Allir stjórnarflokkar samþykkja áframhaldandi samstarf Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 19:48 Formenn flokkanna þriggja fagna eflaust áframhaldandi samstarfi. Vísir/Vilhelm Fundi Vinstri grænna, þar sem farið var yfir nýjan stjórnarsáttmála, lauk nú rétt fyrir sjö. Sáttmálinn var samþykktur með áttatíu prósent atkvæða. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn samþykktu sáttmálann fyrr í dag, nánast einróma. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa gengið vel í dag en hann hófst klukkan þrjú og lauk upp úr klukkan fimm, þar sem flestir tóku þátt í gegnum fjarskiptabúnað. Að sögn Sigurðar Inga var góð þátttaka á fundinum og var stjórnarsáttmálinn samþykktur með rétt tæplega 99 prósent atkvæða. Fundir Sjálfstæðisflokksins hófust klukkan hálf tvö og lauk um klukkan hálf sex. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fundina hafa gengið vel en aðalfundarstaðurinn var í Valhöll. Aðrir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað og segist Bjarni telja að hlutfall þeirra sem samþykktu sáttmálann hafi verið svipaður og hjá Framsókn en hann var ekki með nákvæma tölu. Í tilkynningu frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði segir að á annað hundrað manns hafi sótt fundinn sem hófst klukkan tvö í dag. Þar af hafi tæplega hundrað verið með atkvæðisrétt sem flokksráðsfulltrúar. Sem áður segir var sáttmálinn samþykktur með um áttatíu prósent atkvæða. Uppstokkun ráðuneyta og áhersla á loftslagsmál Ljóst er að nokkrar breytingar hafa orðið á skiptingu ráðuneyta milli stjórnarflokkanna líkt og Innherji greindi frá fyrr í dag. Þá segir í frétt RÚV að í stjórnarsáttmálanum sé lögð áhersla á loftsslagsmál. Helminga eigi losun Íslands fyrir 2030, samvinna ríkis og sveitarfélaga í malaflokknum verði efld og hálendisþjóðgarður verði stofnaður. Jafnframt eigi að efla ríkissáttasemjara, setja fram skýra og heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda, einfalda umsóknarferli um dvalarleyfi. Samkeppniseftirlit og Neytendastofa verði sameinuð og skipuð verði nefnd til að meta ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fréttastofa verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi á morgun þegar nýr stjórnarsáttmáli verður undirritaður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa gengið vel í dag en hann hófst klukkan þrjú og lauk upp úr klukkan fimm, þar sem flestir tóku þátt í gegnum fjarskiptabúnað. Að sögn Sigurðar Inga var góð þátttaka á fundinum og var stjórnarsáttmálinn samþykktur með rétt tæplega 99 prósent atkvæða. Fundir Sjálfstæðisflokksins hófust klukkan hálf tvö og lauk um klukkan hálf sex. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fundina hafa gengið vel en aðalfundarstaðurinn var í Valhöll. Aðrir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað og segist Bjarni telja að hlutfall þeirra sem samþykktu sáttmálann hafi verið svipaður og hjá Framsókn en hann var ekki með nákvæma tölu. Í tilkynningu frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði segir að á annað hundrað manns hafi sótt fundinn sem hófst klukkan tvö í dag. Þar af hafi tæplega hundrað verið með atkvæðisrétt sem flokksráðsfulltrúar. Sem áður segir var sáttmálinn samþykktur með um áttatíu prósent atkvæða. Uppstokkun ráðuneyta og áhersla á loftslagsmál Ljóst er að nokkrar breytingar hafa orðið á skiptingu ráðuneyta milli stjórnarflokkanna líkt og Innherji greindi frá fyrr í dag. Þá segir í frétt RÚV að í stjórnarsáttmálanum sé lögð áhersla á loftsslagsmál. Helminga eigi losun Íslands fyrir 2030, samvinna ríkis og sveitarfélaga í malaflokknum verði efld og hálendisþjóðgarður verði stofnaður. Jafnframt eigi að efla ríkissáttasemjara, setja fram skýra og heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda, einfalda umsóknarferli um dvalarleyfi. Samkeppniseftirlit og Neytendastofa verði sameinuð og skipuð verði nefnd til að meta ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fréttastofa verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi á morgun þegar nýr stjórnarsáttmáli verður undirritaður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira