„Við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2022 18:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ekki von á afléttingum sóttvarnaaðgerða á næstunni. Heilbrigðisráðherra segir viðbúið að það verði snúið að halda skólum opnum en afar mikilvægt. Sóttvarnalæknir biðlar til óbólusettra að endurskoða þá ákvörðun. Óbólusettir séu nú mest íþyngjandi. Skólastarf hófst í flestum grunnskólum í dag og þeir skólastjórar sem fréttastofa náði tali af sögðu að starfið hefði gengið vel. Í gær vantaði 431 starfsmann í leik-og grunnskólum eða frístunda-og félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Borgin segist ekki ætla að uppfæra tölur sínar aftur fyrr en á mánudag. Þá voru tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að halda skólum opnum. „Við leggjum upp með það og ég styð skólamálaráðherra og kennara í því verkefni en þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi. Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Þá segir hann verið að endurskoða reglur um vinnusóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólar yrðu ekki opnaðir fyrr en 10. janúar. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvort það verði mikil fjölgun á smituðum meðal grunnskólabarna en bólusetning meðal þeirra hefst í næstu viku. „Við vitum að delta- afbrigðið er enn í gangi smitar börn meira en fyrri afbrigði. Við vitum ekki alveg hvernig omíkron hagar sér. Heilsugæslan hefur lagt til að bólusetningar barna verði gerðar í skólum en það hefur ekki endanlega verið tekin ákvörðun um það,“ segir hann. Óbólusettir mest íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið Nú eru 28 á spítala þar af sjö með omíkron, átta eru á gjörgæslu og sjö af þeim eru óbólusettir. Þórólfur hvetur þau tíu prósent landsmanna sem eiga eftir að fara í bólusetningu að gera það. „Við getum bara bent á það hverjir eru að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi það er greinilega óbólusett fólk,“ segir hann. Alls greindust tæplega þrettán hundruð manns með kórónuveiruna innanlands í gær af þeim voru 62% utan sóttkvíar. Alls eru nú um fimmtán þúsund og fimm hundruð nú í einangrun eða sóttkví. Nýtt minnisblað í vikunni Sóttvarnalæknir skilar nýju minnisblaði fyrir 8. janúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. 4. janúar 2022 14:34 „Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Skólastarf hófst í flestum grunnskólum í dag og þeir skólastjórar sem fréttastofa náði tali af sögðu að starfið hefði gengið vel. Í gær vantaði 431 starfsmann í leik-og grunnskólum eða frístunda-og félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Borgin segist ekki ætla að uppfæra tölur sínar aftur fyrr en á mánudag. Þá voru tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að halda skólum opnum. „Við leggjum upp með það og ég styð skólamálaráðherra og kennara í því verkefni en þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi. Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Þá segir hann verið að endurskoða reglur um vinnusóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólar yrðu ekki opnaðir fyrr en 10. janúar. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvort það verði mikil fjölgun á smituðum meðal grunnskólabarna en bólusetning meðal þeirra hefst í næstu viku. „Við vitum að delta- afbrigðið er enn í gangi smitar börn meira en fyrri afbrigði. Við vitum ekki alveg hvernig omíkron hagar sér. Heilsugæslan hefur lagt til að bólusetningar barna verði gerðar í skólum en það hefur ekki endanlega verið tekin ákvörðun um það,“ segir hann. Óbólusettir mest íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið Nú eru 28 á spítala þar af sjö með omíkron, átta eru á gjörgæslu og sjö af þeim eru óbólusettir. Þórólfur hvetur þau tíu prósent landsmanna sem eiga eftir að fara í bólusetningu að gera það. „Við getum bara bent á það hverjir eru að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi það er greinilega óbólusett fólk,“ segir hann. Alls greindust tæplega þrettán hundruð manns með kórónuveiruna innanlands í gær af þeim voru 62% utan sóttkvíar. Alls eru nú um fimmtán þúsund og fimm hundruð nú í einangrun eða sóttkví. Nýtt minnisblað í vikunni Sóttvarnalæknir skilar nýju minnisblaði fyrir 8. janúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. 4. janúar 2022 14:34 „Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Send heim eftir tvo tíma á fyrsta skóladeginum Tíundu bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi voru sendir heim rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar grunur kom upp að einn bekkjarfélaganna hafi mætt smitaður af kórónuveirunni í skólann. 4. janúar 2022 14:34
„Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. 4. janúar 2022 11:33
Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14