Staðfesta að Valieva féll á lyfjaprófi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2022 08:01 Kamila Valieva féll á lyfjaprófi sem var tekið um jólin. getty/Jean Catuffe Búið er að staðfesta að rússneska skautakonan Kamila Valieva féll á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum. Rússneski miðilinn RBC greindi frá því að hin fimmtán ára Valieva hefði fallið á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana. Alþjóða lyfjaprófunareftirlitið (ITA) hefur nú staðfest þessar fréttir. Þrátt fyrir að Valieva hefði fallið á lyfjaprófinu leyfði lyfjaeftirlit Rússa (Rusada) henni að keppa á Vetrarólympíuleikunum. Alþjóða ólympíunefndin hefur áfrýjað þeirri ákvörðun. Í sýni Valievu, sem var tekið á rússneska meistaramótinu um jólin, greindist hjartalyfið trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Niðurstöður úr lyfjaprófinu bárust 8. febrúar, degi eftir að Rússar unnu gullið í liðakeppninni en degi fyrir verðlaunaafhendinguna sem hefur ekki enn farið fram. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti og fá gullið ef það verður tekið af Rússum. Valieva var fyrst sett í bann en Rusada aflétti því í fyrradag. Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) tekur mál Valievu nú fyrir og verðlaunin fyrir liðakeppnina verða ekki veitt fyrr en niðurstaða fæst í málið. Ljóst er að CAS þarf að vinna hratt því Valieva á að keppa í einstaklingskeppni á þriðjudaginn. Þar þykir hún mjög sigurstrangleg. Valieva og aðrir rússneskir keppendur keppa undir merki rússnesku ólympíunefndarinnar (ROC). Alþjóða lyfjaeftirlitið (Wada) dæmdi Rússa í bann fyrir stórfellt lyfjamisferli þar í landi. Frá 17. desember 2020 til 17. desember 2022 má enginn íþróttamaður keppa undir merkjum Rússlands. Bannið var upphaflega fjögur ár en CAS stytti það í tvö ár. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira
Rússneski miðilinn RBC greindi frá því að hin fimmtán ára Valieva hefði fallið á lyfjaprófi fyrir Vetrarólympíuleikana. Alþjóða lyfjaprófunareftirlitið (ITA) hefur nú staðfest þessar fréttir. Þrátt fyrir að Valieva hefði fallið á lyfjaprófinu leyfði lyfjaeftirlit Rússa (Rusada) henni að keppa á Vetrarólympíuleikunum. Alþjóða ólympíunefndin hefur áfrýjað þeirri ákvörðun. Í sýni Valievu, sem var tekið á rússneska meistaramótinu um jólin, greindist hjartalyfið trimetazidine. Það er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins því það getur aukið blóðflæði og úthald. Niðurstöður úr lyfjaprófinu bárust 8. febrúar, degi eftir að Rússar unnu gullið í liðakeppninni en degi fyrir verðlaunaafhendinguna sem hefur ekki enn farið fram. Bandaríkjamenn enduðu í 2. sæti og fá gullið ef það verður tekið af Rússum. Valieva var fyrst sett í bann en Rusada aflétti því í fyrradag. Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) tekur mál Valievu nú fyrir og verðlaunin fyrir liðakeppnina verða ekki veitt fyrr en niðurstaða fæst í málið. Ljóst er að CAS þarf að vinna hratt því Valieva á að keppa í einstaklingskeppni á þriðjudaginn. Þar þykir hún mjög sigurstrangleg. Valieva og aðrir rússneskir keppendur keppa undir merki rússnesku ólympíunefndarinnar (ROC). Alþjóða lyfjaeftirlitið (Wada) dæmdi Rússa í bann fyrir stórfellt lyfjamisferli þar í landi. Frá 17. desember 2020 til 17. desember 2022 má enginn íþróttamaður keppa undir merkjum Rússlands. Bannið var upphaflega fjögur ár en CAS stytti það í tvö ár.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira