Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 21:51 Djokovic er fastur á flugvellinum í Ástralíu. EPA-EFE/IAN LANGSDON Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. Djokovic sagði stoltur frá því nýverið að hann hefði fengið undanþágu til að taka þátt á Opna ástralska en forráðamenn mótsins höfðu sett þá reglu að allir keppendur þyrftu að vera bólusettir. Djokovic er óbólusettur en virtist hafa tryggt sér áðurnefnda undanþágu. Vefur breska ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að Djokovic sé lentur í Ástralíu en fái ekki að fara inn í landið þar sem vegabréfsáritun hans stenst ekki skoðun. Honum verður flogið úr landi á morgun, fimmtudag, en lögfræðingar hans leita nú leiða til að tryggja þess að hann fái inngöngu í landið og geti tekið þátt í mótinu. Samkvæmt frétt BBC hafði teymið hans Djokovic ekki beðið um vegabréfsáritun sem veitir undanþágu þar sem hann er óbólusettur. Áströlsk yfirvöld segja að Djokovic hafi ekki sýnt nægjanleg sönnungargögn til að fá inngöngu í landið. Forsætisráðherra Ástralíu hefur tjáð sig um málið. Hann segir að reglur séu reglur. Mr Djokovic s visa has been cancelled. Rules are rules, especially when it comes to our borders. No one is above these rules. Our strong border policies have been critical to Australia having one of the lowest death rates in the world from COVID, we are continuing to be vigilant.— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 5, 2022 Djokovic hefur unnið 20 risatitla á ferlinum, þar af Opna ástralska níu sinnum. Hann hefur unnið mótið undanfarin þrjú ár en gæti nú farið svo að hann fái ekki tækifæri til að verja titilinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sjá meira
Djokovic sagði stoltur frá því nýverið að hann hefði fengið undanþágu til að taka þátt á Opna ástralska en forráðamenn mótsins höfðu sett þá reglu að allir keppendur þyrftu að vera bólusettir. Djokovic er óbólusettur en virtist hafa tryggt sér áðurnefnda undanþágu. Vefur breska ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að Djokovic sé lentur í Ástralíu en fái ekki að fara inn í landið þar sem vegabréfsáritun hans stenst ekki skoðun. Honum verður flogið úr landi á morgun, fimmtudag, en lögfræðingar hans leita nú leiða til að tryggja þess að hann fái inngöngu í landið og geti tekið þátt í mótinu. Samkvæmt frétt BBC hafði teymið hans Djokovic ekki beðið um vegabréfsáritun sem veitir undanþágu þar sem hann er óbólusettur. Áströlsk yfirvöld segja að Djokovic hafi ekki sýnt nægjanleg sönnungargögn til að fá inngöngu í landið. Forsætisráðherra Ástralíu hefur tjáð sig um málið. Hann segir að reglur séu reglur. Mr Djokovic s visa has been cancelled. Rules are rules, especially when it comes to our borders. No one is above these rules. Our strong border policies have been critical to Australia having one of the lowest death rates in the world from COVID, we are continuing to be vigilant.— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 5, 2022 Djokovic hefur unnið 20 risatitla á ferlinum, þar af Opna ástralska níu sinnum. Hann hefur unnið mótið undanfarin þrjú ár en gæti nú farið svo að hann fái ekki tækifæri til að verja titilinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sjá meira