Húsnæðismarkaður í heljargreipum borgarlínu Baldur Borgþórsson skrifar 21. febrúar 2022 11:00 Fyrir hartnær fjórum árum voru fögur fyrirheit gefin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Nú skyldi einblínt á hagkvæmt húsnæði fyrir alla. Nú skyldi öllum gert kleift að kaupa sér húsnæði - heimili á viðráðanlegu verði. Fjögur ár eru senn liðin og afraksturinn blasir við: Neyðarástand ríkir á húsnæðismarkaði borgarinnar sem aldrei fyrr. Sem dæmi er að verð á eins herbergis íbúðum upp á 30 til 40 fermetra komið yfir 40 milljónir og slíkar íbúðir stoppa afar stutt. Hvort heldur téðar íbúðir eru á Hverfisgötu eða í Úlfarsárdal, gildir einu eins og nýleg dæmi sanna. Skiljanlega spyrja margir sig hvað varð um hagkvæma húsnæðið sem núverandi valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur boðuðu með pomp og pragt í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga? Skýringin er í raun einföld. Um húsnæðismarkað gilda sömu lögmál og gilda um alla aðra markaði. Framboð og eftirspurn þarf að vera í jafnvægi. Besta staðan fyrir kaupendur er að framboð sé ívið meira en eftirspurn. Þannig er tryggt að verð haldist í jafnvægi. Snemma á yfirstandandi kjörtímabili sáust þess skýr merki að fögur fyrirheit valdhafa voru orðin tóm. Hver hugmyndin á fætur annarri um uppbyggingu þúsunda íbúða í efri byggðum borgarinnar þar sem nóg er plássið, voru slegnar út af borðinu. Oftar en ekki með þeim rökum ,,að slík uppbygging samræmist ekki áformum um borgarlínu.“ Húsnæðismarkaður borgarinnar er því í heljargreipum borgarlínu og þeirra sem að henni standa, núverandi valdhafa Ráðhússins. Það sem veldur mestum ugg er að borgarstjóri talar enn eins og allt sé í himnalagi - að árangur undanfarinna fjögurra ára sé stórkostlegur..... Höfundur er varaborgarfulltrúi og gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skipulag Borgarlína Samgöngur Baldur Borgþórsson Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hartnær fjórum árum voru fögur fyrirheit gefin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Nú skyldi einblínt á hagkvæmt húsnæði fyrir alla. Nú skyldi öllum gert kleift að kaupa sér húsnæði - heimili á viðráðanlegu verði. Fjögur ár eru senn liðin og afraksturinn blasir við: Neyðarástand ríkir á húsnæðismarkaði borgarinnar sem aldrei fyrr. Sem dæmi er að verð á eins herbergis íbúðum upp á 30 til 40 fermetra komið yfir 40 milljónir og slíkar íbúðir stoppa afar stutt. Hvort heldur téðar íbúðir eru á Hverfisgötu eða í Úlfarsárdal, gildir einu eins og nýleg dæmi sanna. Skiljanlega spyrja margir sig hvað varð um hagkvæma húsnæðið sem núverandi valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur boðuðu með pomp og pragt í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga? Skýringin er í raun einföld. Um húsnæðismarkað gilda sömu lögmál og gilda um alla aðra markaði. Framboð og eftirspurn þarf að vera í jafnvægi. Besta staðan fyrir kaupendur er að framboð sé ívið meira en eftirspurn. Þannig er tryggt að verð haldist í jafnvægi. Snemma á yfirstandandi kjörtímabili sáust þess skýr merki að fögur fyrirheit valdhafa voru orðin tóm. Hver hugmyndin á fætur annarri um uppbyggingu þúsunda íbúða í efri byggðum borgarinnar þar sem nóg er plássið, voru slegnar út af borðinu. Oftar en ekki með þeim rökum ,,að slík uppbygging samræmist ekki áformum um borgarlínu.“ Húsnæðismarkaður borgarinnar er því í heljargreipum borgarlínu og þeirra sem að henni standa, núverandi valdhafa Ráðhússins. Það sem veldur mestum ugg er að borgarstjóri talar enn eins og allt sé í himnalagi - að árangur undanfarinna fjögurra ára sé stórkostlegur..... Höfundur er varaborgarfulltrúi og gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun