Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2022 22:10 Tillaga Björns Levís Gunnarssonar um að fjarlægja merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu hefur fengið mikinn hljómgrunn í kvöld. Vísir/EPA Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. Tíst Björns Levís í kvöld þar sem hann vakti athygli á þingsályktunartillögunni hefur vakið gríðarlega athygli. Líklega vegna þess að Íslendingar eru margir hverjir ansi pirraðir út í Dani sem köstuðu frá sér öruggum sigri gegn Frökkum í EM á handbolta í kvöld, sem varð til þess að Ísland komst ekki áfram í undanúrslit mótsins. #emruv pic.twitter.com/i7mO5JFC3f— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) January 26, 2022 Reikna má því með að tillagan njóti töluverðs hljómgrunns á meðal þjóðarinnar, í kvöld í það minnsta, á meðan mestur pirringurinn situr enn í landsmönnum. Ekki er um grín að ræða en í samtali við Vísi staðfestir Björn Leví að hann hafi þegar sent tillöguna inn á skrifstofu Alþingis og reiknar hann með að henni verði dreift á þingi á morgun. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað kórónu og merkis Kristjáns IX verði þess í stað sett viðeigandi merki íslenskrar þjóðar og þings. Þvert á það sem sumir gætu haldið er tillagan ekki lögð fram í pirringskasti yfir því að Dönum hafi láðst að gera Íslendingum greiða á EM, eða þeirri staðreynd að tveir Danir skipta með sér 1,3 milljörðum eftir Víkingalottó-útdrátt kvöldsins. Björn Leví skilaði tillögunni nefnilega inn í dag, löngu áður en þessir blautu sokkar skullu í andlitum Íslendinga. „Þetta er búið að sitja hjá mér í dálítinn tíma en það var einhvern vegin tilfinningin að þetta væri viðeigandi tími,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. „Maður fann ónotatilfinningu í dag og þá mundi ég eftir þessu og dreif mig í að skella þessu til skrifstofunnar,“ segir hann ennfremur. Sjálfur segist Björn Leví ekki hafa horft á leikinn. „Ég var búinn að lofa því að horfa ekki á leikinn því að alltaf þegar ég horfi þá tapa þeir.“ Ekki sá eini. „Þetta er meira hjá mér til þess að gera grín að hjátrúnni en það er ágætt að halda henni fyrir aðra stundum.“ Kóronan og merkin sem sést hér fyrir miðju Alþingishússins er það sem Björn Leví vill losna við.Vísir/Vilhelm Hann segir að honum finnist óþægilegt að hafa merki Kristjáns IX á þaki Alþingishússins. „Þetta hefur mallað í dágóðan tíma. Man nú ekki alveg tilefnið af hverju ég skáldaði þetta upp til að byrja með. Þetta er búið að vera óþægilegt í langan tíma,“ segir Björn Leví. „Merki Kristjáns IX hefði að sjálfsögðu átt að vera löngu búið að fjarlægja. Tillagan útskýrir sig að öðru leyti sjálf þar sem Alþingi Íslendinga starfar ekki í umboði danskrar krúnu,“ segir í rökstuðningi ályktunarinnar. Aðspurður um hvernig hann sjái fyrir sér að þingsályktunartillögunni muni reiða af segir Björn Leví að mögulega sé stuðnings að vænta úr óvæntri átt. „Án þess að nefna hver þá var ráðherra sem sagðist vilja vera meðflutningsmaður. Ég segi ekki hver,“ segir hann hlæjandi að lokum. Alþingi Píratar Kóngafólk Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Tíst Björns Levís í kvöld þar sem hann vakti athygli á þingsályktunartillögunni hefur vakið gríðarlega athygli. Líklega vegna þess að Íslendingar eru margir hverjir ansi pirraðir út í Dani sem köstuðu frá sér öruggum sigri gegn Frökkum í EM á handbolta í kvöld, sem varð til þess að Ísland komst ekki áfram í undanúrslit mótsins. #emruv pic.twitter.com/i7mO5JFC3f— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) January 26, 2022 Reikna má því með að tillagan njóti töluverðs hljómgrunns á meðal þjóðarinnar, í kvöld í það minnsta, á meðan mestur pirringurinn situr enn í landsmönnum. Ekki er um grín að ræða en í samtali við Vísi staðfestir Björn Leví að hann hafi þegar sent tillöguna inn á skrifstofu Alþingis og reiknar hann með að henni verði dreift á þingi á morgun. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað kórónu og merkis Kristjáns IX verði þess í stað sett viðeigandi merki íslenskrar þjóðar og þings. Þvert á það sem sumir gætu haldið er tillagan ekki lögð fram í pirringskasti yfir því að Dönum hafi láðst að gera Íslendingum greiða á EM, eða þeirri staðreynd að tveir Danir skipta með sér 1,3 milljörðum eftir Víkingalottó-útdrátt kvöldsins. Björn Leví skilaði tillögunni nefnilega inn í dag, löngu áður en þessir blautu sokkar skullu í andlitum Íslendinga. „Þetta er búið að sitja hjá mér í dálítinn tíma en það var einhvern vegin tilfinningin að þetta væri viðeigandi tími,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. „Maður fann ónotatilfinningu í dag og þá mundi ég eftir þessu og dreif mig í að skella þessu til skrifstofunnar,“ segir hann ennfremur. Sjálfur segist Björn Leví ekki hafa horft á leikinn. „Ég var búinn að lofa því að horfa ekki á leikinn því að alltaf þegar ég horfi þá tapa þeir.“ Ekki sá eini. „Þetta er meira hjá mér til þess að gera grín að hjátrúnni en það er ágætt að halda henni fyrir aðra stundum.“ Kóronan og merkin sem sést hér fyrir miðju Alþingishússins er það sem Björn Leví vill losna við.Vísir/Vilhelm Hann segir að honum finnist óþægilegt að hafa merki Kristjáns IX á þaki Alþingishússins. „Þetta hefur mallað í dágóðan tíma. Man nú ekki alveg tilefnið af hverju ég skáldaði þetta upp til að byrja með. Þetta er búið að vera óþægilegt í langan tíma,“ segir Björn Leví. „Merki Kristjáns IX hefði að sjálfsögðu átt að vera löngu búið að fjarlægja. Tillagan útskýrir sig að öðru leyti sjálf þar sem Alþingi Íslendinga starfar ekki í umboði danskrar krúnu,“ segir í rökstuðningi ályktunarinnar. Aðspurður um hvernig hann sjái fyrir sér að þingsályktunartillögunni muni reiða af segir Björn Leví að mögulega sé stuðnings að vænta úr óvæntri átt. „Án þess að nefna hver þá var ráðherra sem sagðist vilja vera meðflutningsmaður. Ég segi ekki hver,“ segir hann hlæjandi að lokum.
Alþingi Píratar Kóngafólk Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira