Opið án takmarkana í fyrsta sinn frá opnun Kristín Ólafsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. febrúar 2022 21:25 Ólafur Alexander Ólafsson rekstrarstjóri skemmtistaðarins Auto segir daginn í dag merkisdag fyrir alla sem hafa gaman að því að skemmta sér. Stöð 2 Rekstrarstjóri Auto segir marga hafa kallað þá brjálæðinga fyrir að hafa opnað skemmtistað í miðjum heimsfaraldri. Í kvöld verður galopið og nú í fyrsta skipti án samkomutakmarkana. Lífið á Íslandi varð með öllu hömlulaust á miðnætti þegar allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi. Ólafur Alexander Ólafsson, rekstrarstjóri Auto, kveðst spenntur fyrir takmarkalausu djammi. Hann segir að margir hafi kallað þá „brjálæðinga“ síðustu mánuðina, enda hafi þeir opnað skemmtistað í miðjum heimsfaraldri. „Það er náttúrulega fyndið að pæla í því að þegar við erum að byrja í þessu fyrir um svona ári síðan, þá var náttúrulega tímalínan bara; allir bólusettir í sumar og þetta verður aldrei í gangi í haust. Og það hefur aldeilis annað komið á daginn,“ segir Ólafur Alexander. Auto opnaði í kjallara Hard Rock við Lækjargötu í október á síðasta ári og Ólafur segir að þeim hafi tekist að halda opnu í um fimm vikur. Síðan hafi þeir lokað staðnum um miðjan nóvember sama ár, en haft opið samkvæmt gildandi takmörkunum síðastliðnar þrjár vikur. „Ég býst bara við því að fólk sé aldeilis tilbúið til að mæta og skemmta sér. Þetta er náttúrulega búið að standa yfir allt of lengi og merkisdagur fyrir alla sem að finnst gaman að skemmta sér. Og ég held að það verði mikið stuð hérna um helgina,“ segir Ólafur Alexander. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Húrraveldið stækkar: Opna gluggalausan næturklúbb sem á að breyta leiknum „Það sem við erum að reyna að búa til er tímalaust rými. Þú ert í gluggalausum kjallara, það er bara óendanleiki, þú veist ekkert hvað klukkan er, það eru bara ljós og speglar og reykur og stemning. Þú bara gleymir þér og veist ekkert hvað er í gangi, enda skiptir það engu máli.“ 5. júlí 2021 07:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Lífið á Íslandi varð með öllu hömlulaust á miðnætti þegar allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi. Ólafur Alexander Ólafsson, rekstrarstjóri Auto, kveðst spenntur fyrir takmarkalausu djammi. Hann segir að margir hafi kallað þá „brjálæðinga“ síðustu mánuðina, enda hafi þeir opnað skemmtistað í miðjum heimsfaraldri. „Það er náttúrulega fyndið að pæla í því að þegar við erum að byrja í þessu fyrir um svona ári síðan, þá var náttúrulega tímalínan bara; allir bólusettir í sumar og þetta verður aldrei í gangi í haust. Og það hefur aldeilis annað komið á daginn,“ segir Ólafur Alexander. Auto opnaði í kjallara Hard Rock við Lækjargötu í október á síðasta ári og Ólafur segir að þeim hafi tekist að halda opnu í um fimm vikur. Síðan hafi þeir lokað staðnum um miðjan nóvember sama ár, en haft opið samkvæmt gildandi takmörkunum síðastliðnar þrjár vikur. „Ég býst bara við því að fólk sé aldeilis tilbúið til að mæta og skemmta sér. Þetta er náttúrulega búið að standa yfir allt of lengi og merkisdagur fyrir alla sem að finnst gaman að skemmta sér. Og ég held að það verði mikið stuð hérna um helgina,“ segir Ólafur Alexander.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Húrraveldið stækkar: Opna gluggalausan næturklúbb sem á að breyta leiknum „Það sem við erum að reyna að búa til er tímalaust rými. Þú ert í gluggalausum kjallara, það er bara óendanleiki, þú veist ekkert hvað klukkan er, það eru bara ljós og speglar og reykur og stemning. Þú bara gleymir þér og veist ekkert hvað er í gangi, enda skiptir það engu máli.“ 5. júlí 2021 07:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Húrraveldið stækkar: Opna gluggalausan næturklúbb sem á að breyta leiknum „Það sem við erum að reyna að búa til er tímalaust rými. Þú ert í gluggalausum kjallara, það er bara óendanleiki, þú veist ekkert hvað klukkan er, það eru bara ljós og speglar og reykur og stemning. Þú bara gleymir þér og veist ekkert hvað er í gangi, enda skiptir það engu máli.“ 5. júlí 2021 07:00