Segir ásakanir um kynferðisbrot vera misskilning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. febrúar 2022 07:01 Hvarf Peng Shuai eftir að hún sakaði fyrrverandi forsætisráðherra Kína um naðugun vakti mikla athygli á heimsvísu. AP/Andy Wong Peng Shuai, kínverska tenniskonan sem gufaði upp af yfirborði jarðar í nokkrar vikur síðasta haust eftir að ásaka háttsettan mann innan kínversku ríkisstjórnarinnar um kynferðisbrot, segir málið vera byggt á misskilningi. Í nóvember á síðasta ári setti Peng Shuai inn færslu á samfélagsmiðilinn Weibo þar sem hún ásakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér. Færslunni var eytt stuttu síðar sem og nær öllum upplýsingum um Peng Shuai á veraldarvefnum. Segja má að Peng Shuai hafi í kjölfarið horfið af yfirborði jarðar. Loks nokkrum vikum eftir hvarf hennar ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í gegnum myndbandssímtal. Þar sagði Peng Shuai að sér liði vel og hún væri örugg á heimili sínu í Peking. Fullyrðing sem fjölmiðlar efuðust um að væri sönn og talið var að hún væri í stofufangelsi á eigin heimili. Nú hefur Peng Shuai skotið upp kollinum á nýjan leik en hún ræddi við fjölmiðla á mánudag vegna Vetrarólympíuleikanna sem nú fara fram í Kína. Þar segir hún að ásakanir hennar á hendur Zhang Gaoli hafi verið byggðar á misskilningi. Hún sagði slíkt hið sama í kínverskum fjölmiðlum í desember á síðasta ári. Einnig sagði tenniskonan að hún hefði aldrei gefið til kynna að brotið hefði verið á henni kynferðislega og að hún hefði sjálf eytt færslunni á Weibo. Shuai sagðist lifa eðlilegu lífi en gaf hins vegar í skyn að tennisferli hennar væri lokið. Verandi orðin 36 ára gömul og með slæm hné sem hafa þurft fleiri en eina aðgerð þá sjái hún ekki fyrir sér að snúa aftur á tennisvöllinn. Viðtal Shuai hefur vakið mikla athygli enda ekki um hefðbundið viðtal að ræða. Til að mega ræða við tenniskonuna fyrrverandi þurfa fjölmiðlar að senda spurningar sínar fyrir fram. Þá var meðlimur ólympíunefndar Kína á staðnum og sá hann um að þýða bæði spurningar og svör. Chinese tennis player Peng Shuai gave a controlled interview that touched on the sexual assault allegations she made against a former high-ranking member of China's ruling Communist Party.Her answers left many unanswered questions. https://t.co/FOApVUieB9— The Associated Press (@AP) February 7, 2022 Alþjóðatennissambandið hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ólympíuleikanna fyrir að taka ekki betur á máli Peng Shuai. Alþjóðatennissambandið hefur hætt við allt mótahald í Kína en það sama verður ekki sagt um Ólympíuhreyfinguna. Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Peking í Kína. Leikarnir hófust 4. febrúar og lýkur 20. febrúar. Tennis Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Kína Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Í nóvember á síðasta ári setti Peng Shuai inn færslu á samfélagsmiðilinn Weibo þar sem hún ásakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér. Færslunni var eytt stuttu síðar sem og nær öllum upplýsingum um Peng Shuai á veraldarvefnum. Segja má að Peng Shuai hafi í kjölfarið horfið af yfirborði jarðar. Loks nokkrum vikum eftir hvarf hennar ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í gegnum myndbandssímtal. Þar sagði Peng Shuai að sér liði vel og hún væri örugg á heimili sínu í Peking. Fullyrðing sem fjölmiðlar efuðust um að væri sönn og talið var að hún væri í stofufangelsi á eigin heimili. Nú hefur Peng Shuai skotið upp kollinum á nýjan leik en hún ræddi við fjölmiðla á mánudag vegna Vetrarólympíuleikanna sem nú fara fram í Kína. Þar segir hún að ásakanir hennar á hendur Zhang Gaoli hafi verið byggðar á misskilningi. Hún sagði slíkt hið sama í kínverskum fjölmiðlum í desember á síðasta ári. Einnig sagði tenniskonan að hún hefði aldrei gefið til kynna að brotið hefði verið á henni kynferðislega og að hún hefði sjálf eytt færslunni á Weibo. Shuai sagðist lifa eðlilegu lífi en gaf hins vegar í skyn að tennisferli hennar væri lokið. Verandi orðin 36 ára gömul og með slæm hné sem hafa þurft fleiri en eina aðgerð þá sjái hún ekki fyrir sér að snúa aftur á tennisvöllinn. Viðtal Shuai hefur vakið mikla athygli enda ekki um hefðbundið viðtal að ræða. Til að mega ræða við tenniskonuna fyrrverandi þurfa fjölmiðlar að senda spurningar sínar fyrir fram. Þá var meðlimur ólympíunefndar Kína á staðnum og sá hann um að þýða bæði spurningar og svör. Chinese tennis player Peng Shuai gave a controlled interview that touched on the sexual assault allegations she made against a former high-ranking member of China's ruling Communist Party.Her answers left many unanswered questions. https://t.co/FOApVUieB9— The Associated Press (@AP) February 7, 2022 Alþjóðatennissambandið hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ólympíuleikanna fyrir að taka ekki betur á máli Peng Shuai. Alþjóðatennissambandið hefur hætt við allt mótahald í Kína en það sama verður ekki sagt um Ólympíuhreyfinguna. Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Peking í Kína. Leikarnir hófust 4. febrúar og lýkur 20. febrúar.
Tennis Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Kína Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira