Engin mál hjá lögreglu vegna grunsamlegs blás sendibíls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2022 17:17 Hinn umtalaði bíll á götum Reykjavíkur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur engin mál á borði sínu vegna karlmanns sem ekur um á bláum sendibíl í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan veit þó um hvern ræðir og segir hann einn af stórum hópi skutlara sem vaði uppi vegna ástandsins á leigubílamarkaðnum. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum þar sem hópur fólks, að stærstum hluta konur, hefur lýst yfir áhyggjum af umræddum bíl. Lýsingarnar eru á þá leið að viðkomandi aki um miðbæinn og reyni að lokka ölvaðar stelpur upp í bílinn, helst einar á ferð. Dæmi um ummæli úr fjölmennum Facebook-hópi þar sem bíllinn er til umræðu. DV hefur fjallað um málið og rætt við nokkrar konur, enga þó undir nafni. Þar lýsa þær óþægilegum bílferðum með viðkomandi. Viðkomandi bjóði þeim fíkniefni, fari skrýtnar leiðir á áfangastað og sé heilt yfir með óþægilega nærveru. Þá fullyrðir kona nokkur á Twitter að viðkomandi hafi verið handtekinn á fimmtudaginn. Á föstudeginum hafi hann verið kominn aftur á rúntinn í miðbænum að næturlagi. Leigubílstjóri nokkur segist hafa orðið var við að lögreglan stoppi bílinn og ræði við ökumann. Eitthvað grunsamlegt sé á ferðinni. Önnur ummæli um viðkomandi. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, kannast við að viðkomandi einstaklingur hafi verið stöðvaður á dögunum. „Það er fullt af svona skutlurum núna. Eins og ástandið er á leigubílamarkaðnum. Fólk á djamminu er að bíða í einn til einn og hálfan tíma. Alls konar fuglar að skutla fólki heim úr bænum,“ segir Jóhann Karl. Lögum samkvæmt er ólöglegt að aka gegn gjaldi nema viðkomandi sé í leigubílarekstri. Slík mál fari sína leið í kerfinu en geti þó verið erfið viðfangs fyrir lögreglu. Ef bæði bílstjóri og farþegi segist vera vinir þá geti lögregla lítið gert. „Ég veit ekki hvort þessi sé að gera neitt meira. Það hefur allavega ekkert komið til okkar,“ segir Jóhann Karl. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum þar sem hópur fólks, að stærstum hluta konur, hefur lýst yfir áhyggjum af umræddum bíl. Lýsingarnar eru á þá leið að viðkomandi aki um miðbæinn og reyni að lokka ölvaðar stelpur upp í bílinn, helst einar á ferð. Dæmi um ummæli úr fjölmennum Facebook-hópi þar sem bíllinn er til umræðu. DV hefur fjallað um málið og rætt við nokkrar konur, enga þó undir nafni. Þar lýsa þær óþægilegum bílferðum með viðkomandi. Viðkomandi bjóði þeim fíkniefni, fari skrýtnar leiðir á áfangastað og sé heilt yfir með óþægilega nærveru. Þá fullyrðir kona nokkur á Twitter að viðkomandi hafi verið handtekinn á fimmtudaginn. Á föstudeginum hafi hann verið kominn aftur á rúntinn í miðbænum að næturlagi. Leigubílstjóri nokkur segist hafa orðið var við að lögreglan stoppi bílinn og ræði við ökumann. Eitthvað grunsamlegt sé á ferðinni. Önnur ummæli um viðkomandi. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, kannast við að viðkomandi einstaklingur hafi verið stöðvaður á dögunum. „Það er fullt af svona skutlurum núna. Eins og ástandið er á leigubílamarkaðnum. Fólk á djamminu er að bíða í einn til einn og hálfan tíma. Alls konar fuglar að skutla fólki heim úr bænum,“ segir Jóhann Karl. Lögum samkvæmt er ólöglegt að aka gegn gjaldi nema viðkomandi sé í leigubílarekstri. Slík mál fari sína leið í kerfinu en geti þó verið erfið viðfangs fyrir lögreglu. Ef bæði bílstjóri og farþegi segist vera vinir þá geti lögregla lítið gert. „Ég veit ekki hvort þessi sé að gera neitt meira. Það hefur allavega ekkert komið til okkar,“ segir Jóhann Karl.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira