Töluverður erill hjá lögreglu: Hópárás í miðbænum Árni Sæberg skrifar 11. desember 2021 07:25 Lögreglan hafði nóg að gera í nótt. Vísir/Vilhelm Nokkrir menn réðust að einum í miðbænum í gærkvöldi eða nótt. Maðurinn hlaut ekki alvarlega áverka en var þó fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir höfðu flúið vettvang þegar lögreglu bar að garði. Þetta segir í dagbók lögreglu en hún hafði í miklu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Alls voru 81 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan fimm í gær til fimm í morgun. Nokkuð var af útköllum tengdum ölvun, þannig var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 108 þar sem hann gekk eftir miðri akbraut, hann var óviðræðuhæfur og neitaði að gefa upp nafn sitt. Hann var því vistaður í fangaklefa. Þá var ölvuð kona handtekin í miðbænum og vistuð í fangaklefa en hún „gat ekki með nokkru móti valdið sér“ að sögn lögreglu. Rán í Garðabæ Maður var rændur í Garðabæ af þremur einstaklingum sem réðust á hann, höfðu í hótunum við hann og tóku af honum verðmæti. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Fórnalambið hlaut minniháttar áverka en árásarmaðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Þá voru tveir handteknir í Hafnarfirði vegna gruns um sölu fíkniefna. Unglingar brutu rúður í Breiðholti Lögreglu barst tilkynning um eignaspjöll í Breiðholti. Þar hafði hópur unglinga gert sér að leik að brjóta rúður. Hópurinn flúði út í myrkrið þegar hann varð var við tilkynnanda. Lögregla var kölluð til skemmtistaðar í Kópavogi. Þar höfðu brotist út slagsmál en lögreglu tókst að róa alla niður. Að loknum skýrslutökum á vettvangi héldu allir sína leið. Í hverfi 110 var maður í annarlegu ástandi handtekinn eftir að hafa reynt að stela bifreið í lausagangi fyrir utan bensínstöð. Farþega í bílnum náði að koma í veg fyrir stuldinn en maðurinn hafði þegar náð að aka á bensíndælu. Alls fór lögregla í ellefu hávaðaútköll í gærkvöldi og í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og tveir vegna ölvunaraksturs. Annar þeirra reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
Alls voru 81 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan fimm í gær til fimm í morgun. Nokkuð var af útköllum tengdum ölvun, þannig var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 108 þar sem hann gekk eftir miðri akbraut, hann var óviðræðuhæfur og neitaði að gefa upp nafn sitt. Hann var því vistaður í fangaklefa. Þá var ölvuð kona handtekin í miðbænum og vistuð í fangaklefa en hún „gat ekki með nokkru móti valdið sér“ að sögn lögreglu. Rán í Garðabæ Maður var rændur í Garðabæ af þremur einstaklingum sem réðust á hann, höfðu í hótunum við hann og tóku af honum verðmæti. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Fórnalambið hlaut minniháttar áverka en árásarmaðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Þá voru tveir handteknir í Hafnarfirði vegna gruns um sölu fíkniefna. Unglingar brutu rúður í Breiðholti Lögreglu barst tilkynning um eignaspjöll í Breiðholti. Þar hafði hópur unglinga gert sér að leik að brjóta rúður. Hópurinn flúði út í myrkrið þegar hann varð var við tilkynnanda. Lögregla var kölluð til skemmtistaðar í Kópavogi. Þar höfðu brotist út slagsmál en lögreglu tókst að róa alla niður. Að loknum skýrslutökum á vettvangi héldu allir sína leið. Í hverfi 110 var maður í annarlegu ástandi handtekinn eftir að hafa reynt að stela bifreið í lausagangi fyrir utan bensínstöð. Farþega í bílnum náði að koma í veg fyrir stuldinn en maðurinn hafði þegar náð að aka á bensíndælu. Alls fór lögregla í ellefu hávaðaútköll í gærkvöldi og í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og tveir vegna ölvunaraksturs. Annar þeirra reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira