Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 12:36 Röðin í sýnatöku hefur verið gríðarlega löng í morgun. Aðsend/Tryggvi Rafn Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. Tryggvi Rafn Tómasson var staddur í sýnatökuröðinni í dag. Hann segist hafa beðið í rúman einn og hálfan klukkutíma og var óhress með ástandið: „Ég er með hreyfihömlun og viðgert ökklabrot og átt mjög erfitt með að standa í þessari röð. Ég vissi af þessum forgangi en þurfti frá að hverfa og var sagt að fara aftast í röðina.“ Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að þeir sem eru mikið veikir eða þurfa af einhverjum ástæðum að fara fram fyrir röðina fái það almennt. Það sé rík áhersla á það meðal starfsmanna að þeir sem eru mikið veikir eða fatlaðir eigi að fá að fara fram fyrir röðina. „Ég skil ekki alveg út af hverju hann hefur ekki mátt fara fram fyrir. Allir þeir sem eiga erfitt með að vera í röðinni, til dæmis vegna sjúkdóms eða fötlunar, eða ef við erum með lítil börn eða [einstaklingar] eru mjög veikir, þá fær fólk að fara fram fyrir,“ segir Ingibjörg. Gríðarmikil ásókn í sýnatöku í dag „Það eru bókaðir um fjögur þúsund manns í sýnatöku þannig að við erum búin að vera að bæta við fólki og opna og á öðrum stað, bara til þess að reyna að vinna á þessu. En þegar þetta eru svona ofboðslega margir á stuttum tíma þá verður mikil röð,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að upp úr hádegi í dag hafi verið búið að taka um 3.000 sýni til samanburðar voru alls tekin 4.600 sýni í gær. Þá var opið í átta klukkutíma. Starfsfólk sé að reyna sitt besta en rosaleg aðsókn hefur verið í hraðpróf í dag. Þá hefur mannekla sett strik í reikninginn en einhverjir starfsmenn hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun. Nú er verið að reyna að manna fleiri stöðugildi til að mæta álagi næstu daga. Opið verður frá 12-15 á morgun, nýársdag, en eingöngu verður opið í einkennasýnatöku og fyrir þá sem eru í sóttkví: „Við verðum bara að biðja fólk um að sýna þolinmæði, við erum að reyna okkar allra besta,“ segir Ingibjörg og biður fólk um að mæta á tilsettum tíma. Mjög margir mæti á slaginu átta, eða fyrr, og þá myndast fljótt röð. Mæti fólk á sínum tíma ætti röðin að dreifast betur yfir daginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Tryggvi Rafn Tómasson var staddur í sýnatökuröðinni í dag. Hann segist hafa beðið í rúman einn og hálfan klukkutíma og var óhress með ástandið: „Ég er með hreyfihömlun og viðgert ökklabrot og átt mjög erfitt með að standa í þessari röð. Ég vissi af þessum forgangi en þurfti frá að hverfa og var sagt að fara aftast í röðina.“ Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að þeir sem eru mikið veikir eða þurfa af einhverjum ástæðum að fara fram fyrir röðina fái það almennt. Það sé rík áhersla á það meðal starfsmanna að þeir sem eru mikið veikir eða fatlaðir eigi að fá að fara fram fyrir röðina. „Ég skil ekki alveg út af hverju hann hefur ekki mátt fara fram fyrir. Allir þeir sem eiga erfitt með að vera í röðinni, til dæmis vegna sjúkdóms eða fötlunar, eða ef við erum með lítil börn eða [einstaklingar] eru mjög veikir, þá fær fólk að fara fram fyrir,“ segir Ingibjörg. Gríðarmikil ásókn í sýnatöku í dag „Það eru bókaðir um fjögur þúsund manns í sýnatöku þannig að við erum búin að vera að bæta við fólki og opna og á öðrum stað, bara til þess að reyna að vinna á þessu. En þegar þetta eru svona ofboðslega margir á stuttum tíma þá verður mikil röð,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að upp úr hádegi í dag hafi verið búið að taka um 3.000 sýni til samanburðar voru alls tekin 4.600 sýni í gær. Þá var opið í átta klukkutíma. Starfsfólk sé að reyna sitt besta en rosaleg aðsókn hefur verið í hraðpróf í dag. Þá hefur mannekla sett strik í reikninginn en einhverjir starfsmenn hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun. Nú er verið að reyna að manna fleiri stöðugildi til að mæta álagi næstu daga. Opið verður frá 12-15 á morgun, nýársdag, en eingöngu verður opið í einkennasýnatöku og fyrir þá sem eru í sóttkví: „Við verðum bara að biðja fólk um að sýna þolinmæði, við erum að reyna okkar allra besta,“ segir Ingibjörg og biður fólk um að mæta á tilsettum tíma. Mjög margir mæti á slaginu átta, eða fyrr, og þá myndast fljótt röð. Mæti fólk á sínum tíma ætti röðin að dreifast betur yfir daginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði