Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 14:21 Utanríkisráðherrarnir tveir, Lavrov (t.v.) og Blinken. Russian Foreign Ministry / Handout/Anadolu Agency via Gett Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. Frá þessu segir Tass, sem er fréttaveita í eigu rússneska ríkisins. Þar segir að ástæða ákvörðunarinnar sé „möguleg ögrun stjórnvalda í Kíev eða annarra ríkja,“ og er það haft eftir Maríu Zakharova, talskonu utanríkisráðuneytis Rússa. Rússneski herinn er með fjölda hermanna við landamæri Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld segja það af og frá en Bandaríkjastjórn tekur þeim yfirlýsingum með fyrirvara. Þannig hafa bandarísk stjórnvöld byrjað að flytja flest sendiráðsstarfsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Samningsvilji sé enn fyrir hendi Financial Times hefur eftir Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands standi nú yfir. Kvaðst hann hafa sagt kollega sínum frá Rússlandi, Sergei Lavrov, að samningsvilji væri fyrir hendi. Ef Rússar vildu hins vegar leysa farsællega úr deilum ríkjanna, þyrftu stjórnvöld að „draga úr viðbragði sínu og taka þátt í viðræðum í góðri trú.“ Þá sagði Blinken að innrás Rússa í Úkraínu myndi leiða til „einbeittra, umfangsmikilla viðbragða af hálfu aðila beggja megin Atlantshafsins,“ og vísaði þar væntanlega til þess að Rússar mættu eiga von á því að Atlantshafsbandalagið myndi bregðast við innrás af fullum þunga, þrátt fyrir að Úkraína sé ekki aðili að bandalaginu. Rússneska utanríkisráðuneytið hefur hins vegar gefið út að Lavrov hafi tjáð Blinken að „áróðursherferð vesturlanda um árásargirni Rússa“ væri ætlað að hvetja Úkraínu til þess að ganga á bak Minsk-samkomulagsins frá 2015. Samkomulaginu var ætlað að binda endi á átök Úkraínu við aðskilnaðarsinna á Donbas-svæðinu í Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússland Úkraína Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Frá þessu segir Tass, sem er fréttaveita í eigu rússneska ríkisins. Þar segir að ástæða ákvörðunarinnar sé „möguleg ögrun stjórnvalda í Kíev eða annarra ríkja,“ og er það haft eftir Maríu Zakharova, talskonu utanríkisráðuneytis Rússa. Rússneski herinn er með fjölda hermanna við landamæri Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld segja það af og frá en Bandaríkjastjórn tekur þeim yfirlýsingum með fyrirvara. Þannig hafa bandarísk stjórnvöld byrjað að flytja flest sendiráðsstarfsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Samningsvilji sé enn fyrir hendi Financial Times hefur eftir Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands standi nú yfir. Kvaðst hann hafa sagt kollega sínum frá Rússlandi, Sergei Lavrov, að samningsvilji væri fyrir hendi. Ef Rússar vildu hins vegar leysa farsællega úr deilum ríkjanna, þyrftu stjórnvöld að „draga úr viðbragði sínu og taka þátt í viðræðum í góðri trú.“ Þá sagði Blinken að innrás Rússa í Úkraínu myndi leiða til „einbeittra, umfangsmikilla viðbragða af hálfu aðila beggja megin Atlantshafsins,“ og vísaði þar væntanlega til þess að Rússar mættu eiga von á því að Atlantshafsbandalagið myndi bregðast við innrás af fullum þunga, þrátt fyrir að Úkraína sé ekki aðili að bandalaginu. Rússneska utanríkisráðuneytið hefur hins vegar gefið út að Lavrov hafi tjáð Blinken að „áróðursherferð vesturlanda um árásargirni Rússa“ væri ætlað að hvetja Úkraínu til þess að ganga á bak Minsk-samkomulagsins frá 2015. Samkomulaginu var ætlað að binda endi á átök Úkraínu við aðskilnaðarsinna á Donbas-svæðinu í Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Rússland Úkraína Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44