Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 18:07 Höfuðstöðvar Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. Íslenska ríkið fer með 65 prósent hlut í Íslandsbanka og býður Bankasýslan tuttugu prósent af því heildarhlutafé til sölu, eða 400 milljónir hluta. Möguleiki er til staðar á að stækka útboðið og auka við fjölda seldra hluta. Söfnun tilboða er þegar hafin og getur lokið hvenær sem er, með skömmum fyrirvara. Því fer hver fagfjárfestir að verða síðastur að bjóða í hlut í Íslandsbanka. Gert er ráð fyrir að niðurstöður söluferlisins verði tilkynntar á morgun fyrir opnun markaða klukkan 09:30. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í dag. „Ákvörðun um útboðsgengi og endanlegan fjölda seldra hluta verður rökstudd af Bankasýslu ríkisins en endanleg ákvörðun er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra. Þessi ákvörðun verður tekin þegar áætlaðar niðurstöður úr söluferlinu liggja fyrir og að teknu tilliti til meðal annars eftirfarandi þátta, dagslokagengis hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkaði Nasdaq Iceland, markaðsaðstæðna, eftirspurnar ásamt öðrum þáttum,“ segir í tilkynningu um upphaf söluferlis. Að viðskiptum dagsins loknum verða frekari hlutir ríkisins í bankanum ekki seldir í níutíu daga, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Citigroup Global Markets Europe AG, fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka og J.P. Morgan SE hafa sameiginlega umsjón með viðskiptunum. HSBC Continental Europe og Fossar markaðir hf., munu hafa aðkomu að viðskiptunum sem söluráðgjafar. Þá munu ACRO verðbréf hf., Íslensk verðbréf hf., og Landsbankinn jafnframt starfa sem söluaðilar í útboðinu. STJ Advisors Group Limited er ráðgjafi Bankasýslu ríkisins. Lögfræðilegir ráðgjafar Bankasýslu ríkisins eru LOGOS slf. og White & Case LLP. Upphaflega var fullyrt að 400 milljónir hluta væri tuttugu prósent af hlutafjáreign ríkisins í Íslandsbanka en rétt er að um er að ræða tuttugu prósent af heildarhlutafé bankans. Það hefur verið leiðrétt. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Íslenska ríkið fer með 65 prósent hlut í Íslandsbanka og býður Bankasýslan tuttugu prósent af því heildarhlutafé til sölu, eða 400 milljónir hluta. Möguleiki er til staðar á að stækka útboðið og auka við fjölda seldra hluta. Söfnun tilboða er þegar hafin og getur lokið hvenær sem er, með skömmum fyrirvara. Því fer hver fagfjárfestir að verða síðastur að bjóða í hlut í Íslandsbanka. Gert er ráð fyrir að niðurstöður söluferlisins verði tilkynntar á morgun fyrir opnun markaða klukkan 09:30. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í dag. „Ákvörðun um útboðsgengi og endanlegan fjölda seldra hluta verður rökstudd af Bankasýslu ríkisins en endanleg ákvörðun er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra. Þessi ákvörðun verður tekin þegar áætlaðar niðurstöður úr söluferlinu liggja fyrir og að teknu tilliti til meðal annars eftirfarandi þátta, dagslokagengis hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkaði Nasdaq Iceland, markaðsaðstæðna, eftirspurnar ásamt öðrum þáttum,“ segir í tilkynningu um upphaf söluferlis. Að viðskiptum dagsins loknum verða frekari hlutir ríkisins í bankanum ekki seldir í níutíu daga, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Citigroup Global Markets Europe AG, fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka og J.P. Morgan SE hafa sameiginlega umsjón með viðskiptunum. HSBC Continental Europe og Fossar markaðir hf., munu hafa aðkomu að viðskiptunum sem söluráðgjafar. Þá munu ACRO verðbréf hf., Íslensk verðbréf hf., og Landsbankinn jafnframt starfa sem söluaðilar í útboðinu. STJ Advisors Group Limited er ráðgjafi Bankasýslu ríkisins. Lögfræðilegir ráðgjafar Bankasýslu ríkisins eru LOGOS slf. og White & Case LLP. Upphaflega var fullyrt að 400 milljónir hluta væri tuttugu prósent af hlutafjáreign ríkisins í Íslandsbanka en rétt er að um er að ræða tuttugu prósent af heildarhlutafé bankans. Það hefur verið leiðrétt.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira