Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 14:11 Solveig Lára hyggst láta af störfum sem vígslubiskup á Hólum 1. september næstkomandi. Þjóðkirkjan Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. Solveig Lára hefur starfað sem prestur í fjörutíu ár og hefur þjónað bæði í sveit og í borg. Undanfarin ár hefur hún sinnt störfum vígslubiskups á Hólum. Solveig ávarpaði kirkjuþing og lagði áherslu á að vígslubiskupsstörfin yrðu með óbreyttu sniði og frekar efld heldur en hitt. Hún sagðist telja það hrapaleg mistök verði vígslupiskupsstörf gerð að hlutastarfi. Lesa má ávarp Solveigar í heild sinni hér að neðan. Forseti! Ágæta kirkjuþingsfólk! Á næsta ári verða 40 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Öll þessi ár hef ég þjónað kirkjunni minni bæði í borg og í sveit og nú síðast liðin 10 ár sem einn af þremur biskupum Þjóðkirkjunnar. Allan þennan tíma hef ég leitast við að efla og styrkja grunnstoðir kirkjunnar sem er kirkjustarfið sjálft unnið bæði af miklu fagfólki og sjálfboðaliðum um allt land. Ég hef alla tíð unnið að því að sem mest samvinna sé á öllum sviðum og öll sjónarmið fái áheyrn. Í biskupstíð minni hef ég í mikilvægu biskupateymi með frú Agnesi M. Sigurðardóttur í fararbroddi og Kristjánum tveim unnið að því að sameina prestaköll, sem stuðlar að því að jafna þjónustubyrði og auka samvinnu. Ég var kosin á Kirkjuþing árið 2010 og hef því setið hér í 12 ár með og án kosningaréttar, en ævinlega með málfrelsi og tillögurétt. Nú eru tímamót í lífi mínu og hyggst ég láta af embætti þann 1. september næst komandi. Á þessum tímamótum hefur Kirkjuþing aldrei verið eins mikilvægt og því er mikilvægara en nokkru sinni áður að biskupateymið haldi lífi. Að einangra biskupsembættið með því að gera vígslubiskupsembættin að hlutastarfi væru hrapalleg mistök fyrir kirkjuna enda voru mætir menn og konur búnir að berjast fyrir því að biskupsstólarnir tveir myndu öðlast þann sess sem þeim ber. Við þessi tímamót í lífi mínu sé ég fyrir mér að mikilvægasta skref sem nýtt Kirkjuþing stendur frammi fyrir nú þegar ný Þjóðkirkjulög hafa öðlast gildi sé að Kirkjan komi sér upp stjórnarskrá sem sé grundvöllur starfsemi hennar þannig að ekki sé hægt að breyta grunnstoðum kirkjunnar á aukakirkjuþingum og jafnvel með afbrigðum. Ég þakka Guði fyrir þá handleiðslu sem ég hef fundið fyrir hvern dag í þjónustunni minni og vona og bið þess að ég geti áfram lagt kirkjunni sem ég elska lið mitt. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi. Þjóðkirkjan Vistaskipti Skagafjörður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Solveig Lára hefur starfað sem prestur í fjörutíu ár og hefur þjónað bæði í sveit og í borg. Undanfarin ár hefur hún sinnt störfum vígslubiskups á Hólum. Solveig ávarpaði kirkjuþing og lagði áherslu á að vígslubiskupsstörfin yrðu með óbreyttu sniði og frekar efld heldur en hitt. Hún sagðist telja það hrapaleg mistök verði vígslupiskupsstörf gerð að hlutastarfi. Lesa má ávarp Solveigar í heild sinni hér að neðan. Forseti! Ágæta kirkjuþingsfólk! Á næsta ári verða 40 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Öll þessi ár hef ég þjónað kirkjunni minni bæði í borg og í sveit og nú síðast liðin 10 ár sem einn af þremur biskupum Þjóðkirkjunnar. Allan þennan tíma hef ég leitast við að efla og styrkja grunnstoðir kirkjunnar sem er kirkjustarfið sjálft unnið bæði af miklu fagfólki og sjálfboðaliðum um allt land. Ég hef alla tíð unnið að því að sem mest samvinna sé á öllum sviðum og öll sjónarmið fái áheyrn. Í biskupstíð minni hef ég í mikilvægu biskupateymi með frú Agnesi M. Sigurðardóttur í fararbroddi og Kristjánum tveim unnið að því að sameina prestaköll, sem stuðlar að því að jafna þjónustubyrði og auka samvinnu. Ég var kosin á Kirkjuþing árið 2010 og hef því setið hér í 12 ár með og án kosningaréttar, en ævinlega með málfrelsi og tillögurétt. Nú eru tímamót í lífi mínu og hyggst ég láta af embætti þann 1. september næst komandi. Á þessum tímamótum hefur Kirkjuþing aldrei verið eins mikilvægt og því er mikilvægara en nokkru sinni áður að biskupateymið haldi lífi. Að einangra biskupsembættið með því að gera vígslubiskupsembættin að hlutastarfi væru hrapalleg mistök fyrir kirkjuna enda voru mætir menn og konur búnir að berjast fyrir því að biskupsstólarnir tveir myndu öðlast þann sess sem þeim ber. Við þessi tímamót í lífi mínu sé ég fyrir mér að mikilvægasta skref sem nýtt Kirkjuþing stendur frammi fyrir nú þegar ný Þjóðkirkjulög hafa öðlast gildi sé að Kirkjan komi sér upp stjórnarskrá sem sé grundvöllur starfsemi hennar þannig að ekki sé hægt að breyta grunnstoðum kirkjunnar á aukakirkjuþingum og jafnvel með afbrigðum. Ég þakka Guði fyrir þá handleiðslu sem ég hef fundið fyrir hvern dag í þjónustunni minni og vona og bið þess að ég geti áfram lagt kirkjunni sem ég elska lið mitt. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi.
Forseti! Ágæta kirkjuþingsfólk! Á næsta ári verða 40 ár síðan ég vígðist til prests í Dómkirkjunni í Reykjavík. Öll þessi ár hef ég þjónað kirkjunni minni bæði í borg og í sveit og nú síðast liðin 10 ár sem einn af þremur biskupum Þjóðkirkjunnar. Allan þennan tíma hef ég leitast við að efla og styrkja grunnstoðir kirkjunnar sem er kirkjustarfið sjálft unnið bæði af miklu fagfólki og sjálfboðaliðum um allt land. Ég hef alla tíð unnið að því að sem mest samvinna sé á öllum sviðum og öll sjónarmið fái áheyrn. Í biskupstíð minni hef ég í mikilvægu biskupateymi með frú Agnesi M. Sigurðardóttur í fararbroddi og Kristjánum tveim unnið að því að sameina prestaköll, sem stuðlar að því að jafna þjónustubyrði og auka samvinnu. Ég var kosin á Kirkjuþing árið 2010 og hef því setið hér í 12 ár með og án kosningaréttar, en ævinlega með málfrelsi og tillögurétt. Nú eru tímamót í lífi mínu og hyggst ég láta af embætti þann 1. september næst komandi. Á þessum tímamótum hefur Kirkjuþing aldrei verið eins mikilvægt og því er mikilvægara en nokkru sinni áður að biskupateymið haldi lífi. Að einangra biskupsembættið með því að gera vígslubiskupsembættin að hlutastarfi væru hrapalleg mistök fyrir kirkjuna enda voru mætir menn og konur búnir að berjast fyrir því að biskupsstólarnir tveir myndu öðlast þann sess sem þeim ber. Við þessi tímamót í lífi mínu sé ég fyrir mér að mikilvægasta skref sem nýtt Kirkjuþing stendur frammi fyrir nú þegar ný Þjóðkirkjulög hafa öðlast gildi sé að Kirkjan komi sér upp stjórnarskrá sem sé grundvöllur starfsemi hennar þannig að ekki sé hægt að breyta grunnstoðum kirkjunnar á aukakirkjuþingum og jafnvel með afbrigðum. Ég þakka Guði fyrir þá handleiðslu sem ég hef fundið fyrir hvern dag í þjónustunni minni og vona og bið þess að ég geti áfram lagt kirkjunni sem ég elska lið mitt. Guð blessi ykkur öll í lífi og starfi.
Þjóðkirkjan Vistaskipti Skagafjörður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira