Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2022 18:43 Sigurður Kristján Grímlaugsson segir atvikið hafa verið gríðarlega óþægilegt. Vísir/Vilhelm/Aðsend Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. Sigurður Kristján segir í samtali við fréttastofu að sér og fjölskyldu sinni hafi verið mjög brugðið. Hann var heima ásamt konu sinni og strákum, einn þriggja ára og annar átján mánaða. Þau voru öll steinsofandi en Auður, eiginkona Sigurðar, vaknaði við símhringingu frá lögreglunni. Fréttablaðið greindi fyrst frá. „Þeir hringja hálf sex um morguninn í Auði konuna mína og biðja um að láta hleypa sér inn. Hún hélt fyrst að þeir væru að tala um að láta hleypa sér inn í blokkina og þeir ætluðu að handtaka einhvern annan. En þá segir hann nei, þú átt að opna hurðina hjá þér,“ segir Sigurður. Auði hafi brugðið við símtalið enda vissi hún ekkert um hvað málið snerist. Hún hafi haft haft áhyggjur af því að strákarnir litlu væru sofandi og lögregla þá sagt að það væri einmitt ástæða símtalsins; til þess að vekja ekki strákana. Sigurður telur ljóst að lögregla hefði sparkað upp hurðinni ef ekki hefði verið fyrir börnin á heimilinu. Vopnaðir vélbyssum Auður hafi í kjölfarið ætlað að opna fyrir lögreglunni en hvergi séð sérsveitarmennina. „Þá stóðu þeir bak við hornið á veggnum og voru að fela sig. Þeir gefa henni merki um að koma og hún kemur að þeim. Þá standa þeir bara fjórir með byssur, mp5 vélbyssur, allir grímuklæddir og voru mjög ógnandi í hennar garð. Og voru að spyrja hvar [meinti byssumaðurinn] væri,“ segir Sigurður og bætir við að Auður hafi ekkert kannast við nafnið. Því næst héldu sérsveitarmennirnir inn í íbúð þeirra: „Hann kallar eitthvað í talstöðina og þá er [Auður] látin sitja á einhverjum stól á miðju gólfinu og hún skildi ekki neitt, segir Sigurður og bætir við að Auði hafi ítrekað verið skipað að halda kyrru fyrir. Sérsveitarmennirnir fóru því næst inn í svefnherbergi Sigurðar hvar hann vaknaði við þá þungvopnaða. „Það er einn sem stendur með svona strobe vasaljós og annar í miðjunni með stóran skjöld og sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu. Ég náttúrulega skildi ekkert og var hissa - eðlilega,“ segir Sigurður og bætir við að sérsveitarmennirnir hafi ítrekað spurt út í meinta byssumanninn. Samræðurnar hafi farið fram og til baka en hann hafi á endanum orðið pirraður: „Svo ætla ég bara að standa upp og er kominn með nóg og þá er ég sleginn með skildinum í bringuna þannig að ég dett aftur í rúmið.“ „Allt í einu var þetta orðin einhver yfirheyrsla“ Sigurður og sá grunaði í málinu eru vinir á Facebook en þekkjast ekkert í raunheimum. Hann hafi sýnt sérsveitarmönnunum að engin samskipti hafi farið fram þeirra á milli á samskiptaforriti Facebook, Messenger, og símaskráin hafi þar að auki verið galtóm. „Þá fá þeir eiginlega svolítið staðfest að ég þekki hann ekki. En allt í einu var þetta orðin einhver yfirheyrsla. Þeir voru einhvern veginn alveg vissir um að ég hefði eitthvað að gera með þetta,“ bætir hann við. Sigurður segir að sérsveitarmennirnir hafi haldið því fram að meintur byssumaður væri með skráða búsetu í íbúð þeirra. Þegar hann grennslaðist fyrir daginn eftir kannaðist Þjóðskrá ekki við málið og í ljós hafi komið að engin gögn væru til um búsetu meinta byssumannsins í íbúðinni. Hvort hann hafi einhvern tíma fengið að „gista hjá fyrri leigjanda“ veit Sigurður ekki en hann hafi aldrei verið með skráða búsetu í umræddri íbúð. Sérsveitarmennirnir létu loks undan og Sigurður segir að þeir hafi orðið hálfvandræðalegir þegar í ljós kom að engin tengsl væru milli Sigurðar og mannsins sem að var leitað. Þeir hafi farið burt en aldrei beðist afsökunar. Verið dónalegir ef eitthvað er. Hyggst leita réttar síns „Þá koma tvær almennar lögreglur á eftir þeim, þeir láta okkur vita að það komi tvær almennar lögreglur og tali við okkur. Og þær eru meira næs, ég túlkaði þetta svolítið eins og þau skildu okkur bara. Ég var náttúrulega alveg brjálaður.“ Sigurður er búinn að ræða málið við lögfræðing og hyggst leita réttar síns. Hann er fegnastur því að eldri strákurinn, þriggja ára, hafi ekki vaknað enda geti haft varanlegar afleiðingar fyrir hann að sjá vopnaða lögreglumenn miða byssu á pabba sinn um miðja nótt. „Þetta hefur tekið meira á konuna mína en mig. Hún hefur aldrei séð byssu áður, ég er alinn upp í svolítilli veiðifjölskyldu og ég hef alveg séð byssur og svona. En hún hefur aldrei séð byssu með berum augum og allt í einu standa einhverjir fjórir grímuklæddir karlar með byssu þarna. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlegt áfall fyrir hana, þótt sé þetta auðvitað áfall fyrir mig. Þetta er óþægileg lífsreynsla,“ segir Sigurður Kristján Grímlaugsson. Skotárás í Grafarholti Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16 Meintur skotmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið karl og konu með skammbyssu í Grafarholti í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hinn maðurinn sem talinn er tengjast árásinni verður að líkindum leiddur fyrir dómara síðar í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. 11. febrúar 2022 10:32 Vakinn við það að sérsveitin bankaði upp á: „Þeir báðust síðan bara afsökunar og fóru“ Halldór Ingi Sævarsson var vakinn með áhugaverðum hætti í morgun þegar sérsveitin bankaði óvænt upp á en þeir höfðu þá farið íbúðarvillt. 13. febrúar 2022 17:58 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sigurður Kristján segir í samtali við fréttastofu að sér og fjölskyldu sinni hafi verið mjög brugðið. Hann var heima ásamt konu sinni og strákum, einn þriggja ára og annar átján mánaða. Þau voru öll steinsofandi en Auður, eiginkona Sigurðar, vaknaði við símhringingu frá lögreglunni. Fréttablaðið greindi fyrst frá. „Þeir hringja hálf sex um morguninn í Auði konuna mína og biðja um að láta hleypa sér inn. Hún hélt fyrst að þeir væru að tala um að láta hleypa sér inn í blokkina og þeir ætluðu að handtaka einhvern annan. En þá segir hann nei, þú átt að opna hurðina hjá þér,“ segir Sigurður. Auði hafi brugðið við símtalið enda vissi hún ekkert um hvað málið snerist. Hún hafi haft haft áhyggjur af því að strákarnir litlu væru sofandi og lögregla þá sagt að það væri einmitt ástæða símtalsins; til þess að vekja ekki strákana. Sigurður telur ljóst að lögregla hefði sparkað upp hurðinni ef ekki hefði verið fyrir börnin á heimilinu. Vopnaðir vélbyssum Auður hafi í kjölfarið ætlað að opna fyrir lögreglunni en hvergi séð sérsveitarmennina. „Þá stóðu þeir bak við hornið á veggnum og voru að fela sig. Þeir gefa henni merki um að koma og hún kemur að þeim. Þá standa þeir bara fjórir með byssur, mp5 vélbyssur, allir grímuklæddir og voru mjög ógnandi í hennar garð. Og voru að spyrja hvar [meinti byssumaðurinn] væri,“ segir Sigurður og bætir við að Auður hafi ekkert kannast við nafnið. Því næst héldu sérsveitarmennirnir inn í íbúð þeirra: „Hann kallar eitthvað í talstöðina og þá er [Auður] látin sitja á einhverjum stól á miðju gólfinu og hún skildi ekki neitt, segir Sigurður og bætir við að Auði hafi ítrekað verið skipað að halda kyrru fyrir. Sérsveitarmennirnir fóru því næst inn í svefnherbergi Sigurðar hvar hann vaknaði við þá þungvopnaða. „Það er einn sem stendur með svona strobe vasaljós og annar í miðjunni með stóran skjöld og sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu. Ég náttúrulega skildi ekkert og var hissa - eðlilega,“ segir Sigurður og bætir við að sérsveitarmennirnir hafi ítrekað spurt út í meinta byssumanninn. Samræðurnar hafi farið fram og til baka en hann hafi á endanum orðið pirraður: „Svo ætla ég bara að standa upp og er kominn með nóg og þá er ég sleginn með skildinum í bringuna þannig að ég dett aftur í rúmið.“ „Allt í einu var þetta orðin einhver yfirheyrsla“ Sigurður og sá grunaði í málinu eru vinir á Facebook en þekkjast ekkert í raunheimum. Hann hafi sýnt sérsveitarmönnunum að engin samskipti hafi farið fram þeirra á milli á samskiptaforriti Facebook, Messenger, og símaskráin hafi þar að auki verið galtóm. „Þá fá þeir eiginlega svolítið staðfest að ég þekki hann ekki. En allt í einu var þetta orðin einhver yfirheyrsla. Þeir voru einhvern veginn alveg vissir um að ég hefði eitthvað að gera með þetta,“ bætir hann við. Sigurður segir að sérsveitarmennirnir hafi haldið því fram að meintur byssumaður væri með skráða búsetu í íbúð þeirra. Þegar hann grennslaðist fyrir daginn eftir kannaðist Þjóðskrá ekki við málið og í ljós hafi komið að engin gögn væru til um búsetu meinta byssumannsins í íbúðinni. Hvort hann hafi einhvern tíma fengið að „gista hjá fyrri leigjanda“ veit Sigurður ekki en hann hafi aldrei verið með skráða búsetu í umræddri íbúð. Sérsveitarmennirnir létu loks undan og Sigurður segir að þeir hafi orðið hálfvandræðalegir þegar í ljós kom að engin tengsl væru milli Sigurðar og mannsins sem að var leitað. Þeir hafi farið burt en aldrei beðist afsökunar. Verið dónalegir ef eitthvað er. Hyggst leita réttar síns „Þá koma tvær almennar lögreglur á eftir þeim, þeir láta okkur vita að það komi tvær almennar lögreglur og tali við okkur. Og þær eru meira næs, ég túlkaði þetta svolítið eins og þau skildu okkur bara. Ég var náttúrulega alveg brjálaður.“ Sigurður er búinn að ræða málið við lögfræðing og hyggst leita réttar síns. Hann er fegnastur því að eldri strákurinn, þriggja ára, hafi ekki vaknað enda geti haft varanlegar afleiðingar fyrir hann að sjá vopnaða lögreglumenn miða byssu á pabba sinn um miðja nótt. „Þetta hefur tekið meira á konuna mína en mig. Hún hefur aldrei séð byssu áður, ég er alinn upp í svolítilli veiðifjölskyldu og ég hef alveg séð byssur og svona. En hún hefur aldrei séð byssu með berum augum og allt í einu standa einhverjir fjórir grímuklæddir karlar með byssu þarna. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlegt áfall fyrir hana, þótt sé þetta auðvitað áfall fyrir mig. Þetta er óþægileg lífsreynsla,“ segir Sigurður Kristján Grímlaugsson.
Skotárás í Grafarholti Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16 Meintur skotmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið karl og konu með skammbyssu í Grafarholti í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hinn maðurinn sem talinn er tengjast árásinni verður að líkindum leiddur fyrir dómara síðar í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. 11. febrúar 2022 10:32 Vakinn við það að sérsveitin bankaði upp á: „Þeir báðust síðan bara afsökunar og fóru“ Halldór Ingi Sævarsson var vakinn með áhugaverðum hætti í morgun þegar sérsveitin bankaði óvænt upp á en þeir höfðu þá farið íbúðarvillt. 13. febrúar 2022 17:58 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16
Meintur skotmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið karl og konu með skammbyssu í Grafarholti í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hinn maðurinn sem talinn er tengjast árásinni verður að líkindum leiddur fyrir dómara síðar í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. 11. febrúar 2022 10:32
Vakinn við það að sérsveitin bankaði upp á: „Þeir báðust síðan bara afsökunar og fóru“ Halldór Ingi Sævarsson var vakinn með áhugaverðum hætti í morgun þegar sérsveitin bankaði óvænt upp á en þeir höfðu þá farið íbúðarvillt. 13. febrúar 2022 17:58