Forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. febrúar 2022 18:17 Oddur Árnason á vettvangi í gær. Vísir Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Flugvélin fannst úti á miðjum suðausturhluta Þingvallavatns í þónokkurri fjarlægð frá landi. Þetta gerir aðgerðir við að ná henni upp úr vatninu flóknar, sérstaklega vegna þess að flugvélin liggur á 48 metra dýpi. Það er erfið dýpt fyrir kafara að athafna sig í og þá er kuldi vatnsins einnig vandamál en hann er á bilinu 0 til 1 gráða. „Það getur lagt mjög hratt og þá ertu að kafa undir ís,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Fyrir tæknilega úrvinnslu þá eru áskoranir miklar í þessu. Og beinlínis hættulegar björgunarmönnum.“ Þurfa 48 tíma glugga Það eru Landhelgisgæslan og sérsveitin sem munu sjá um að reyna að ná vélinni upp úr vatninu. Til að hægt sé að ráðast í þær aðgerðir verður að skapast 48 tíma gluggi þar sem veður á svæðinu er sæmilegt. „Veðurspáin er ekki okkur í hag núna næstu daga og við munum nota þann kafla til að stilla upp og kalla til þau tæki og tól sem til þarf,“ segir Oddur. Ekki sé útlit fyrir að hægt verði að hífa vélina upp fyrr en seint í næstu viku. Þó sé til skoðunar hvort hægt verði að sækja hina látnu fyrst. „Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið og hvernig það verður útfært það verður bara að koma í ljós.“ Aðstandendur komnir til landsins Oddur segir að ekki sé ljóst í hvaða tilgangi hópurinn hafi verið að fljúga á svæðinu. Lögregla mun ekkert gefa út um einstaka þætti rannsóknarinnar fyrr en henni er lokið. Íslenskur flugmaður og þrír ferðamenn voru um borð í flugvélinni. Aðstandendur ferðamannanna komu margir til landsins í dag. Oddur segist engar vísbendingar hafa um orsök slyssins. „Nei, það er ekkert í hendi með það. Og í rauninni margþætt rannsókn þannig það væri bara beinlínis rangt að fara að vera með einhverjar getgátur núna.“ Ekki er vitað hvort svokallaður svartur kassi hafi verið um borð í flugvélinni sem gæti varpað ljósi á hvað olli slysinu. Lögreglumál Fréttir af flugi Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Flugvélin fannst úti á miðjum suðausturhluta Þingvallavatns í þónokkurri fjarlægð frá landi. Þetta gerir aðgerðir við að ná henni upp úr vatninu flóknar, sérstaklega vegna þess að flugvélin liggur á 48 metra dýpi. Það er erfið dýpt fyrir kafara að athafna sig í og þá er kuldi vatnsins einnig vandamál en hann er á bilinu 0 til 1 gráða. „Það getur lagt mjög hratt og þá ertu að kafa undir ís,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Fyrir tæknilega úrvinnslu þá eru áskoranir miklar í þessu. Og beinlínis hættulegar björgunarmönnum.“ Þurfa 48 tíma glugga Það eru Landhelgisgæslan og sérsveitin sem munu sjá um að reyna að ná vélinni upp úr vatninu. Til að hægt sé að ráðast í þær aðgerðir verður að skapast 48 tíma gluggi þar sem veður á svæðinu er sæmilegt. „Veðurspáin er ekki okkur í hag núna næstu daga og við munum nota þann kafla til að stilla upp og kalla til þau tæki og tól sem til þarf,“ segir Oddur. Ekki sé útlit fyrir að hægt verði að hífa vélina upp fyrr en seint í næstu viku. Þó sé til skoðunar hvort hægt verði að sækja hina látnu fyrst. „Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið og hvernig það verður útfært það verður bara að koma í ljós.“ Aðstandendur komnir til landsins Oddur segir að ekki sé ljóst í hvaða tilgangi hópurinn hafi verið að fljúga á svæðinu. Lögregla mun ekkert gefa út um einstaka þætti rannsóknarinnar fyrr en henni er lokið. Íslenskur flugmaður og þrír ferðamenn voru um borð í flugvélinni. Aðstandendur ferðamannanna komu margir til landsins í dag. Oddur segist engar vísbendingar hafa um orsök slyssins. „Nei, það er ekkert í hendi með það. Og í rauninni margþætt rannsókn þannig það væri bara beinlínis rangt að fara að vera með einhverjar getgátur núna.“ Ekki er vitað hvort svokallaður svartur kassi hafi verið um borð í flugvélinni sem gæti varpað ljósi á hvað olli slysinu.
Lögreglumál Fréttir af flugi Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58
Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45