Skjálftarnir líkjast undanfara eldgoss Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. desember 2021 11:51 Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, segist alls ekki spenntur fyrir nýju gosi rétt fyrir jól. vísir/vilhelm Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á Reykjanesi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í gærkvöldi og hefur litakóði vegna flugs verið færður á appelsínugulan. Nokkrir snarpir skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu en sá stærsti mældist 4,9 að stærð og varð rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að atburðarásin geti verið undanfari annars eldgoss á svæðinu. „Þetta er mjög líkt skjálftunum eða skjálftavirkninni sem var þarna vikurnar áður en að gaus. Þannig þetta líkist óneitanlega því að kvika sé að leita aftur upp í jarðskorpuna,“ segir Magnús Tumi. Ekki kerfið að jafna sig Áður en of mikið sé fullyrt um stöðuna verði þó fyrst að skoða gögn úr GPS-mælum og sjá hvort jörðin sé að gliðna á svæðinu. Vísindaráð hefur fundað um stöðuna síðan klukkan 11. „Við verðum bara að bíða og sjá til hvers þetta leiðir. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að vera viðbúin. Þó að þetta tiltekna gos sé búið þá verðum við að vera viðbúin því að það komi meira í kjölfarið,“ segir Magnús Tumi. Hann segir útilokað að þetta sé aðeins svæðið að jafna sig eftir gosið - skjálftavirknin sé ekki þess eðlis. „Nei, þetta ber því miður ekki þess merki að þetta sé kerfið að jafna sig. Þetta er allt of mikið til þess,“ segir hann. Kvika sé líklega að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en það þýðir þó alls ekki endilega að hún skili sér alla leið upp á yfirborðið í eldgosi. Hún gæti vel stoppað einhvers staðar á leiðinni. Enginn vill gos rétt fyrir jól Skjálftarnir hafa truflað Grindvíkinga nokkuð en þeir hafa fundist vel í bænum , sem er sá næsti við upptök skjálftanna. „Það var auðvitað óþægilegt að vera að fá svona jarðskjálftahrinu aftur núna eftir að þetta hafði legið niðri legni vel. Þannig að menn vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þar sem var farið að skjálfa og fannst greinilega fyrir þessum skjálftum. Og það heldur áfram enn þá,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í morgun. Það virðist þannig enginn spenntur fyrir nýju gosi - ekki einu sinni jarðeðlisfræðingarnir. „Nei, nei, það er ekkert þannig að neinn sé hoppandi hér af gleði. Heldur frekar æj, æj, þurfti þetta nú að gerast núna akkúrat daginn fyrir Þorláksmessu,“ segir Magnús Tumi. „Það hefur enginn áhuga á að fá þetta rétt fyrir jól. En við stjórnum þessu ekki.“ Varhugavert að vera á svæðinu Frá því að skjálftahrinan hófst í gær hafa mælst 26 skjálftar af stærð þrír eða stærri. Vísindaráðsfundi lauk rétt eftir klukkan 12. Niðurstaða fundarins er sú að líklegasta skýring skjálftavirkninnar sé að kvika sé farin að troða sér inní brotgjarna hluta skorpunnar. „M.ö.o. kvikuhlaup er í gangi sem er líklega að færast um sama kvikugang og myndaðist í aðdraganda gossins í vor. Það er ákveðin óvissa um þær sviðsmyndir sem geta orðið en ein sviðsmynd er að kvika geti komið upp á yfirborðið nokkuð hratt.“ Töluverð óvissa sé uppi varðandi hvenær þetta gæti gerst og eins nákvæmlega hvar þó líklegast sé að kvikan komi aftur upp um sömu sprungur og það hefur þegar gert áður. „Það er varhugavert að vera á svæðinu og hafa Almannavarnir lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinunnar.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08 Tíu skjálftar yfir 3 að stærð og flugkóða breytt í appelsínugulan Veðurstofa hefur breytt fluglitakóða í appelsínugulan sökum skjálftavirkni um tveimur til fjórum kílómetrum norðaustur af Geldingadölum sem jókst til muna um klukkan 18 í gærkvöldi. 22. desember 2021 06:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á Reykjanesi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í gærkvöldi og hefur litakóði vegna flugs verið færður á appelsínugulan. Nokkrir snarpir skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu en sá stærsti mældist 4,9 að stærð og varð rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að atburðarásin geti verið undanfari annars eldgoss á svæðinu. „Þetta er mjög líkt skjálftunum eða skjálftavirkninni sem var þarna vikurnar áður en að gaus. Þannig þetta líkist óneitanlega því að kvika sé að leita aftur upp í jarðskorpuna,“ segir Magnús Tumi. Ekki kerfið að jafna sig Áður en of mikið sé fullyrt um stöðuna verði þó fyrst að skoða gögn úr GPS-mælum og sjá hvort jörðin sé að gliðna á svæðinu. Vísindaráð hefur fundað um stöðuna síðan klukkan 11. „Við verðum bara að bíða og sjá til hvers þetta leiðir. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að vera viðbúin. Þó að þetta tiltekna gos sé búið þá verðum við að vera viðbúin því að það komi meira í kjölfarið,“ segir Magnús Tumi. Hann segir útilokað að þetta sé aðeins svæðið að jafna sig eftir gosið - skjálftavirknin sé ekki þess eðlis. „Nei, þetta ber því miður ekki þess merki að þetta sé kerfið að jafna sig. Þetta er allt of mikið til þess,“ segir hann. Kvika sé líklega að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en það þýðir þó alls ekki endilega að hún skili sér alla leið upp á yfirborðið í eldgosi. Hún gæti vel stoppað einhvers staðar á leiðinni. Enginn vill gos rétt fyrir jól Skjálftarnir hafa truflað Grindvíkinga nokkuð en þeir hafa fundist vel í bænum , sem er sá næsti við upptök skjálftanna. „Það var auðvitað óþægilegt að vera að fá svona jarðskjálftahrinu aftur núna eftir að þetta hafði legið niðri legni vel. Þannig að menn vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þar sem var farið að skjálfa og fannst greinilega fyrir þessum skjálftum. Og það heldur áfram enn þá,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í morgun. Það virðist þannig enginn spenntur fyrir nýju gosi - ekki einu sinni jarðeðlisfræðingarnir. „Nei, nei, það er ekkert þannig að neinn sé hoppandi hér af gleði. Heldur frekar æj, æj, þurfti þetta nú að gerast núna akkúrat daginn fyrir Þorláksmessu,“ segir Magnús Tumi. „Það hefur enginn áhuga á að fá þetta rétt fyrir jól. En við stjórnum þessu ekki.“ Varhugavert að vera á svæðinu Frá því að skjálftahrinan hófst í gær hafa mælst 26 skjálftar af stærð þrír eða stærri. Vísindaráðsfundi lauk rétt eftir klukkan 12. Niðurstaða fundarins er sú að líklegasta skýring skjálftavirkninnar sé að kvika sé farin að troða sér inní brotgjarna hluta skorpunnar. „M.ö.o. kvikuhlaup er í gangi sem er líklega að færast um sama kvikugang og myndaðist í aðdraganda gossins í vor. Það er ákveðin óvissa um þær sviðsmyndir sem geta orðið en ein sviðsmynd er að kvika geti komið upp á yfirborðið nokkuð hratt.“ Töluverð óvissa sé uppi varðandi hvenær þetta gæti gerst og eins nákvæmlega hvar þó líklegast sé að kvikan komi aftur upp um sömu sprungur og það hefur þegar gert áður. „Það er varhugavert að vera á svæðinu og hafa Almannavarnir lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinunnar.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08 Tíu skjálftar yfir 3 að stærð og flugkóða breytt í appelsínugulan Veðurstofa hefur breytt fluglitakóða í appelsínugulan sökum skjálftavirkni um tveimur til fjórum kílómetrum norðaustur af Geldingadölum sem jókst til muna um klukkan 18 í gærkvöldi. 22. desember 2021 06:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08
Tíu skjálftar yfir 3 að stærð og flugkóða breytt í appelsínugulan Veðurstofa hefur breytt fluglitakóða í appelsínugulan sökum skjálftavirkni um tveimur til fjórum kílómetrum norðaustur af Geldingadölum sem jókst til muna um klukkan 18 í gærkvöldi. 22. desember 2021 06:15