Tilnefndu bestu vörumerki ársins Eiður Þór Árnason skrifar 14. desember 2021 13:06 Fjölbreyttur hópur fyrirtækja hlýtur tilnefningu að þessu sinni. Aðsend 24 fyrirtæki eru tilnefnd til markaðsverðlaunanna Bestu íslensku vörumerkin árið 2021. Vörumerkin eru tilnefnd í fjórum mismunandi flokkum og eru verðlaunin veitt af vörumerkjastofunni brandr annað árið í röð. Verðlaunin eru veitt í byrjun febrúar á grundvelli vörumerkjastefnu viðkomandi fyrirtækja en hún er meðal annars mæld með því að skoða viðskiptalíkön og staðfærslu. Fyrirtækjum er skipt upp eftir starfsmannafjölda og hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá brandr. Til að safna tilnefningum fyrir Bestu íslensku vörumerkin þetta árið var annars vegar leitað til fjölmennar valnefndar, sem að þessu sinni er skipuð sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu, og hins vegar til almennings. Valnefndin setti í kjölfarið fram lista yfir þær tillögur að vörumerkjum sem hún mat framúrskarandi. Tilnefndum vörumerkjum var boðið að taka þátt og þurftu fyrirtækin að skila inn vörumerkjakynningu og mæla staðfærslu sína. Byggi á akademískri og faglegri nálgun „Viðurkenninguna hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á́ akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju. Vel heppnuð staðfærsla er lykillinn að árangursríkum rekstri og arðsemi vörumerkja,“ segir í tilkynningu. Staðfærsla snýst um að hanna skilaboð fyrirtækja svo að þau hafi meiningu og ákveðna skilgreiningu í huga viðskiptavina. Markmiðið með staðfærslu er að vörumerki hafi sterka, jákvæða og í raun einstaka stöðu í hugum viðskiptavina. brandr mælir staðfærslu vörumerkja út frá fjórum þáttum: 1. Aðgreiningu á markaði, 2. Ímynd og skynjun, 3. Markaðshlutun, 4. Sjálfbærni og umhverfi. Eftirfarandi vörumerki eru tilnefnd árið 2021: Fyrirtækjamarkaður (B2B) — starfsfólk vörumerkis 50 eða fleiri: Advania Kerecis Kvika Meniga Origo Fyrirtækjamarkaður (B2B) — starfsfólk vörumerkis 49 eða færri: Akademias Alfreð Lucinity Men & Mice Sahara Einstaklingsmarkaður (B2C) — starfsfólk vörumerkis 50 eða fleiri: 66°Norður Heimkaup Lyfja Nova Play Sky Lagoon Te & Kaffi Einstaklingsmarkaður (B2C) — starfsfólk vörumerkis 49 eða færri: As we grow Blush Eldum rétt Hopp Omnom VAXA Vök Baths Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. 5. mars 2021 07:00 Kynna ný markaðsverðlaun og útnefna bestu vörumerki landsins 30 vörumerki hafa hlotið tilnefningu sem bestu íslensku vörumerkin árið 2020 sem hluti af nýjum markaðsverðlaunum sem fram fara þann 25. febrúar. 3. febrúar 2021 16:07 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Verðlaunin eru veitt í byrjun febrúar á grundvelli vörumerkjastefnu viðkomandi fyrirtækja en hún er meðal annars mæld með því að skoða viðskiptalíkön og staðfærslu. Fyrirtækjum er skipt upp eftir starfsmannafjölda og hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá brandr. Til að safna tilnefningum fyrir Bestu íslensku vörumerkin þetta árið var annars vegar leitað til fjölmennar valnefndar, sem að þessu sinni er skipuð sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu, og hins vegar til almennings. Valnefndin setti í kjölfarið fram lista yfir þær tillögur að vörumerkjum sem hún mat framúrskarandi. Tilnefndum vörumerkjum var boðið að taka þátt og þurftu fyrirtækin að skila inn vörumerkjakynningu og mæla staðfærslu sína. Byggi á akademískri og faglegri nálgun „Viðurkenninguna hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á́ akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju. Vel heppnuð staðfærsla er lykillinn að árangursríkum rekstri og arðsemi vörumerkja,“ segir í tilkynningu. Staðfærsla snýst um að hanna skilaboð fyrirtækja svo að þau hafi meiningu og ákveðna skilgreiningu í huga viðskiptavina. Markmiðið með staðfærslu er að vörumerki hafi sterka, jákvæða og í raun einstaka stöðu í hugum viðskiptavina. brandr mælir staðfærslu vörumerkja út frá fjórum þáttum: 1. Aðgreiningu á markaði, 2. Ímynd og skynjun, 3. Markaðshlutun, 4. Sjálfbærni og umhverfi. Eftirfarandi vörumerki eru tilnefnd árið 2021: Fyrirtækjamarkaður (B2B) — starfsfólk vörumerkis 50 eða fleiri: Advania Kerecis Kvika Meniga Origo Fyrirtækjamarkaður (B2B) — starfsfólk vörumerkis 49 eða færri: Akademias Alfreð Lucinity Men & Mice Sahara Einstaklingsmarkaður (B2C) — starfsfólk vörumerkis 50 eða fleiri: 66°Norður Heimkaup Lyfja Nova Play Sky Lagoon Te & Kaffi Einstaklingsmarkaður (B2C) — starfsfólk vörumerkis 49 eða færri: As we grow Blush Eldum rétt Hopp Omnom VAXA Vök Baths
Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. 5. mars 2021 07:00 Kynna ný markaðsverðlaun og útnefna bestu vörumerki landsins 30 vörumerki hafa hlotið tilnefningu sem bestu íslensku vörumerkin árið 2020 sem hluti af nýjum markaðsverðlaunum sem fram fara þann 25. febrúar. 3. febrúar 2021 16:07 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. 5. mars 2021 07:00
Kynna ný markaðsverðlaun og útnefna bestu vörumerki landsins 30 vörumerki hafa hlotið tilnefningu sem bestu íslensku vörumerkin árið 2020 sem hluti af nýjum markaðsverðlaunum sem fram fara þann 25. febrúar. 3. febrúar 2021 16:07