Fimmfaldur heimsmeistari úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2021 23:10 Raymond van Barneveld er úr leik á heimsmeistaramótin í pílukasti. Luke Walker/Getty Images Fimmfaldi heimsmeistarinn Raymond van Barneveld, eða Barney, er úr leik á HM í pílu eftir 3-1 tap gegn heimsmeistaranum frá 2018, Rob Cross. Barney hætti í pílukasti árið 2019 en snéri aftur á þessu ári. Mikil eftirvænting var fyrir endurkomu hans, og enn meiri eftirvænting fyrir viðureign hans gegn Rob Cross í 64-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Barney byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta settið 3-1 þar sem að hann tók meðal annars út 170, sem er hæsta mögulega útskotið í pílukasti. Eftir fyrsta settið fór hins vegar að halla undan fæti hjá Barney og Cross gekk á lagið. Cross vann annað settið 3-1 og það þriðja sigraði hann með minnsta mun, 3-2. Cross reyndist svo mun sterkari í fjórða setti og sigraði það 3-0 og tryggði sér um leið sæti í 32-manna úrslitum. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝘀𝗲𝗻𝗱𝘀 𝗕𝗮𝗿𝗻𝗲𝘆 𝗼𝘂𝘁!What a game that was, as Rob Cross beats Raymond van Barneveld 3-1 to reach the Third Round. A great recovery after Barney flew to the first set!#WHDarts | Second Round pic.twitter.com/WWS0LS6Myc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Í fyrstu viðureign kvöldsins vann Hollendingurinn Danni Noppert 3-1 sigur gegn Jason Heaver og Gabriel Clemens vann öruggan 3-0 sigur gegn Lewy Williams í annarri viðureign kvöldsins. Í fjórðu og seinustu viðureign kvöldsins mættust Rusty-Jake Rodriguez frá Austurríki og Englendingurinn Chris Dobey. Rusty-Jake er í 91. sæti heimslistans en Dobey siutr í 30. sæti, og því bjuggust flesti við öruggum sigri Englendingsins. Rusty-Jake vann hins vegar nauman 3-2 sigur gegn kasti í fyrsta setti, og slíkt hið sama gerðist í öðru setti. Dobey náði vopnum sínum í þriðja setti og vann það 3-1, fjórða settið vann hann einnig 3-1 og hann kláraði svo leikinn í fimmta setti með, jú, 3-1 sigri. Heimsmeistaramótið í pílukasti fer nú í stutt jólafrí, enda aðfangadagur á morgun. Keppni hefst á ný á mánudaginn, en þá hefjast 32-manna úrslitin. Pílukast Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira
Barney hætti í pílukasti árið 2019 en snéri aftur á þessu ári. Mikil eftirvænting var fyrir endurkomu hans, og enn meiri eftirvænting fyrir viðureign hans gegn Rob Cross í 64-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Barney byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta settið 3-1 þar sem að hann tók meðal annars út 170, sem er hæsta mögulega útskotið í pílukasti. Eftir fyrsta settið fór hins vegar að halla undan fæti hjá Barney og Cross gekk á lagið. Cross vann annað settið 3-1 og það þriðja sigraði hann með minnsta mun, 3-2. Cross reyndist svo mun sterkari í fjórða setti og sigraði það 3-0 og tryggði sér um leið sæti í 32-manna úrslitum. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝘀𝗲𝗻𝗱𝘀 𝗕𝗮𝗿𝗻𝗲𝘆 𝗼𝘂𝘁!What a game that was, as Rob Cross beats Raymond van Barneveld 3-1 to reach the Third Round. A great recovery after Barney flew to the first set!#WHDarts | Second Round pic.twitter.com/WWS0LS6Myc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Í fyrstu viðureign kvöldsins vann Hollendingurinn Danni Noppert 3-1 sigur gegn Jason Heaver og Gabriel Clemens vann öruggan 3-0 sigur gegn Lewy Williams í annarri viðureign kvöldsins. Í fjórðu og seinustu viðureign kvöldsins mættust Rusty-Jake Rodriguez frá Austurríki og Englendingurinn Chris Dobey. Rusty-Jake er í 91. sæti heimslistans en Dobey siutr í 30. sæti, og því bjuggust flesti við öruggum sigri Englendingsins. Rusty-Jake vann hins vegar nauman 3-2 sigur gegn kasti í fyrsta setti, og slíkt hið sama gerðist í öðru setti. Dobey náði vopnum sínum í þriðja setti og vann það 3-1, fjórða settið vann hann einnig 3-1 og hann kláraði svo leikinn í fimmta setti með, jú, 3-1 sigri. Heimsmeistaramótið í pílukasti fer nú í stutt jólafrí, enda aðfangadagur á morgun. Keppni hefst á ný á mánudaginn, en þá hefjast 32-manna úrslitin.
Pílukast Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira