Íslendingar alltaf duglegir að fá sér húðflúr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2022 20:10 Karítas Gunnarsdótttir, 28 ára Selfyssingur, sem er flúrari á stofu út á Granda í Reykjavík. Hún rétt tók grímuna niður á meðan myndin var tekin, enda vel hugað að öllum sótvörnum á stofnunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekkert lát er á vinsældum þess að fólk fái sér húðflúr á líkamann og þá eru konur að koma mjög sterkt inn, sem húðflúrarar. Það má víða finna tattú stofur úti á landi og í höfuðborginni. Ein þeirra er úti á Granda í Reykjavík þar sem nokkrir húðflúrarar starfa. Karítas Gunnarsdóttir, 28 ára Selfyssingur er ein þeirra. Hún segist vera nýgræðingur í faginu enda ekki búin að húðflúra nema frá því í apríl á síðasta ári, en samt er brjálað að gera hjá henni. Teikningar hafa verið hennar aðalsmerki enda mjög fær á því sviði en svo heillaðist hún af vinnunni við að húðflúra. „Ég er náttúrulega enn þá að læra og alltaf að vonast til að gera betur. Fyrst og fremst finnst mér bara frábært að geta verið listamaður, að vera bara að teikna. Það er grunnurinn í þessu, það skiptir mestu máli, ég hef alltaf verið teiknandi,“ segir Karítas. Kartías hefur alltaf verið teiknandi og er enn að teikna á fullu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karítas segir frábært að geta unnið við áhugamálið sitt, fyrst að teikna mynd á blað og sjá svo um að koma myndinni á líkama fólks með húðflúri. Hún hefur sérstaklega gaman að dýra og mannlífsmyndum. En hvernig lýsir hún sínum stíl? „Teiknimyndalegur, krúttlegur og litríkur,“ segir hún hlægjandi. Uglutattú,sem Karítas gerði nýlega.Aðsend Karítas segir vinsældir húðflúra alltaf að vera að aukast og aukast og það séu jafnt karlar og konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins að fá sér tattú hér og þar um líkamann. Hvort það megi þakka það Covid eða einhverju öðru, segist hún ekki hafa hugmynd um. Þá fari þeim konum mjög fjölgandi, sem eru að flúra. „Karítas er rosalega góður listamaður, það fer ekki á milli mála. Ég er búin að þekkja hana í listaheiminum, bæði á Íslandi og erlendis núna í tvö til þrjú ár og þetta er þriðja tattúið, sem ég fæ hjá henni og hún stendur sig bara mjög vel,“ segir Dísa Thorsdóttir, ánægður viðskiptavinur Karítasar. En hvernig tilfinning er það að merkja fólk svona til eilífðar? „Það var alveg pínu stressandi hugsun til að byrja með en ég komst yfir það því fólk er alltaf svo ánægt þegar maður er búin,“ segir Karítas. En hvaðan koma þessir hæfileikar, er það Selfoss eða? „Já, auðvitað, er það ekki,“ segir hún og skellihlær. Á þessari síðu er hægt að sjá hvað Karítas er helst að gera Reykjavík Húðflúr Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Það má víða finna tattú stofur úti á landi og í höfuðborginni. Ein þeirra er úti á Granda í Reykjavík þar sem nokkrir húðflúrarar starfa. Karítas Gunnarsdóttir, 28 ára Selfyssingur er ein þeirra. Hún segist vera nýgræðingur í faginu enda ekki búin að húðflúra nema frá því í apríl á síðasta ári, en samt er brjálað að gera hjá henni. Teikningar hafa verið hennar aðalsmerki enda mjög fær á því sviði en svo heillaðist hún af vinnunni við að húðflúra. „Ég er náttúrulega enn þá að læra og alltaf að vonast til að gera betur. Fyrst og fremst finnst mér bara frábært að geta verið listamaður, að vera bara að teikna. Það er grunnurinn í þessu, það skiptir mestu máli, ég hef alltaf verið teiknandi,“ segir Karítas. Kartías hefur alltaf verið teiknandi og er enn að teikna á fullu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karítas segir frábært að geta unnið við áhugamálið sitt, fyrst að teikna mynd á blað og sjá svo um að koma myndinni á líkama fólks með húðflúri. Hún hefur sérstaklega gaman að dýra og mannlífsmyndum. En hvernig lýsir hún sínum stíl? „Teiknimyndalegur, krúttlegur og litríkur,“ segir hún hlægjandi. Uglutattú,sem Karítas gerði nýlega.Aðsend Karítas segir vinsældir húðflúra alltaf að vera að aukast og aukast og það séu jafnt karlar og konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins að fá sér tattú hér og þar um líkamann. Hvort það megi þakka það Covid eða einhverju öðru, segist hún ekki hafa hugmynd um. Þá fari þeim konum mjög fjölgandi, sem eru að flúra. „Karítas er rosalega góður listamaður, það fer ekki á milli mála. Ég er búin að þekkja hana í listaheiminum, bæði á Íslandi og erlendis núna í tvö til þrjú ár og þetta er þriðja tattúið, sem ég fæ hjá henni og hún stendur sig bara mjög vel,“ segir Dísa Thorsdóttir, ánægður viðskiptavinur Karítasar. En hvernig tilfinning er það að merkja fólk svona til eilífðar? „Það var alveg pínu stressandi hugsun til að byrja með en ég komst yfir það því fólk er alltaf svo ánægt þegar maður er búin,“ segir Karítas. En hvaðan koma þessir hæfileikar, er það Selfoss eða? „Já, auðvitað, er það ekki,“ segir hún og skellihlær. Á þessari síðu er hægt að sjá hvað Karítas er helst að gera
Reykjavík Húðflúr Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira