Gaf Ólympíugullið sitt en óttast nú um líf sitt vegna þess Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 09:30 Svíinn Nils van der Poel sést hér með gullið um hálsinn á verðlaunapallinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Getty/Richard Heathcote Sænski skautahlauparinn Nils van der Poel vann tvö gull á Vetrarólympíuleikunum í Peking á dögunum en hann tók þá ákvörðun að gefa annað gullið sitt eftir að hann kom heim frá Kína. Það var hins vegar viðtakandi gullverðlaunapeningsins sem er búinn að koma Nils í vandræði og er ástæðan fyrir því að hann óttast nú um líf sitt. Van der Poel gaf önnur gullverðlaun sín til rithöfundarins Gui Minhai sem Kínverjar fangelsuðu fyrir að gagnrýna stjórnvöld í Kína. The Swedish Olympian Nils van der Poel has given away one of the gold medals he won in Beijing to spotlight the case of a publisher imprisoned by China. It is the boldest protest yet by an athlete who took part in the Beijing Games. https://t.co/uFAl6wfZeM— Andrew Das (@AndrewDasNYT) February 25, 2022 Van der Poel er 25 ára gamall og vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra skautahlaupi. Hann setti Ólympíumet í báðum greinum og heimsmet í þeirri síðari. „Þetta mun hafa afleiðingar fyrir öryggi mitt og frelsi. Nú kemst ég ekki hvert sem er í heiminum,“ sagði Nils van der Poel við Aftonbladet. Nils mun líklega aldrei getað snúið aftur til Kína þar sem hann vann afrek sín á Ólympíuleikunum. „Ég er ekki öruggari í suðaustur Asíu en Gui Minhai. Það segir mikið um öryggi þeirra sem gagnrýna Kína á þeim slóðum. Nú er ég einn af þeim,“ sagði Nils. Two years ago, a Chinese court announced the sentencing of my father to 10 years in prison after a secret trial. To help make sure political prisoners like my father aren t forgotten, Nils Van der Poel is dedicating his medal to #GuiMinhai + countless other victims of abuses. pic.twitter.com/uQBsKORdE2— Angela Gui (@angelagui_) February 25, 2022 Angela, dóttir Gui Minhai, tók við gullverðlaununum fyrir hönd föður síns. Hún segist mjög þakklát fyrir að hann sýni föður sínum slíka samstöðu en um leið sendi hún sænskum stjórnvöldum pílu. „Hann hefur gert meira fyrir föður minn en sænsk stjórnvöld,“ sagði Angela. Gui Minhai var handtekinn í Tælandi árið 2015 og farið með hann til Kína. Hann var látinn laus árið 2017 en handtekinn síðan aftur ári síðar. Árið 2020 var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann hefur lengi gagnrýnt stjórnvöld í Kína og hefur bæði skrifað og gefið út bækur um skoðanir sínar. View this post on Instagram A post shared by Nils van der Poel (@nils.vanderpoel) Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Svíþjóð Kína Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Það var hins vegar viðtakandi gullverðlaunapeningsins sem er búinn að koma Nils í vandræði og er ástæðan fyrir því að hann óttast nú um líf sitt. Van der Poel gaf önnur gullverðlaun sín til rithöfundarins Gui Minhai sem Kínverjar fangelsuðu fyrir að gagnrýna stjórnvöld í Kína. The Swedish Olympian Nils van der Poel has given away one of the gold medals he won in Beijing to spotlight the case of a publisher imprisoned by China. It is the boldest protest yet by an athlete who took part in the Beijing Games. https://t.co/uFAl6wfZeM— Andrew Das (@AndrewDasNYT) February 25, 2022 Van der Poel er 25 ára gamall og vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra skautahlaupi. Hann setti Ólympíumet í báðum greinum og heimsmet í þeirri síðari. „Þetta mun hafa afleiðingar fyrir öryggi mitt og frelsi. Nú kemst ég ekki hvert sem er í heiminum,“ sagði Nils van der Poel við Aftonbladet. Nils mun líklega aldrei getað snúið aftur til Kína þar sem hann vann afrek sín á Ólympíuleikunum. „Ég er ekki öruggari í suðaustur Asíu en Gui Minhai. Það segir mikið um öryggi þeirra sem gagnrýna Kína á þeim slóðum. Nú er ég einn af þeim,“ sagði Nils. Two years ago, a Chinese court announced the sentencing of my father to 10 years in prison after a secret trial. To help make sure political prisoners like my father aren t forgotten, Nils Van der Poel is dedicating his medal to #GuiMinhai + countless other victims of abuses. pic.twitter.com/uQBsKORdE2— Angela Gui (@angelagui_) February 25, 2022 Angela, dóttir Gui Minhai, tók við gullverðlaununum fyrir hönd föður síns. Hún segist mjög þakklát fyrir að hann sýni föður sínum slíka samstöðu en um leið sendi hún sænskum stjórnvöldum pílu. „Hann hefur gert meira fyrir föður minn en sænsk stjórnvöld,“ sagði Angela. Gui Minhai var handtekinn í Tælandi árið 2015 og farið með hann til Kína. Hann var látinn laus árið 2017 en handtekinn síðan aftur ári síðar. Árið 2020 var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann hefur lengi gagnrýnt stjórnvöld í Kína og hefur bæði skrifað og gefið út bækur um skoðanir sínar. View this post on Instagram A post shared by Nils van der Poel (@nils.vanderpoel)
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Svíþjóð Kína Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum