Íþrótta- og tómstundabörn Aron Leví Beck skrifar 22. febrúar 2022 09:00 Það er ekki sjálfgefið að börnin okkar falli í hópinn, eigi vini eða hafi áhuga á því sama og meirihlutinn. Sjálfur þekki ég það af eigin reynslu sem barn með ADHD að erfitt var að finna íþrótt eða tómstund sem mér líkaði við. Ég prófaði alls konar: Dans, fótbolta og þar fram eftir götunum. Júdó var íþrótt sem mig langaði til að prófa því ég átti stóran frænda sem æfði og stundaði ég þá dásamlegu íþrótt af og til í þó nokkurn tíma. Það var samt eitthvað við það að keppa sem gaf mér hnút í magann og reyndi ég eftir bestu getu að komast hjá því þó ég hafi látið mig hafa það annað slagið. Ég var ekki sterkur félagslega en átti nokkuð auðvelt með að eignast vini en erfiðara var fyrir mig að halda í þá. Ég upplifði mig svolítið á skjön við umheiminn. Þegar ég var 10 ára byrjaði ég að æfa íshokkí. Hluti af strákunum í skólanum mínum voru að æfa og ég sló til. Íshokkí var íþrótt sem ég vissi lítið sem ekkert um, fyrir mér voru fótbolti, handbolti og körfubolti sennilega einu hópíþróttirnar sem ég vissi að væru stundaðar á íslandi. Þetta var árið 2000 þegar nýbúið var að byggja yfir skautasvellið í Laugardal. Sumir félaga minna höfðu einmitt byrjað að æfa þegar aðeins var útisvell í boði á Íslandi. Fljótlega komst ég að því að íshokkí er mjög stór íþrótt á Norðurlöndum, Kanada, Austur-Evrópu og víðar, aldrei hafði mér dottið það í hug. Fljótlega eftir að ég byrjaði að æfa ákvað ég að fara í mark, sú ákvörðun breytti öllu. Sem ADHD-strákur átti ég erfitt með að fylgjast með þegar æfingar voru útskýrðar fyrir okkur og það var ekkert sem drap stemninguna hraðar enn að þurfa að bíða í röð eftir að fá að gera æfingarnar, markmannsstaðan leysti þessi vandamál fyrir mér. Markmiðið var skýrt, ég átti að verja pökkinn og ég var í markinu alla æfinguna. Svo er líka bannað að skammast út í markmenn ef illa gengur. Annað en í júdóinu fannst mér ekki eins hvimleitt að keppa í íshokkí því það er hópíþrótt og mikilvægt er að hlúa að öllum í liðinu, taka ábyrgð á sínum leik en sem liðsheild taka ábyrgð á útkomu leiksins. Ég æfði íshokki í 10 ár og byrjaði aftur á fullorðinsárum og æfi enn. Fyrir mér hefur íshokkí alltaf verið einn af stóru hlutunum í lífinu mínu, þá á ég ekki við íþróttina sem áhugamál í ljósi þess að ég hef aldrei nennt að fylgjast með neinni íþrótt, ekki einu sinni íshokkí í sjónvarpi eða á netinu. Ég hef heyrt að það sé skemmtilegt áhorfendasport engu að síður. Þetta gaf mér ótrúlega útrás, styrkti mig félagslega, lærði að vinna með öðrum og eignaðist vini sem ég hef þekkt síðan ég var lítill strákur. Þetta gaf mér sjálfstraust, aga og kenndi mér að virða alla, ekki síst andstæðinga. Það skipti ekki máli hvað gekk á í lífi mínu, á svellinu gleymdi ég öllu. Það er svo ótrulega mikilvægt að sveitarfélög bjóði upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Við verðum að hafa hlutina aðgengilega, ekki bara fyrir börn og unglinga af íslenskum uppruna heldur líka fyrir krakka sem hafa flutt hingað frá öðrum löndum. Ég held að við getum flest verið sammála um það að íþrótta- og tómstundarstarf sé af hinu góða svo lengi sem vel er haldið utan um það. Það á að vera hægt að æfa þó barnið þitt ætli ekki að gera íþróttina eða tómstundina að ævistarfi í framtíðinni. Það á að vera hægt að æfa þó barnið tali ekki tungumálið, sé með fötlun að einhverju tagi, skilgreinir sig ekki sem karl eða konu eða laðast að sama kyni. Íþróttir og menning eiga að vera fyrir okkur öll og það er okkar að gera umhverfið þannig. Höfundur er varaborgarfulltrúi og íshokkímarkmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Aron Leví Beck Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að börnin okkar falli í hópinn, eigi vini eða hafi áhuga á því sama og meirihlutinn. Sjálfur þekki ég það af eigin reynslu sem barn með ADHD að erfitt var að finna íþrótt eða tómstund sem mér líkaði við. Ég prófaði alls konar: Dans, fótbolta og þar fram eftir götunum. Júdó var íþrótt sem mig langaði til að prófa því ég átti stóran frænda sem æfði og stundaði ég þá dásamlegu íþrótt af og til í þó nokkurn tíma. Það var samt eitthvað við það að keppa sem gaf mér hnút í magann og reyndi ég eftir bestu getu að komast hjá því þó ég hafi látið mig hafa það annað slagið. Ég var ekki sterkur félagslega en átti nokkuð auðvelt með að eignast vini en erfiðara var fyrir mig að halda í þá. Ég upplifði mig svolítið á skjön við umheiminn. Þegar ég var 10 ára byrjaði ég að æfa íshokkí. Hluti af strákunum í skólanum mínum voru að æfa og ég sló til. Íshokkí var íþrótt sem ég vissi lítið sem ekkert um, fyrir mér voru fótbolti, handbolti og körfubolti sennilega einu hópíþróttirnar sem ég vissi að væru stundaðar á íslandi. Þetta var árið 2000 þegar nýbúið var að byggja yfir skautasvellið í Laugardal. Sumir félaga minna höfðu einmitt byrjað að æfa þegar aðeins var útisvell í boði á Íslandi. Fljótlega komst ég að því að íshokkí er mjög stór íþrótt á Norðurlöndum, Kanada, Austur-Evrópu og víðar, aldrei hafði mér dottið það í hug. Fljótlega eftir að ég byrjaði að æfa ákvað ég að fara í mark, sú ákvörðun breytti öllu. Sem ADHD-strákur átti ég erfitt með að fylgjast með þegar æfingar voru útskýrðar fyrir okkur og það var ekkert sem drap stemninguna hraðar enn að þurfa að bíða í röð eftir að fá að gera æfingarnar, markmannsstaðan leysti þessi vandamál fyrir mér. Markmiðið var skýrt, ég átti að verja pökkinn og ég var í markinu alla æfinguna. Svo er líka bannað að skammast út í markmenn ef illa gengur. Annað en í júdóinu fannst mér ekki eins hvimleitt að keppa í íshokkí því það er hópíþrótt og mikilvægt er að hlúa að öllum í liðinu, taka ábyrgð á sínum leik en sem liðsheild taka ábyrgð á útkomu leiksins. Ég æfði íshokki í 10 ár og byrjaði aftur á fullorðinsárum og æfi enn. Fyrir mér hefur íshokkí alltaf verið einn af stóru hlutunum í lífinu mínu, þá á ég ekki við íþróttina sem áhugamál í ljósi þess að ég hef aldrei nennt að fylgjast með neinni íþrótt, ekki einu sinni íshokkí í sjónvarpi eða á netinu. Ég hef heyrt að það sé skemmtilegt áhorfendasport engu að síður. Þetta gaf mér ótrúlega útrás, styrkti mig félagslega, lærði að vinna með öðrum og eignaðist vini sem ég hef þekkt síðan ég var lítill strákur. Þetta gaf mér sjálfstraust, aga og kenndi mér að virða alla, ekki síst andstæðinga. Það skipti ekki máli hvað gekk á í lífi mínu, á svellinu gleymdi ég öllu. Það er svo ótrulega mikilvægt að sveitarfélög bjóði upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Við verðum að hafa hlutina aðgengilega, ekki bara fyrir börn og unglinga af íslenskum uppruna heldur líka fyrir krakka sem hafa flutt hingað frá öðrum löndum. Ég held að við getum flest verið sammála um það að íþrótta- og tómstundarstarf sé af hinu góða svo lengi sem vel er haldið utan um það. Það á að vera hægt að æfa þó barnið þitt ætli ekki að gera íþróttina eða tómstundina að ævistarfi í framtíðinni. Það á að vera hægt að æfa þó barnið tali ekki tungumálið, sé með fötlun að einhverju tagi, skilgreinir sig ekki sem karl eða konu eða laðast að sama kyni. Íþróttir og menning eiga að vera fyrir okkur öll og það er okkar að gera umhverfið þannig. Höfundur er varaborgarfulltrúi og íshokkímarkmaður.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun