hvort þar fyndust einnig ranglega flokkuð atkvæði. Samkvæmt einum nefndarmanni var nefndin orðin nokkuð viss um að hún þyrfti að fara í ferðina en hefur nýlega fengið upplýsingar í hendurnar sem hefur gefið henni tilefni til að endurskoða það. Búast má við að ákvörðun um ferðina verði tekin á fundinum í dag en honum ætti ekki að ljúka fyrr en seinni partinn. Óljóst er hvaða bunka nefndin myndi rannsaka aftur og þá hvort hún myndi aðeins skoða flokkun atkvæða í bunkunum eða hreinlega ráðast í að telja eitthvað af atkvæðunum aftur. Lagaleg heimild til slíkra aðgerða er þá óljós en umboðsmenn framboðslistanna þyrftu líklega að vera viðstaddir ef nefndin ákveður að ráðast í þær. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6. nóvember 2021 19:47 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Fundur nefndarinnar hófst klukkan tíu í morgun en hún hefur nú komið saman yfir tuttugu sinnum til að ræða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Nefndin fór í vettvangsferð til Borgarness fyrir um þremur vikum síðan en í henni kom í ljós að kjörseðill sem talinn var gildur og tilheyrði Framsóknarflokknum hafði ranglega verið flokkaður í bunka með auðum atkvæðum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur það verið til umræðu innan nefndarinnar undanfarna daga að fara aðra ferð til Borgarness til að kanna kjörseðlana enn betur. Vildu kanna fleiri bunka Tilgangur ferðarinnar væri þá að skoða fleiri bunka en auða og ógilda og sjá hvort þar fyndust einnig ranglega flokkuð atkvæði. Samkvæmt einum nefndarmanni var nefndin orðin nokkuð viss um að hún þyrfti að fara í ferðina en hefur nýlega fengið upplýsingar í hendurnar sem hefur gefið henni tilefni til að endurskoða það. Búast má við að ákvörðun um ferðina verði tekin á fundinum í dag en honum ætti ekki að ljúka fyrr en seinni partinn. Óljóst er hvaða bunka nefndin myndi rannsaka aftur og þá hvort hún myndi aðeins skoða flokkun atkvæða í bunkunum eða hreinlega ráðast í að telja eitthvað af atkvæðunum aftur. Lagaleg heimild til slíkra aðgerða er þá óljós en umboðsmenn framboðslistanna þyrftu líklega að vera viðstaddir ef nefndin ákveður að ráðast í þær.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6. nóvember 2021 19:47 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6. nóvember 2021 19:47
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?