Fardagar sóknargjalda Vésteinn Valgarðsson skrifar 29. nóvember 2021 18:01 Íslenska ríkið borgar trúfélögum og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld eftir fjölda fólks sem er skráð í viðkomandi félag fyrsta desember árið á undan. Nú er fyrsti desember á morgun. Vitið þið hvar þið eruð skráð? Eruð þið alveg viss? Ég spyr, því það skiptir máli – ríkið mun úthluta meira en tíuþúsundkalli á mann á næsta ári eftir skráningunni á morgun. Ég skora á ykkur að fara t.d. inn á heimasíðu Þjóðskrár Íslands, skrá ykkur þar inn með rafrænum skilríkjum og finna trúfélagsskráninguna ykkar. Ef hún er eins og þið viljið hafa hana: fínt. Ef ekki, þá er núna rétti tíminn til að leiðrétta hana. Í gamla daga máttu vinnuhjú skipta um vist á fardögum. Í dag mega sóknarbörn skipta um trúfélag. Þessi athugun ætti ekki að taka ykkur meira en mínútu, og það þótt möguleg leiðrétting sé talin með. Ef þið eruð að hugsa um að velja ykkur nýtt trúar- eða lífsskoðunarfélag, þá er óneitanlega úr mörgu að velja: þau eru meira en fimmtíu. Lífsskoðunarfélög eru tiltöluleg nýlunda hér á landi. Þekktust er Siðmennt, fyrir siðrænan húmanisma og sínar borgaralegu athafnir. Mig langar þó til að vekja athygli á öðru félagi: DíaMat – félagi um díalektíska efnishyggju. Ég er forstöðumaður þess. DíaMat er líka trúlaust lífsskoðunarfélag, en það hefur ekki mikla áherslu á athafnir (þótt það sinni þeim ef þess er óskað) en meiri á að fólk láti verkin tala: Það skiptir miklu meira máli hvaða áhrif þið hafið á veröldina, heldur en hvernig þið útskýrið hana. DíaMat hefur frá stofnun látið drjúgan hluta sóknargjalda sinna renna til góðs málstaðar. Geðræktar- og uppeldismál hafa notið þess mest, enda teljum við að í gegn um þau valdeflist venjulegt fólk og verði þannig hæfara til að vinna að sinni eigin velferð, hvort heldur er í sameiningu eða eitt og sér. Sjáið nánar á heimasíðu okkar, www.diamat.is Félag okkar er ekki stórt, en það er nóg pláss fyrir nýja meðlimi. Farið á Þjóðskrá í dag ef þið viljið vera með. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið borgar trúfélögum og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld eftir fjölda fólks sem er skráð í viðkomandi félag fyrsta desember árið á undan. Nú er fyrsti desember á morgun. Vitið þið hvar þið eruð skráð? Eruð þið alveg viss? Ég spyr, því það skiptir máli – ríkið mun úthluta meira en tíuþúsundkalli á mann á næsta ári eftir skráningunni á morgun. Ég skora á ykkur að fara t.d. inn á heimasíðu Þjóðskrár Íslands, skrá ykkur þar inn með rafrænum skilríkjum og finna trúfélagsskráninguna ykkar. Ef hún er eins og þið viljið hafa hana: fínt. Ef ekki, þá er núna rétti tíminn til að leiðrétta hana. Í gamla daga máttu vinnuhjú skipta um vist á fardögum. Í dag mega sóknarbörn skipta um trúfélag. Þessi athugun ætti ekki að taka ykkur meira en mínútu, og það þótt möguleg leiðrétting sé talin með. Ef þið eruð að hugsa um að velja ykkur nýtt trúar- eða lífsskoðunarfélag, þá er óneitanlega úr mörgu að velja: þau eru meira en fimmtíu. Lífsskoðunarfélög eru tiltöluleg nýlunda hér á landi. Þekktust er Siðmennt, fyrir siðrænan húmanisma og sínar borgaralegu athafnir. Mig langar þó til að vekja athygli á öðru félagi: DíaMat – félagi um díalektíska efnishyggju. Ég er forstöðumaður þess. DíaMat er líka trúlaust lífsskoðunarfélag, en það hefur ekki mikla áherslu á athafnir (þótt það sinni þeim ef þess er óskað) en meiri á að fólk láti verkin tala: Það skiptir miklu meira máli hvaða áhrif þið hafið á veröldina, heldur en hvernig þið útskýrið hana. DíaMat hefur frá stofnun látið drjúgan hluta sóknargjalda sinna renna til góðs málstaðar. Geðræktar- og uppeldismál hafa notið þess mest, enda teljum við að í gegn um þau valdeflist venjulegt fólk og verði þannig hæfara til að vinna að sinni eigin velferð, hvort heldur er í sameiningu eða eitt og sér. Sjáið nánar á heimasíðu okkar, www.diamat.is Félag okkar er ekki stórt, en það er nóg pláss fyrir nýja meðlimi. Farið á Þjóðskrá í dag ef þið viljið vera með. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar