Er til land með betra nafn fyrir Vetrarólympíuleika? Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2022 15:22 Kristrún Guðnadóttir og Sturla Snær Snorrason voru fánaberar Íslands á setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Peking í dag. AP/David J. Phillip Það var létt yfir Íslendingunum og þeir tóku nokkur spor þegar þeir gengu inn á Þjóðarleikvanginn í Peking á setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í dag. Ísland á fimm keppendur á leikunum en það kom í hlut þeirra skíðagöngukonunnar Kristrúnar Guðnadóttur og alpagreinamannsins Sturlu Snæs Snorrasonar að bera íslenska fánann inn á hátíðina. Hér að neðan má sjá þegar íslenski hópurinn gekk inn á leikvanginn. Lýsendur Eurosport höfðu gaman af „drottningarlegu“ veifi eins af Íslendingunum og veltu því fyrir sér hvort að það gæti nokkuð verið til land með nafn sem passar betur við Vetrarólympíuleika en Ísland. Snorri Einarsson keppir fyrstur Íslendinganna í Peking, í 30 km skíðagöngu á sunnudaginn klukkan 7 um morgun að íslenskum tíma. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir svo í stórsvigi aðfaranótt 7. febrúar og Isak Stianson Pedersen og Kristrún í sprettgöngu að morgni 8. febrúar. Fyrsta grein Sturlu er stórsvig aðfaranótt 13. febrúar. Keppendur Íslands í Peking: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu Alls er 91 þjóð með keppendur á leikunum og er 2.871 keppandi skráður til keppni, þar af 1.581 karl og 1.290 konur. Þau keppa í 109 greinum í sjö ólíkum íþróttum, næstu sextán daga. Hér að neðan má sjá setningarathöfnina frá Peking í heild sinni. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Ísland á fimm keppendur á leikunum en það kom í hlut þeirra skíðagöngukonunnar Kristrúnar Guðnadóttur og alpagreinamannsins Sturlu Snæs Snorrasonar að bera íslenska fánann inn á hátíðina. Hér að neðan má sjá þegar íslenski hópurinn gekk inn á leikvanginn. Lýsendur Eurosport höfðu gaman af „drottningarlegu“ veifi eins af Íslendingunum og veltu því fyrir sér hvort að það gæti nokkuð verið til land með nafn sem passar betur við Vetrarólympíuleika en Ísland. Snorri Einarsson keppir fyrstur Íslendinganna í Peking, í 30 km skíðagöngu á sunnudaginn klukkan 7 um morgun að íslenskum tíma. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir svo í stórsvigi aðfaranótt 7. febrúar og Isak Stianson Pedersen og Kristrún í sprettgöngu að morgni 8. febrúar. Fyrsta grein Sturlu er stórsvig aðfaranótt 13. febrúar. Keppendur Íslands í Peking: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu Alls er 91 þjóð með keppendur á leikunum og er 2.871 keppandi skráður til keppni, þar af 1.581 karl og 1.290 konur. Þau keppa í 109 greinum í sjö ólíkum íþróttum, næstu sextán daga. Hér að neðan má sjá setningarathöfnina frá Peking í heild sinni.
Keppendur Íslands í Peking: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira