Áburðarframleiðsla er ekkert grín Þorsteinn Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 19:00 Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna. Þegar þrengir að framboði kemur einnig fram að hver verður sjálfum sér næstur. Þetta ástand kallar á að þjóðir verði sjálfum sér nægar um helstu nauðsynjar og treysti matvælaöryggi svo dæmi sé nefnt. Hugtakið matvælaöryggi var lengi nýtt í umræðu hér á landi sem köpuryrði og þeir sem héldu hugtakinu á lofti kallaðir afturhaldsseggir þjóðrembur og fleira gott Nú hefur matvælaöryggi og mikilvægi þess orðið flestum ljóst og er það vel. Ljóst er að hér á landi þarf að hefja stórsókn í matvælaframleiðslu bæði til innanlandsnota og útflutnings. Til þess að af þeirri stórsókn geti orðið þarf að verðleggja orku til matvælaframleiðslu með allt öðrum hætti en nú er gert. Fram hefur komið að rafmagnskostnaður framleiðenda sem flutt hafa út agúrkur og tómata til næstu nágrannalanda með góðum árangri nemur um þriðjungi af verðmæti framleiðsluvaranna. Enn er raunin sú að kílóvattstund til ylræktar er ódýrari í Hollandi en á Íslandi. Ylrækt á Íslandi á að búa við sömu kjör á rafmagni og önnur stóriðja. Verði það ekki raunin er hér með skorað á garðyrkjubændur að koma sér upp vindmyllum til orkuframleiðslu heima í héraði til að brjótast undan afarkostum orkuveitnanna. Allt er til þess vinnandi að framleiða meira magn og meira úrval en nú er gert. Einn af nauðsynlegum þáttum í stóraukinni matvælaframleiðslu er aukin áburðarnotkun. Ef hér á að efla garðyrkju og búfjárhald þarf annaðhvort að flytja inn aukið magn áburðar sem reyndar liggur ekki á lausu og hefur stórhækkað í verði eða framleiða áburð innanlands. Rétt er að benda á að með innlendri áburðarframleiðslu stórminnkar kolefnisspor íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Það er verðmætur ábati við markaðssetningu íslenskra afurða í framtíðinni. Í upphafi stjórnmálaferils greinarhöfundar lagði hann fram í tvígang þingsályktunartillögu um að ríkið kostaði athugun á hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Íslandi sem framleiddi áburð fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Á þeim tíma lagði ríkissjóður margt til nýsköpunar í atvinnulífi með t.a.m. sérstökum skattaívilnunum. Greinarhöfundi þótti rétt að ríkið kostaði hagkvæmnisathugunina þar sem sýnt var að hún væri kostnaðarsöm en einnig vegna þess að málið varðaði matvælaöryggi þjóðarinnar. Tillagan hlaut ekki brautargengi í þinginu en henni var tekið með kostum og kynjum í samfélaginu. Hláturmildir landar kepptust við að gera grín að þessari fávisku. Engu var líkara en að undirritaður hefði lagt fram frumvarp sem skyldaði alla til að ganga um í sauðskinnsskóm. Margt var þetta fólk sem virðist halda að kjöt og grænmeti verði til í búðinni sem það verslar við. Ljósi punkturinn í umræðunni varð sá að undirritaður komst í áramótaskaupið sem er í senn óskars- eða hindberjaverðlaun hvers stjórnmálamanns. Undirrituðum var þó fúlasta alvara með tillöguflutningnum og nú átta árum síðan er eins og blessuð skepnan skilji. Undirbúningshópur með þátttöku Landsvirkjunar hefur nú uppi áform um uppbyggingu áburðarverksmiðju á Reyðarfirði og er það vel og löngu tímabært. Með fyrirhugaðri uppbyggingu stígur Landsvirkjun reyndar lengra skref en undirritaður talaði fyrir á sínum tíma og mun byggja upp Áburðarverksmiðju ríkisins að nýju. Það er sama hvaðan gott kemur og fyrirhugað skref er nauðsynjaskref nú þegar áburðarverð rýkur uppúr öllu valdi og stærsti framleiðandi áburðar í heiminum hyggst hætta útflutningi. Átta ár eru reyndar farin í súginn en því þarf að vinna hratt og örugglega að uppbyggingu áburðarverksmiðju sem framleiði fyrir innan- og utanlandsmarkað. Að lokum er rétt að geta þess að sá hlær best sem síðast hlær. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Landbúnaður Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna. Þegar þrengir að framboði kemur einnig fram að hver verður sjálfum sér næstur. Þetta ástand kallar á að þjóðir verði sjálfum sér nægar um helstu nauðsynjar og treysti matvælaöryggi svo dæmi sé nefnt. Hugtakið matvælaöryggi var lengi nýtt í umræðu hér á landi sem köpuryrði og þeir sem héldu hugtakinu á lofti kallaðir afturhaldsseggir þjóðrembur og fleira gott Nú hefur matvælaöryggi og mikilvægi þess orðið flestum ljóst og er það vel. Ljóst er að hér á landi þarf að hefja stórsókn í matvælaframleiðslu bæði til innanlandsnota og útflutnings. Til þess að af þeirri stórsókn geti orðið þarf að verðleggja orku til matvælaframleiðslu með allt öðrum hætti en nú er gert. Fram hefur komið að rafmagnskostnaður framleiðenda sem flutt hafa út agúrkur og tómata til næstu nágrannalanda með góðum árangri nemur um þriðjungi af verðmæti framleiðsluvaranna. Enn er raunin sú að kílóvattstund til ylræktar er ódýrari í Hollandi en á Íslandi. Ylrækt á Íslandi á að búa við sömu kjör á rafmagni og önnur stóriðja. Verði það ekki raunin er hér með skorað á garðyrkjubændur að koma sér upp vindmyllum til orkuframleiðslu heima í héraði til að brjótast undan afarkostum orkuveitnanna. Allt er til þess vinnandi að framleiða meira magn og meira úrval en nú er gert. Einn af nauðsynlegum þáttum í stóraukinni matvælaframleiðslu er aukin áburðarnotkun. Ef hér á að efla garðyrkju og búfjárhald þarf annaðhvort að flytja inn aukið magn áburðar sem reyndar liggur ekki á lausu og hefur stórhækkað í verði eða framleiða áburð innanlands. Rétt er að benda á að með innlendri áburðarframleiðslu stórminnkar kolefnisspor íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Það er verðmætur ábati við markaðssetningu íslenskra afurða í framtíðinni. Í upphafi stjórnmálaferils greinarhöfundar lagði hann fram í tvígang þingsályktunartillögu um að ríkið kostaði athugun á hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Íslandi sem framleiddi áburð fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Á þeim tíma lagði ríkissjóður margt til nýsköpunar í atvinnulífi með t.a.m. sérstökum skattaívilnunum. Greinarhöfundi þótti rétt að ríkið kostaði hagkvæmnisathugunina þar sem sýnt var að hún væri kostnaðarsöm en einnig vegna þess að málið varðaði matvælaöryggi þjóðarinnar. Tillagan hlaut ekki brautargengi í þinginu en henni var tekið með kostum og kynjum í samfélaginu. Hláturmildir landar kepptust við að gera grín að þessari fávisku. Engu var líkara en að undirritaður hefði lagt fram frumvarp sem skyldaði alla til að ganga um í sauðskinnsskóm. Margt var þetta fólk sem virðist halda að kjöt og grænmeti verði til í búðinni sem það verslar við. Ljósi punkturinn í umræðunni varð sá að undirritaður komst í áramótaskaupið sem er í senn óskars- eða hindberjaverðlaun hvers stjórnmálamanns. Undirrituðum var þó fúlasta alvara með tillöguflutningnum og nú átta árum síðan er eins og blessuð skepnan skilji. Undirbúningshópur með þátttöku Landsvirkjunar hefur nú uppi áform um uppbyggingu áburðarverksmiðju á Reyðarfirði og er það vel og löngu tímabært. Með fyrirhugaðri uppbyggingu stígur Landsvirkjun reyndar lengra skref en undirritaður talaði fyrir á sínum tíma og mun byggja upp Áburðarverksmiðju ríkisins að nýju. Það er sama hvaðan gott kemur og fyrirhugað skref er nauðsynjaskref nú þegar áburðarverð rýkur uppúr öllu valdi og stærsti framleiðandi áburðar í heiminum hyggst hætta útflutningi. Átta ár eru reyndar farin í súginn en því þarf að vinna hratt og örugglega að uppbyggingu áburðarverksmiðju sem framleiði fyrir innan- og utanlandsmarkað. Að lokum er rétt að geta þess að sá hlær best sem síðast hlær. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun