Hugsaði til látinnar vinkonu sinnar eftir sögulegt Ólympíugull Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 14:01 Enginn íþróttamaður hefur unnið gullverðlaun á fleiri Vetrarólympíuleikum en Ireen Wüst. getty/Elsa Hollenska skautakonan Ireen Wüst skráði sig á spjöld sögunnar þegar hún varð hlutskörpust í 1.500 metra skautahlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Wüst hefur nú unnið til gullverðlauna á fimm Vetrarólympíuleikum. Enginn annar íþróttamaður hefur afrekað það. From Turin 2006 to Beijing 2022 Ireen Wust is the first athlete to win individual gold at Olympic Games #Beijing2022 | @Ireenw pic.twitter.com/Bb9fdIMidD— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022 Ekki nóg með að Wüst hafi unnið gullið í 1.500 metra skautahlaupinu heldur setti hún nýtt Ólympíumet, 1:53,28 mínútur. Miho Takagi frá Japan varð önnur og landa Wüst, Antoinette de Jong, þriðja. Eftir keppnina í dag minntist Wüst vinkonu sinnar, skautahlauparans Paulien van Deutekom, sem lést í janúar 2019 af völdum lungnakrabbameins. „Ég sakna hennar á hverjum degi, sérstaklega á stundum eins og þessari. Venjulega værum við að talast við í síma og gráta saman. Það er ekki hægt núna en kannski er hún að halda partí þarna uppi,“ sagði Wüst. Paulien van Deutekom og Ireen Wüst á HM 2008.getty/Matthias Kern Þetta eru sjöttu gullverðlaunin sem Wüst vinnur á Vetrarólympíuleikum. Auk þess hefur hún unnið fimm silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Wüst getur enn bætt verðlaunum í safnið en hún á eftir að keppa í þúsund metra skautahlaupi á leikunum í Peking. Hin 35 ára Wüst er sigursælasti Ólympíufari Hollands frá upphafi og sigursælasti skautahlaupari í sögu Vetrarólympíuleikanna. Hún ætlar að leggja skautana á hilluna í næsta mánuði. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Holland Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Wüst hefur nú unnið til gullverðlauna á fimm Vetrarólympíuleikum. Enginn annar íþróttamaður hefur afrekað það. From Turin 2006 to Beijing 2022 Ireen Wust is the first athlete to win individual gold at Olympic Games #Beijing2022 | @Ireenw pic.twitter.com/Bb9fdIMidD— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022 Ekki nóg með að Wüst hafi unnið gullið í 1.500 metra skautahlaupinu heldur setti hún nýtt Ólympíumet, 1:53,28 mínútur. Miho Takagi frá Japan varð önnur og landa Wüst, Antoinette de Jong, þriðja. Eftir keppnina í dag minntist Wüst vinkonu sinnar, skautahlauparans Paulien van Deutekom, sem lést í janúar 2019 af völdum lungnakrabbameins. „Ég sakna hennar á hverjum degi, sérstaklega á stundum eins og þessari. Venjulega værum við að talast við í síma og gráta saman. Það er ekki hægt núna en kannski er hún að halda partí þarna uppi,“ sagði Wüst. Paulien van Deutekom og Ireen Wüst á HM 2008.getty/Matthias Kern Þetta eru sjöttu gullverðlaunin sem Wüst vinnur á Vetrarólympíuleikum. Auk þess hefur hún unnið fimm silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Wüst getur enn bætt verðlaunum í safnið en hún á eftir að keppa í þúsund metra skautahlaupi á leikunum í Peking. Hin 35 ára Wüst er sigursælasti Ólympíufari Hollands frá upphafi og sigursælasti skautahlaupari í sögu Vetrarólympíuleikanna. Hún ætlar að leggja skautana á hilluna í næsta mánuði.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Holland Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira