Margfaldir verðlaunahundar en eru þó taldir heimskustu hundar í heimi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2022 20:03 Hálfsysturnar Stefanía Stella Baldursdóttir (t.v.) og Anna Dís Arnarsdóttir, sem hafa náð góðum árangri í ræktun sinna enda eru hundarnir þeim allt. Anna Dís heldur á Glowie. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann heitir Tinni og er alþjóðlegur meistari, Norðurlandameistari, íslenskur meistari og íslenskur ungliðameistari og hún heitir Nóra og er ungliðameistari í Bozniu&Herzegovinu, Króatíu, Slóveníu, Macedoniu og Rúmeníu. Hér erum við að tala um tvo hunda þar sem eigendur þeirra hafa ekki undan við að taka á móti viðurkenningum og verðlaunum fyrir þá. Það er gaman að koma inn á heimili hjá hálfsystrunum Stefaníu Stellu og Önnu Dís í Grafarvogi því þær eru að rækta mjög sérstaka hunda, sem eru stórir og með mikinn feld. Þá eru þær líka með tík, sem heitir Gloví, sem er með eitt íslenskt meistarastig og ungliðameistarastig. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow. Tíkin er innflutt frá Rússlandi en rakkinn er fæddur á Íslandi. Um 30 hundar af þessari tegund eru til víðs vegar um landið. „Þetta eru hundar ættaðir frá Afganistan og þeir eru mjög loðnir og stórir. Þeir eru í tegundahóp 10, sem eru mjóhundar, þannig að þeir hlaupa mjög hratt,“ segir Anna Dís og Stefanía Stella bætir strax við. Stefanía Stella með Tinna á hundasýningu.Einkasafn „Þeir eru taldir vera heimskustu hundar í heimi en þeir eru það ekki. Þeir eru með rökhugsun, sem er mjög sjaldgæft í hundum en þeir gera ekki bara alltaf allt fyrir manninn. Þetta er eins og ef þú myndir segja border collie hundi að hoppa fram af klett þá myndi hann gera það, en ef þú myndir segja Afgan hundi gera það þá myndi hann bara segja „hoppaðu sjálfur“.“ Frábær mynd, sem Anna Dís tók nýlega af Glowie og Nóru í göngutúr.Einkasafn Systurnar segja hundana mjög fyndnar týpur, þeir læðist t.d. um á nóttunni til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi innan dyra. Hundarnir eru báðir baðaðir og blásnir einu sinni í viku til að viðhalda þeim flækjufríum. Systurnar ætla að para hundana saman og fá undan þeim hvolpa. Tinni og Nóra, sem hafa unnið til fjölda, fjölda verðlauna.Aðsend „Það þarf svona ákveðið fólk til að taka við svona hundum. Þeir eru ekki mjög góðir, sem fyrsti hundur til að eiga en það er mjög mikil eftirspurn eftir þeim erlendis,“ segir Stefanía Stella. Hillur og skápar á heimilinu eru fullir af verðlaunagripum, sem systurnar hafa fengið fyrir hundana og ræktunina sína. Falldurinn er einstaklega fallegur á hundunum. Hér er Nóra, sem hefur m.a. leikið í auglýsingum með góðum árangri.Einkasafn „Það er rosalega gaman þegar gengur svona vel. Stefanía Stella sér um að sýna hundana, ég sé hins vegar um að gera þá tilbúna fyrir hringinn, þannig að þetta er algjör samvinna“, segir Anna Dís. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow Hundarnir eru baðaðir og blásnir einu sinni í viku. Þeir eru sponsaðir af K9 competition vörunumEinkasafn Reykjavík Hundar Dýr Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Það er gaman að koma inn á heimili hjá hálfsystrunum Stefaníu Stellu og Önnu Dís í Grafarvogi því þær eru að rækta mjög sérstaka hunda, sem eru stórir og með mikinn feld. Þá eru þær líka með tík, sem heitir Gloví, sem er með eitt íslenskt meistarastig og ungliðameistarastig. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow. Tíkin er innflutt frá Rússlandi en rakkinn er fæddur á Íslandi. Um 30 hundar af þessari tegund eru til víðs vegar um landið. „Þetta eru hundar ættaðir frá Afganistan og þeir eru mjög loðnir og stórir. Þeir eru í tegundahóp 10, sem eru mjóhundar, þannig að þeir hlaupa mjög hratt,“ segir Anna Dís og Stefanía Stella bætir strax við. Stefanía Stella með Tinna á hundasýningu.Einkasafn „Þeir eru taldir vera heimskustu hundar í heimi en þeir eru það ekki. Þeir eru með rökhugsun, sem er mjög sjaldgæft í hundum en þeir gera ekki bara alltaf allt fyrir manninn. Þetta er eins og ef þú myndir segja border collie hundi að hoppa fram af klett þá myndi hann gera það, en ef þú myndir segja Afgan hundi gera það þá myndi hann bara segja „hoppaðu sjálfur“.“ Frábær mynd, sem Anna Dís tók nýlega af Glowie og Nóru í göngutúr.Einkasafn Systurnar segja hundana mjög fyndnar týpur, þeir læðist t.d. um á nóttunni til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi innan dyra. Hundarnir eru báðir baðaðir og blásnir einu sinni í viku til að viðhalda þeim flækjufríum. Systurnar ætla að para hundana saman og fá undan þeim hvolpa. Tinni og Nóra, sem hafa unnið til fjölda, fjölda verðlauna.Aðsend „Það þarf svona ákveðið fólk til að taka við svona hundum. Þeir eru ekki mjög góðir, sem fyrsti hundur til að eiga en það er mjög mikil eftirspurn eftir þeim erlendis,“ segir Stefanía Stella. Hillur og skápar á heimilinu eru fullir af verðlaunagripum, sem systurnar hafa fengið fyrir hundana og ræktunina sína. Falldurinn er einstaklega fallegur á hundunum. Hér er Nóra, sem hefur m.a. leikið í auglýsingum með góðum árangri.Einkasafn „Það er rosalega gaman þegar gengur svona vel. Stefanía Stella sér um að sýna hundana, ég sé hins vegar um að gera þá tilbúna fyrir hringinn, þannig að þetta er algjör samvinna“, segir Anna Dís. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow Hundarnir eru baðaðir og blásnir einu sinni í viku. Þeir eru sponsaðir af K9 competition vörunumEinkasafn
Reykjavík Hundar Dýr Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira