Húsnæði Garðheima verður rifið en byggt verður á nýjum stað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2022 22:03 Garðheimafjölskyldan, foreldrar og börnin þeirra. Frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri. Olga Björney Gísladóttir, innkaupastjóri, Sigurður Björn Gíslason, rekstrarstjóri, Jónína Sigríður Lárusdóttir, stofnandi Garðheima, Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima og Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri. Aðsend Nýlega rann upp langþráður dagur hjá Garðheimafjölskyldunni þegar fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum Garðheima var tekin við Álfabakka 6 í Reykjavík. „Já, við höfum fengið frábæra samstarfsaðila með okkur í vegferðina og erum við sannfærð um að úr verði ein fallegasta garðyrkjumiðstöð, sem reist hefur verið. Hönnun hússins hefur verið í höndum PK arkitekta, Ferils verkfræðistofu, Landslags, Hafstudio og hollenska fyrirtækisins Smiemans, en þeir sérhæfa sig í byggingu garðyrkjumiðstöðva út um allan heim. Um er að ræða 7000 fm stálgrindarhús ásamt útisölusvæði á 20.000 fm lóð sem liggur við rætur Seljahverfisins og niður að Reykjanesbrautinni,“ segir Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri Garðheima. Tveggja milljarða króna framkvæmd Garðheimar voru stofnaðir árið 1999 af Gísla Hinrik Sigurðssyni og Jónínu Sigríði Lárusdóttur. Í dag hafa börn þeirra, Sigurður Björn, Kristín Helga, Olga Björney og Jóna Björk Gíslabörn tekið við rekstrinum og starfa þar öll saman undir stjórn Kristínar Helgu Gísladóttur, framkvæmdastjóra. Um 60 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í dag. Það var vel tekið á því við moksturinn þegar fyrstu skóflustungurnar voru teknar af nýju húsinu. Frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri, Hinrik Örn Davíðsson, vaktstjóri og barnabarn Gísla og Jónínu, Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima, Matthías Jörvi Jensson, barnabarn Gísla og Jónínu og framtíðar starfsmaður Garðheima og Valdimar Jaki Jensson, sem er líka barnabarn Gísla og Jónínu og framtíðar starfsmaður fyrirtækisins.Aðsend Kostnaður við nýja Garðheima verður um tveir milljarðar króna. Reiknað er með að opnað verði á nýja staðnum vorið 2023. Hagar eiga lóðina og núverandi húsnæði Garðheima, sem og lóðirnar í kring. Þeir hyggjast byggja íbúðablokkir og verslunarhúsnæði í bland á öllum reitnum. Núverandi húsnæði Garðheima verður því rifið. Svona mun nýja húsnæði við Álfabakka 6 líta út. Mikið hefur verið lagt upp úr því að gera húsið eins umhverfisvænt og kostur er. Á lóðinni verða blágrænar ofanvatnslausnir, grasþak yfir hluta hússins, vökvunarkerfi, sem safnar regnvatni til að vökva plöntur í sölu, o.s.frv.Aðsend Reykjavík Garðyrkja Verslun Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
„Já, við höfum fengið frábæra samstarfsaðila með okkur í vegferðina og erum við sannfærð um að úr verði ein fallegasta garðyrkjumiðstöð, sem reist hefur verið. Hönnun hússins hefur verið í höndum PK arkitekta, Ferils verkfræðistofu, Landslags, Hafstudio og hollenska fyrirtækisins Smiemans, en þeir sérhæfa sig í byggingu garðyrkjumiðstöðva út um allan heim. Um er að ræða 7000 fm stálgrindarhús ásamt útisölusvæði á 20.000 fm lóð sem liggur við rætur Seljahverfisins og niður að Reykjanesbrautinni,“ segir Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri Garðheima. Tveggja milljarða króna framkvæmd Garðheimar voru stofnaðir árið 1999 af Gísla Hinrik Sigurðssyni og Jónínu Sigríði Lárusdóttur. Í dag hafa börn þeirra, Sigurður Björn, Kristín Helga, Olga Björney og Jóna Björk Gíslabörn tekið við rekstrinum og starfa þar öll saman undir stjórn Kristínar Helgu Gísladóttur, framkvæmdastjóra. Um 60 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í dag. Það var vel tekið á því við moksturinn þegar fyrstu skóflustungurnar voru teknar af nýju húsinu. Frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri, Hinrik Örn Davíðsson, vaktstjóri og barnabarn Gísla og Jónínu, Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima, Matthías Jörvi Jensson, barnabarn Gísla og Jónínu og framtíðar starfsmaður Garðheima og Valdimar Jaki Jensson, sem er líka barnabarn Gísla og Jónínu og framtíðar starfsmaður fyrirtækisins.Aðsend Kostnaður við nýja Garðheima verður um tveir milljarðar króna. Reiknað er með að opnað verði á nýja staðnum vorið 2023. Hagar eiga lóðina og núverandi húsnæði Garðheima, sem og lóðirnar í kring. Þeir hyggjast byggja íbúðablokkir og verslunarhúsnæði í bland á öllum reitnum. Núverandi húsnæði Garðheima verður því rifið. Svona mun nýja húsnæði við Álfabakka 6 líta út. Mikið hefur verið lagt upp úr því að gera húsið eins umhverfisvænt og kostur er. Á lóðinni verða blágrænar ofanvatnslausnir, grasþak yfir hluta hússins, vökvunarkerfi, sem safnar regnvatni til að vökva plöntur í sölu, o.s.frv.Aðsend
Reykjavík Garðyrkja Verslun Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira