Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2022 20:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar fagnar skýrslu um orkumál sem kom út í gær. Hún telur að ef taka eigi út bensín og olíu þá þurfi að setja eitthvað nýtt inn í staðinn. „Við erum auðvitað að tala um það mikið magn að við sjáum það að það þurfi auðvitað nýja orku þarna inn,“ sagði Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti hér innanlands. Þurfum við ekki að virkja ef við ætlum að ná markmiðum um orkuskipti? „Ég held að það hafi ekki nokkur maður neitað því að það sé mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum. Spurningin er hversu mikið? Hvernig getum við nýtt núverandi virkjanir betur eins og hefru verið rætt og boðað að þurfi að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir að horfa þurfi til annarra möguleika en vatnsaflsvirkjana. Til að mynda vindorkuvera. Tímafrekt að reisa virkjun Formaður starfshópsins sem vann skýrsluna sagði í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 Megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Kristín segir að það taki tíu til fimmtán ár að hanna og gera rannsóknir svo hægt sé að sækja um leyfi og svo taki fimm ár að byggja virkjun. „Þannig að við erum auðvitað að sjá það að tímaramminn fyrir svona stærri virkjanaframkvæmdir er auðvitað dálítið langur þannig við verðum að vera líka dálítið skynsöm í því hve miklum árangri við getum náð,“ sagði Kristín. Kristín Linda Árnadóttir er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar.arnar halldórsson Flokkur Katrínar hefur verið hvað andvígastur virkjunum í gegnum tíðina. Katrín segir Vinstri græna standa fremst í flokki í loftslagsmálum og því telji flokkurinn mikilvægt að taka ákvarðanir um virkjanir frá faglegum forsendum. „Þess vegna höfum við viljað halda í þetta ferli rammaáætlunar og tryggja að við séum þar líka ekki bara að ákveða kosti til að virkja til framtíðar heldur líka hvaða svæði við ætlum að vernda til framtíðar,“ sagði Katrín. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsvirkjun Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar fagnar skýrslu um orkumál sem kom út í gær. Hún telur að ef taka eigi út bensín og olíu þá þurfi að setja eitthvað nýtt inn í staðinn. „Við erum auðvitað að tala um það mikið magn að við sjáum það að það þurfi auðvitað nýja orku þarna inn,“ sagði Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti hér innanlands. Þurfum við ekki að virkja ef við ætlum að ná markmiðum um orkuskipti? „Ég held að það hafi ekki nokkur maður neitað því að það sé mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum. Spurningin er hversu mikið? Hvernig getum við nýtt núverandi virkjanir betur eins og hefru verið rætt og boðað að þurfi að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir að horfa þurfi til annarra möguleika en vatnsaflsvirkjana. Til að mynda vindorkuvera. Tímafrekt að reisa virkjun Formaður starfshópsins sem vann skýrsluna sagði í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 Megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Kristín segir að það taki tíu til fimmtán ár að hanna og gera rannsóknir svo hægt sé að sækja um leyfi og svo taki fimm ár að byggja virkjun. „Þannig að við erum auðvitað að sjá það að tímaramminn fyrir svona stærri virkjanaframkvæmdir er auðvitað dálítið langur þannig við verðum að vera líka dálítið skynsöm í því hve miklum árangri við getum náð,“ sagði Kristín. Kristín Linda Árnadóttir er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar.arnar halldórsson Flokkur Katrínar hefur verið hvað andvígastur virkjunum í gegnum tíðina. Katrín segir Vinstri græna standa fremst í flokki í loftslagsmálum og því telji flokkurinn mikilvægt að taka ákvarðanir um virkjanir frá faglegum forsendum. „Þess vegna höfum við viljað halda í þetta ferli rammaáætlunar og tryggja að við séum þar líka ekki bara að ákveða kosti til að virkja til framtíðar heldur líka hvaða svæði við ætlum að vernda til framtíðar,“ sagði Katrín.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsvirkjun Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira