Gasol spilar áfram en nú með gömlu Íslendingafélagi sem hann stofnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2021 15:00 Marc Gasol kyssir konu sína Cristina Blesa þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Basquet Girona en hann heldur líka á dóttur þeirra Juliu Gasol Blesa. EPA-EFE/David Borrat Marc Gasol er kannski hættur í NBA-deildinni í körfubolta en körfuboltaskórnir fara ekki upp á hillu alveg strax. Hinn 36 ára gamli Gasol ætlar að spila fyrir Bàsquet Girona sem er liðið sem hann stofnaði árið 2014. Það hét í upphafi CEB Girona Marc Gasol. Marc Gasol, 36, will play for Girona, the Spanish team he founded. https://t.co/wrEVMPOvgf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 26, 2021 Gasol mun spila með Girona í spænsku b-deildinni sem er kölluð gulldeild spænska körfuboltasambandsins. Íslendingar ættu að kannast við liðið enda spilaði íslenski landsliðsmaðurinn Kári Jónsson með félaginu á síðustu leiktíð. Kári var þá með 7,2 stig að meðaltali á 19,2 mínútum í leik. Kári er nú kominn aftur heim og spilar með Val. Girona liðið hefur ekki byrjað tímabilið alltaf vel en liðið hefur bara unnið tvo a fyrstu níu leikjum sínum. Það má búast við að koma Gasol muni breyta miklu fyrir liðið. GIRONINES, GIRONINS, JA EL TENIM AQUÍ! @MarcGasol, president del club, passa a formar part de la plantilla del primer equip #CreixemJunts #SomhiGirona #OrgullGironí pic.twitter.com/kWFYV1wUd5— Bàsquet Girona (@BasquetGirona) November 25, 2021 Liðið vann tvo fyrstu leikina en hefur síðan tapað sjö leikjum í röð. Það er því ljóst að Girona þarf á manni eins og Marc Gasol að halda. Gasol spilaði á síðasta tímabili með Los Angeles Lakers en lék stærsta hluta ferilsins síns með liði Memphis Grizzlies. Gasol er 211 sentimetrar á hæð, var valinn í úrvalslið NBA-deildarinnar 2015 og besti varnarmaður tímabilsins 2013. Gasol lék alls 891 deildarleik í NBA frá 2008 til 2021 en í þeim var hann með 14,0 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. OFFICIAL: Marc Gasol joins Gironahttps://t.co/KGZztyJsxV— Eurohoops (@Eurohoopsnet) November 25, 2021 Gasol endaði landsliðsferilinn með Spáni á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hann varð tvisvar heimsmeistari og tvisvar Evrópumeistari með spænska landsliðinu auk þess að vinna tvö Ólympíusilfur. Eldri bróðir hans, Pau Gasol, setti körfuboltaskóna sína upp á hillu í síðasta mánuði. Spænski körfuboltinn NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Gasol ætlar að spila fyrir Bàsquet Girona sem er liðið sem hann stofnaði árið 2014. Það hét í upphafi CEB Girona Marc Gasol. Marc Gasol, 36, will play for Girona, the Spanish team he founded. https://t.co/wrEVMPOvgf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 26, 2021 Gasol mun spila með Girona í spænsku b-deildinni sem er kölluð gulldeild spænska körfuboltasambandsins. Íslendingar ættu að kannast við liðið enda spilaði íslenski landsliðsmaðurinn Kári Jónsson með félaginu á síðustu leiktíð. Kári var þá með 7,2 stig að meðaltali á 19,2 mínútum í leik. Kári er nú kominn aftur heim og spilar með Val. Girona liðið hefur ekki byrjað tímabilið alltaf vel en liðið hefur bara unnið tvo a fyrstu níu leikjum sínum. Það má búast við að koma Gasol muni breyta miklu fyrir liðið. GIRONINES, GIRONINS, JA EL TENIM AQUÍ! @MarcGasol, president del club, passa a formar part de la plantilla del primer equip #CreixemJunts #SomhiGirona #OrgullGironí pic.twitter.com/kWFYV1wUd5— Bàsquet Girona (@BasquetGirona) November 25, 2021 Liðið vann tvo fyrstu leikina en hefur síðan tapað sjö leikjum í röð. Það er því ljóst að Girona þarf á manni eins og Marc Gasol að halda. Gasol spilaði á síðasta tímabili með Los Angeles Lakers en lék stærsta hluta ferilsins síns með liði Memphis Grizzlies. Gasol er 211 sentimetrar á hæð, var valinn í úrvalslið NBA-deildarinnar 2015 og besti varnarmaður tímabilsins 2013. Gasol lék alls 891 deildarleik í NBA frá 2008 til 2021 en í þeim var hann með 14,0 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. OFFICIAL: Marc Gasol joins Gironahttps://t.co/KGZztyJsxV— Eurohoops (@Eurohoopsnet) November 25, 2021 Gasol endaði landsliðsferilinn með Spáni á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hann varð tvisvar heimsmeistari og tvisvar Evrópumeistari með spænska landsliðinu auk þess að vinna tvö Ólympíusilfur. Eldri bróðir hans, Pau Gasol, setti körfuboltaskóna sína upp á hillu í síðasta mánuði.
Spænski körfuboltinn NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira