Norðurlandameistarar í karate Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. nóvember 2021 23:00 Öflugur hópur Karatesamband Íslands Landslið Íslands í karate sótti tvo Norðurlandameistaratitla og fern önnur verðlaun á Norðurlandamótinu sem fram fór í Stavanger í Noregi um helgina. Hugi Halldórsson varð Norðurlandameistari í kumite 16–17 ára pilta, -76 kg flokki. Í fyrstu umferð mætti hann Ragnari Audse frá Eistlandi og vann hann örugglega, 4–0. Í undanúrslitum barðist Hugi við Lettann Aleksandars Obernihins. Eftir snarpa og skemmtilega viðureign bar hann sigur úr býtum, 5–4, og tryggði sér sæti í úrslitum. Þar mætti hann öðrum eistneskum landsliðsmanni, Karl Erik Meltsas. Ekki hafði hann roð við Huga frekar en landi sinn. Lokatölur urðu 4–0 og Norðurlandameistaratitill í höfn. Um er að ræða fyrstu gullverðlaun Íslands í einstaklingskeppni síðan árið 2010 og aðeins þriðja skiptið í sögunni sem Íslendingur vinnur gull í einstaklingsgrein. Kvennasveit Íslands í hópkata átti gott mót og stóð að lokum uppi með gullið. Þær unnu öruggan sigur á liði Finna í úrslitum. Liðið skipa þær Freyja Stígsdóttir, Móey María Sigþórsdóttir McClure og Kristrún Bára Guðjónsdóttir. Ísland hefur einu sinni áður unnið Norðurlandameistaratitil í liðakeppni eða árið 2012. Karlalið Íslands í hópkata varð svo aðeins 0,06 stigum (af 30 mögulegum) frá því að bæta þriðja gullinu í safnið. Liðið, skipað Huga Halldórssyni, Birni Breka Halldórssyni og Nökkva Benediktssyni, hlaut 22,8 stig fyrir framkvæmd sína á kata Kururunfa gegn 22,86 stigum Norðmanna í úrslitum og stóð uppi með silfur. Þrír ungir og efnilegir keppendur í kumite unnu einnig bronsverðlaun í sínum flokkum, þau Alexander Rósant Harðarson í 14–15 ára flokki -63 kg, Davíð Steinn Einarsson í 14–15 ára flokki -57 kg og Ronja Halldórsdóttir í 16–17 ára flokki -59 kg. Karate Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Hugi Halldórsson varð Norðurlandameistari í kumite 16–17 ára pilta, -76 kg flokki. Í fyrstu umferð mætti hann Ragnari Audse frá Eistlandi og vann hann örugglega, 4–0. Í undanúrslitum barðist Hugi við Lettann Aleksandars Obernihins. Eftir snarpa og skemmtilega viðureign bar hann sigur úr býtum, 5–4, og tryggði sér sæti í úrslitum. Þar mætti hann öðrum eistneskum landsliðsmanni, Karl Erik Meltsas. Ekki hafði hann roð við Huga frekar en landi sinn. Lokatölur urðu 4–0 og Norðurlandameistaratitill í höfn. Um er að ræða fyrstu gullverðlaun Íslands í einstaklingskeppni síðan árið 2010 og aðeins þriðja skiptið í sögunni sem Íslendingur vinnur gull í einstaklingsgrein. Kvennasveit Íslands í hópkata átti gott mót og stóð að lokum uppi með gullið. Þær unnu öruggan sigur á liði Finna í úrslitum. Liðið skipa þær Freyja Stígsdóttir, Móey María Sigþórsdóttir McClure og Kristrún Bára Guðjónsdóttir. Ísland hefur einu sinni áður unnið Norðurlandameistaratitil í liðakeppni eða árið 2012. Karlalið Íslands í hópkata varð svo aðeins 0,06 stigum (af 30 mögulegum) frá því að bæta þriðja gullinu í safnið. Liðið, skipað Huga Halldórssyni, Birni Breka Halldórssyni og Nökkva Benediktssyni, hlaut 22,8 stig fyrir framkvæmd sína á kata Kururunfa gegn 22,86 stigum Norðmanna í úrslitum og stóð uppi með silfur. Þrír ungir og efnilegir keppendur í kumite unnu einnig bronsverðlaun í sínum flokkum, þau Alexander Rósant Harðarson í 14–15 ára flokki -63 kg, Davíð Steinn Einarsson í 14–15 ára flokki -57 kg og Ronja Halldórsdóttir í 16–17 ára flokki -59 kg.
Karate Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira