Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 20:43 Biden Bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld. Drew Angerer/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ Í ávarpi sem forsetinn flutti nú í kvöld lýsti hann þeim aðgerðum sem hann og ríkisstjórn ætla að grípa til, með það að markmiði að beita Rússa þrýstingi. Hann sagði Bandaríkin ætla sér að beita Rússa harðari refsiaðgerðum en gert var árið 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Aðgerðirnar munu fela það í sér að reyna að draga úr fjármálastreymi frá vesturlöndum, með því að koma í veg fyrir fjárfestingar tveggja rússneskra banka á vesturlöndum. Eins munu Bandaríkin beita rússneska auðmenn og fjölskyldur þeirra þvingunum af sama toga. „Þau taka þátt í spilltum leikjum Kreml og ættu því að finna fyrir sársaukanum líka,“ sagði Biden. Þó er talið að Biden muni „geyma“ það að ráðast í harðari refsiaðgerðir, þar til áhrif þeirra aðgerða sem nú verður ráðist í koma í ljós. Telur Pútín ekki hættan Biden vék einnig að viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Luhansk og Donetsk, tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Sagði forsetinn að ákvörðun Pútins um að viðurkenna meint sjálfstæði héraðanna væri „fáránleg“ og fullyrti að um brot á alþjóðalögum væri að ræða. „Í stuttu máli þá tilkynnti Rússland með þessu að skera eigi stóran hluta út úr Úkraínu,“ sagði forsetinn og bætti við að svæðin sem um ræðir tilheyri Úkraínu. Þá sagðist hann telja Pútín vera á vegferð sem veitti honum einhvers konar réttlætingu til landvinninga í Úkraínu, mögulega með átökum. „Þetta er upphaf rússneskrar árásar inn í Úkraínu,“ sagði forsetinn. Því væri nauðsynlegt að grípa til viðskiptaþvingana. „Hver í guðs nafni heldur Pútín að gefi honum réttinn til þess að lýsa yfir stofnun nýrra svokallaðra „ríkja,“ á svæði sem tilheyrir nágrönnum hans,“ spurði forsetinn einnig. Hér að ofan má sjá ávarp forsetans í heild. Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Í ávarpi sem forsetinn flutti nú í kvöld lýsti hann þeim aðgerðum sem hann og ríkisstjórn ætla að grípa til, með það að markmiði að beita Rússa þrýstingi. Hann sagði Bandaríkin ætla sér að beita Rússa harðari refsiaðgerðum en gert var árið 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Aðgerðirnar munu fela það í sér að reyna að draga úr fjármálastreymi frá vesturlöndum, með því að koma í veg fyrir fjárfestingar tveggja rússneskra banka á vesturlöndum. Eins munu Bandaríkin beita rússneska auðmenn og fjölskyldur þeirra þvingunum af sama toga. „Þau taka þátt í spilltum leikjum Kreml og ættu því að finna fyrir sársaukanum líka,“ sagði Biden. Þó er talið að Biden muni „geyma“ það að ráðast í harðari refsiaðgerðir, þar til áhrif þeirra aðgerða sem nú verður ráðist í koma í ljós. Telur Pútín ekki hættan Biden vék einnig að viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Luhansk og Donetsk, tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Sagði forsetinn að ákvörðun Pútins um að viðurkenna meint sjálfstæði héraðanna væri „fáránleg“ og fullyrti að um brot á alþjóðalögum væri að ræða. „Í stuttu máli þá tilkynnti Rússland með þessu að skera eigi stóran hluta út úr Úkraínu,“ sagði forsetinn og bætti við að svæðin sem um ræðir tilheyri Úkraínu. Þá sagðist hann telja Pútín vera á vegferð sem veitti honum einhvers konar réttlætingu til landvinninga í Úkraínu, mögulega með átökum. „Þetta er upphaf rússneskrar árásar inn í Úkraínu,“ sagði forsetinn. Því væri nauðsynlegt að grípa til viðskiptaþvingana. „Hver í guðs nafni heldur Pútín að gefi honum réttinn til þess að lýsa yfir stofnun nýrra svokallaðra „ríkja,“ á svæði sem tilheyrir nágrönnum hans,“ spurði forsetinn einnig. Hér að ofan má sjá ávarp forsetans í heild.
Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent