Stytting vinnuvikunnar í borginni Vignir Árnason skrifar 24. febrúar 2022 10:31 Mig langar að segja ykkur frá því sem hefur breytt einna mest fyrir mig í vinnunni en það er stytting vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 hef ég hef ég getað styttað vinnudaginn 4 klukkustundir miðað við 100% vinnu. Ég hef því getað unnið fjóra daga vikunnar í 85% starfi og það hefur haft jákvæð áhrif á starf mig og fjölskyldulífið. Ég hef t.d. heilan dag til að sinna erindum og útrétta, sinna heimilinu og get samt sótt strákinn minn snemma í leikskólann. Enda er mikil ánægja meðal opinberra starfsmanna með styttinguna en 65% eru frekar eða mjög ánægð með hana. Í framboði mínu í prófkjöri Pírata til borgarstjórnar legg ég enda ríka áherslu á að auka við styttinguna enda tel ég það leiða til bættrar lýðheilsu og aukinnar lífshamingju meðal starfsfólks, sem gerir það að verkum að starfsfólk er ánægðara í starfi sínu. Þetta þykir mér líka líklegt til að bæta þjónustu borgarinnar því að ánægt starfsfólk er líklegra til að skila af sér góðri þjónustu og vinnu. Það er samt ekki sjálfgefið að sú verði raunin að stytta enn frekar vinnuna, í nútímanum er mikil krafa á að vinna sífellt meira og sinna vinnunni jafnvel utan ákveðins vinnutíma. Stytting vinnuvikunnar á að vinna gegn þessu en það er jafnframt pólitísk ákvörðun að gefa sveigjanleikann og veita fjármagni svo af þessu megi verða. Styttingin getur líka orðið til þess að hægt verði að ráða fleira starfsfólk, en í framtíðinni munu fjöldamörg störf hverfa vegna sjálfvirknivæðingar. Sem dæmi má nefna að um 1,5 milljón störf eru mjög líkleg til að hverfa á Englandi í framtíðinni. Reykjavíkurborg getur reynt að bregðast við þessu með að búa til fleiri störf og hlutastörf eftir þörfum og þannig brúað bilið. Nauðsynlegt er að hugsa til framtíðar og stefna að fjölskylduvænni og mannvænni borg sem snýst um fólk og velferð frekar en skammtímagróða og efna. Kosningarnar í vor eru geysimikilvægar til að velja rétt og stuðla að betri borg fyrir okkur öll. Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurborg, rithöfundur og bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Stytting vinnuvikunnar Reykjavík Vinnumarkaður Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Mig langar að segja ykkur frá því sem hefur breytt einna mest fyrir mig í vinnunni en það er stytting vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 hef ég hef ég getað styttað vinnudaginn 4 klukkustundir miðað við 100% vinnu. Ég hef því getað unnið fjóra daga vikunnar í 85% starfi og það hefur haft jákvæð áhrif á starf mig og fjölskyldulífið. Ég hef t.d. heilan dag til að sinna erindum og útrétta, sinna heimilinu og get samt sótt strákinn minn snemma í leikskólann. Enda er mikil ánægja meðal opinberra starfsmanna með styttinguna en 65% eru frekar eða mjög ánægð með hana. Í framboði mínu í prófkjöri Pírata til borgarstjórnar legg ég enda ríka áherslu á að auka við styttinguna enda tel ég það leiða til bættrar lýðheilsu og aukinnar lífshamingju meðal starfsfólks, sem gerir það að verkum að starfsfólk er ánægðara í starfi sínu. Þetta þykir mér líka líklegt til að bæta þjónustu borgarinnar því að ánægt starfsfólk er líklegra til að skila af sér góðri þjónustu og vinnu. Það er samt ekki sjálfgefið að sú verði raunin að stytta enn frekar vinnuna, í nútímanum er mikil krafa á að vinna sífellt meira og sinna vinnunni jafnvel utan ákveðins vinnutíma. Stytting vinnuvikunnar á að vinna gegn þessu en það er jafnframt pólitísk ákvörðun að gefa sveigjanleikann og veita fjármagni svo af þessu megi verða. Styttingin getur líka orðið til þess að hægt verði að ráða fleira starfsfólk, en í framtíðinni munu fjöldamörg störf hverfa vegna sjálfvirknivæðingar. Sem dæmi má nefna að um 1,5 milljón störf eru mjög líkleg til að hverfa á Englandi í framtíðinni. Reykjavíkurborg getur reynt að bregðast við þessu með að búa til fleiri störf og hlutastörf eftir þörfum og þannig brúað bilið. Nauðsynlegt er að hugsa til framtíðar og stefna að fjölskylduvænni og mannvænni borg sem snýst um fólk og velferð frekar en skammtímagróða og efna. Kosningarnar í vor eru geysimikilvægar til að velja rétt og stuðla að betri borg fyrir okkur öll. Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurborg, rithöfundur og bókavörður.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar