Skorar sérstaklega á eigendur fjölmiðla á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2022 16:40 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir fjársöfnun til stuðnings blaðamönnum í Úkraínu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, skorar á alla sem vettlingi geta valdið að leggja söfnuninni lið en alveg sérstaklega eigendur fjölmiðla á Íslandi. Þannig geti þeir sýnt stuðning í verki og tekið sér stöðu með sannleikanum og blaðamönnum sem miðla honum til almennings. Sannleikurinn sé eitt það fyrsta sem láti undan í stríði og því sé mikilvægara sem aldrei fyrr að styðja við bakið á blaðamönnum. „Það er gríðarlega mikilvægt á stundum sem þessum að umheimurinn fái upplýsingar byggðar á staðreyndum um það sem þarna er í gangi.“ Starfsbræður-og systur í Úkraínu búi við hörmulegar aðstæður. Verulegur skortur sé á öryggisbúnaði fyrir blaðamenn sem eru á staðnum sem og hjálpargögnum til fyrstu hjálpar. Þessi skortur sé sérstaklega áberandi hjá blaða-og fréttamönnum sem starfa hjá smærri miðlum. „Við vitum til að mynda að það vantar hluti eins og öryggisvesti, hjálma, rafhlöður í hleðslubanka og annað. Við vitum líka til þess að það er hópur fólks sem þarf að flytja sig um set af öryggisástæðum og við vorum að vonast til að geta veitt fjárhagslegan stuðning til að fólkið geti komist í öruggt skjól.“ Sigríður segir að stríð gegn upplýsingum sé veigamikill þáttur í hernaði Rússlandsforseta. „Þótt við sjáum hryllilegustu afleiðingar stríðsins bitna á almenningi í Úkraínu með ólýsanlegum hörmungum á borð við mannfall og stórfelldan flótta fólks af heimilum sínum og öðrum hryllingi þá er ljóst að Pútín háir ekki aðeins stríð gegn úkraínsku þjóðinni heldur fer hluti af stríðsrekstri hans fram heima fyrir og þar háir hann stríð gegn sannleikanum; gegn eigin fólki sem hann hefur undanfarin ár svipt grunnvallarmannréttindum sem er rétturinn til upplýsinga. Hann hefur ritskoðað fjölmiðla, beitt ofbeldi, morðum og fangelsun.“ Í morgun bárust fréttir af því að yfirvöld í Rússlandi hafi lokað fréttasíðum BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle og Meduza. Fjölmiðlarnir eru allir sakaðir um að dreifa „falsfréttum“ um innrás Rússa í Úkraínu. „Pútín beitir öllum ráðum til að reyna að stýra upplýsingaflæði til fólks enda er litið svo á að eina leiðin til að stöðva hann sé almenningur í Rússlandi. En forsenda þess að almenningur geti risið upp gegn þessum hryllingi er að hann fái upplýsingar um það sem er í gangi og það er sannarlega ekki von til þess að það gerist í gegnum rússneska fjölmiðla. Þess vegna veit ég að heimsbyggðin öll stendur við bakið á úkraínskum fjölmiðlum og öðrum fjölmiðlum sem eru að reyna að miðla sannleikanum.“ Blaðamannafélagið hyggst einnig styrkja söfnunina. Styrktarreikningur í umsjón blaðamannafélags Íslands: Kt. 690372-0109 Reikningsnr: 0130-26-001515 Úkraína Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraína: Tæplega 300 milljónir króna frá íslenskum stjórnvöldum til mannúðaraðstoðar Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlög til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu að heildarupphæð eina milljón evra, eða um 145 milljónum íslenskra króna. 4. mars 2022 15:03 Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. 3. mars 2022 16:31 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Þannig geti þeir sýnt stuðning í verki og tekið sér stöðu með sannleikanum og blaðamönnum sem miðla honum til almennings. Sannleikurinn sé eitt það fyrsta sem láti undan í stríði og því sé mikilvægara sem aldrei fyrr að styðja við bakið á blaðamönnum. „Það er gríðarlega mikilvægt á stundum sem þessum að umheimurinn fái upplýsingar byggðar á staðreyndum um það sem þarna er í gangi.“ Starfsbræður-og systur í Úkraínu búi við hörmulegar aðstæður. Verulegur skortur sé á öryggisbúnaði fyrir blaðamenn sem eru á staðnum sem og hjálpargögnum til fyrstu hjálpar. Þessi skortur sé sérstaklega áberandi hjá blaða-og fréttamönnum sem starfa hjá smærri miðlum. „Við vitum til að mynda að það vantar hluti eins og öryggisvesti, hjálma, rafhlöður í hleðslubanka og annað. Við vitum líka til þess að það er hópur fólks sem þarf að flytja sig um set af öryggisástæðum og við vorum að vonast til að geta veitt fjárhagslegan stuðning til að fólkið geti komist í öruggt skjól.“ Sigríður segir að stríð gegn upplýsingum sé veigamikill þáttur í hernaði Rússlandsforseta. „Þótt við sjáum hryllilegustu afleiðingar stríðsins bitna á almenningi í Úkraínu með ólýsanlegum hörmungum á borð við mannfall og stórfelldan flótta fólks af heimilum sínum og öðrum hryllingi þá er ljóst að Pútín háir ekki aðeins stríð gegn úkraínsku þjóðinni heldur fer hluti af stríðsrekstri hans fram heima fyrir og þar háir hann stríð gegn sannleikanum; gegn eigin fólki sem hann hefur undanfarin ár svipt grunnvallarmannréttindum sem er rétturinn til upplýsinga. Hann hefur ritskoðað fjölmiðla, beitt ofbeldi, morðum og fangelsun.“ Í morgun bárust fréttir af því að yfirvöld í Rússlandi hafi lokað fréttasíðum BBC, Voice of America, Radio Free Europe, Deutsche Welle og Meduza. Fjölmiðlarnir eru allir sakaðir um að dreifa „falsfréttum“ um innrás Rússa í Úkraínu. „Pútín beitir öllum ráðum til að reyna að stýra upplýsingaflæði til fólks enda er litið svo á að eina leiðin til að stöðva hann sé almenningur í Rússlandi. En forsenda þess að almenningur geti risið upp gegn þessum hryllingi er að hann fái upplýsingar um það sem er í gangi og það er sannarlega ekki von til þess að það gerist í gegnum rússneska fjölmiðla. Þess vegna veit ég að heimsbyggðin öll stendur við bakið á úkraínskum fjölmiðlum og öðrum fjölmiðlum sem eru að reyna að miðla sannleikanum.“ Blaðamannafélagið hyggst einnig styrkja söfnunina. Styrktarreikningur í umsjón blaðamannafélags Íslands: Kt. 690372-0109 Reikningsnr: 0130-26-001515
Úkraína Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraína: Tæplega 300 milljónir króna frá íslenskum stjórnvöldum til mannúðaraðstoðar Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlög til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu að heildarupphæð eina milljón evra, eða um 145 milljónum íslenskra króna. 4. mars 2022 15:03 Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. 3. mars 2022 16:31 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Úkraína: Tæplega 300 milljónir króna frá íslenskum stjórnvöldum til mannúðaraðstoðar Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlög til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu að heildarupphæð eina milljón evra, eða um 145 milljónum íslenskra króna. 4. mars 2022 15:03
Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. 3. mars 2022 16:31