Sláandi niðurstöður þrátt fyrir sultarsöng atvinnurekanda Halldóra Sigr. Sveinsdóttir skrifar 20. janúar 2022 14:31 Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Einstæðir foreldrar eru í mjög slæmri stöðu eða sex af hverju tíu eiga erfitt með að ná endum saman. Álag hefur aukist vegna covid og andleg heilsa fer versnandi. Niðurstöður sem þessar eru sláandi en staðfesta stöðuna eins og stéttarfélögin skynja hana. Launafólk á lægstu laununum hefur ekki ofan í sig né á. Því miður eru það ekki ný tíðindi. Í kjarasamningunum 2015 var farið fram með sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa sem skilaði góðum árangri og svo í framhaldi voru gerðir Lífskjarasamningar þar sem einnig var lögð áhersla á lægstu laun. Þrátt fyrir þetta er staðan sú eins og niðurstöður sýna þá er stór hópur sem nær ekki endum saman. Inn í þessum tölum er ekkert um stöðu aldraðra og öryrkja sem við vitum þó að oft á tíðum er mjög slæm. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni á Íslandi þegar kemur að upptakti fyrir kjarasamninga áróður Samtaka atvinnulífsins og annara samtaka sem stunda atvinnurekstur hvað launakostnaður á Íslandi er „svakalega hár“. Launakostnaður er að setja allt á hliðina að þeirra mati. Hvaða laun eru að setja allt á hliðina? Eru það laun þeirra sem ná ekki endum saman? Þegar samið er um kjarasamninga á almennum markaði eru það alltaf þeir sem lægstu launin hafa sem varða leiðina og áróðurinn beinist gegn þeim hópi sem eru á taxtalaunum og þau laun eru á engan hátt lífvænleg. Það er ekki hægt annað en að vísa því til föðurhúsanna að lægstu taxtalaun hafi hækkað allt of mikið. Þessi launakostnaður taxtalaunafólks á lægstu launum er ekki að sliga þjóðfélagið og er svona málflutningur ekki boðlegur. Hvernig ætla stjórnvöld að koma að málum í komandi kjarasamningum. Húsnæðismarkaðurinn er að sliga fólk, leiguverð á almennum markaði í hæstu hæðum. Hvað varð um kröfu verkalýðshreyfingarinnar um leigubremsu, hvað ætla stjórnvöld að gera í tilfærslukerfum til handa láglaunafólki. Þetta eru stóru spurningarnar inn í komandi kjarasaminga til þess að skapa jöfnuð á Íslandi. Þegar eru komnar hækkanir á vöru og þjónustu og jafnvel búið að boða fleiri hækkanir. Við búum í samfélagi þar sem er nóg til handa öllum ef rétt er haldið á málum. Hættum að kenna láglaunafólki um að launakostnaður sé að sliga allt því það er einfaldlega ekki rétt. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags og 3. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Einstæðir foreldrar eru í mjög slæmri stöðu eða sex af hverju tíu eiga erfitt með að ná endum saman. Álag hefur aukist vegna covid og andleg heilsa fer versnandi. Niðurstöður sem þessar eru sláandi en staðfesta stöðuna eins og stéttarfélögin skynja hana. Launafólk á lægstu laununum hefur ekki ofan í sig né á. Því miður eru það ekki ný tíðindi. Í kjarasamningunum 2015 var farið fram með sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa sem skilaði góðum árangri og svo í framhaldi voru gerðir Lífskjarasamningar þar sem einnig var lögð áhersla á lægstu laun. Þrátt fyrir þetta er staðan sú eins og niðurstöður sýna þá er stór hópur sem nær ekki endum saman. Inn í þessum tölum er ekkert um stöðu aldraðra og öryrkja sem við vitum þó að oft á tíðum er mjög slæm. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni á Íslandi þegar kemur að upptakti fyrir kjarasamninga áróður Samtaka atvinnulífsins og annara samtaka sem stunda atvinnurekstur hvað launakostnaður á Íslandi er „svakalega hár“. Launakostnaður er að setja allt á hliðina að þeirra mati. Hvaða laun eru að setja allt á hliðina? Eru það laun þeirra sem ná ekki endum saman? Þegar samið er um kjarasamninga á almennum markaði eru það alltaf þeir sem lægstu launin hafa sem varða leiðina og áróðurinn beinist gegn þeim hópi sem eru á taxtalaunum og þau laun eru á engan hátt lífvænleg. Það er ekki hægt annað en að vísa því til föðurhúsanna að lægstu taxtalaun hafi hækkað allt of mikið. Þessi launakostnaður taxtalaunafólks á lægstu launum er ekki að sliga þjóðfélagið og er svona málflutningur ekki boðlegur. Hvernig ætla stjórnvöld að koma að málum í komandi kjarasamningum. Húsnæðismarkaðurinn er að sliga fólk, leiguverð á almennum markaði í hæstu hæðum. Hvað varð um kröfu verkalýðshreyfingarinnar um leigubremsu, hvað ætla stjórnvöld að gera í tilfærslukerfum til handa láglaunafólki. Þetta eru stóru spurningarnar inn í komandi kjarasaminga til þess að skapa jöfnuð á Íslandi. Þegar eru komnar hækkanir á vöru og þjónustu og jafnvel búið að boða fleiri hækkanir. Við búum í samfélagi þar sem er nóg til handa öllum ef rétt er haldið á málum. Hættum að kenna láglaunafólki um að launakostnaður sé að sliga allt því það er einfaldlega ekki rétt. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags og 3. varaforseti ASÍ.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar