Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2022 11:03 Loftmynd af umræddu Sundlaugartúni vestur í bæ. Deilan harðnar og um helgina tóku vanstilltir sig til og rispuðu bíla íbúa við Einimel en borgaryfirvöld telja vert að stækka lóðir þar í mikilli andstöðu við vilja íbúa vestur í bæ. borgarvefsjá Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar, en tilkynnt var um spellvirkin á laugardaginn og gert ráð fyrir því að skemmdarvargarnir hafi verið á ferð aðfararnótt laugardags. Að sögn lögreglu er ætlað að skemmdir á bílunum – svokölluð „lyklun“ – tengist deilum sem staðið hafa um Sundlaugartúnið svokallað. Meirihlutinn í Reykjavík er í standandi vandræðum með ályktun sem samþykkt var hjá skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur um að leiða til lykta meinta deilu við eigendur um lóðamörk með því einfaldlega að stækka lóðirnar. Vandalismi sem grefur undan málstaðnum Teitur Atlason er einn þeirra sem telur þetta galið, að þarna sé verið að gefa íbúum við Einimel verðmætar eigur borgarbúa auk þess sem þar með sé verið að setja stórhættulegt fordæmi. Teitur sagði af sér sem varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og hefur skrifað greinar um málið á Vísi. Honum er hins vegar brugðið eftir atburði helgarinnar: „Það var svolítið sorglegur snúningur á málinu um sundlaugartúnið um helgina. Það voru framin skemmdarverk á bílum við Einimel hjá húsunum sem standa við Víðimýrartúnið. Þetta er óskaplega leiðinlegt og mér þykir miður að hafa mögulega kynnt undir vanstillingu heiftúðugs fólks sem þekkja ekki hvar takmörk skynseminnar liggja,“ segir Teitur í Facebook-hópi Vesturbæinga þar sem þessi mál hafa verið mjög til umræðu. Teitur Atlason er einn þeirra sem hefur mótmælt harðlega þeim fyrirætlunum borgaryfirvalda að stækka lóðir við Einimel á kostnað almannarýmis. Honum þykir leitt ef málflutningur hans hefur orðið til að ýta undir vanstillingu meðal Vesturbæinga.vísir/frosti Teitur telur þá sem þannig ganga fram síst vera að gera málstað sínum og annarra greiða með þessu ömurlega framtaki. Ímynduð deila sem borgarfulltrúar leystu Teitur greinir frá því að honum hafi verið boðið að hitta íbúana sem urðu fyrir barðinu á þessum skemmdarverkum og það hafi verið ánægjulegt í alla staði. „Mér var sýnt svæðið sem og hvar lóðirnar liggja, óskir íbúanna og hlustaði á þá sorglegu staðreynd að íbúar þessara húsa taka í arf þessa hringa-vitleysu. Ef að bréfaskipti milli íbúanna og skipulagsyfirvalda eru lesin, þá sést að enginn ágreiningur eru um eignarrétt á umræddri lóð.“ Teitur vill meina að fulltrúar í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi búið til í kolli sínum ágreining sem þeir hafi svo „leyst“ með Salómonsdómi þeim að gefa íbúum við Einimel skák af borgarlandinu. Reykjavík Skipulag Lögreglumál Nágrannadeilur Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar, en tilkynnt var um spellvirkin á laugardaginn og gert ráð fyrir því að skemmdarvargarnir hafi verið á ferð aðfararnótt laugardags. Að sögn lögreglu er ætlað að skemmdir á bílunum – svokölluð „lyklun“ – tengist deilum sem staðið hafa um Sundlaugartúnið svokallað. Meirihlutinn í Reykjavík er í standandi vandræðum með ályktun sem samþykkt var hjá skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur um að leiða til lykta meinta deilu við eigendur um lóðamörk með því einfaldlega að stækka lóðirnar. Vandalismi sem grefur undan málstaðnum Teitur Atlason er einn þeirra sem telur þetta galið, að þarna sé verið að gefa íbúum við Einimel verðmætar eigur borgarbúa auk þess sem þar með sé verið að setja stórhættulegt fordæmi. Teitur sagði af sér sem varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og hefur skrifað greinar um málið á Vísi. Honum er hins vegar brugðið eftir atburði helgarinnar: „Það var svolítið sorglegur snúningur á málinu um sundlaugartúnið um helgina. Það voru framin skemmdarverk á bílum við Einimel hjá húsunum sem standa við Víðimýrartúnið. Þetta er óskaplega leiðinlegt og mér þykir miður að hafa mögulega kynnt undir vanstillingu heiftúðugs fólks sem þekkja ekki hvar takmörk skynseminnar liggja,“ segir Teitur í Facebook-hópi Vesturbæinga þar sem þessi mál hafa verið mjög til umræðu. Teitur Atlason er einn þeirra sem hefur mótmælt harðlega þeim fyrirætlunum borgaryfirvalda að stækka lóðir við Einimel á kostnað almannarýmis. Honum þykir leitt ef málflutningur hans hefur orðið til að ýta undir vanstillingu meðal Vesturbæinga.vísir/frosti Teitur telur þá sem þannig ganga fram síst vera að gera málstað sínum og annarra greiða með þessu ömurlega framtaki. Ímynduð deila sem borgarfulltrúar leystu Teitur greinir frá því að honum hafi verið boðið að hitta íbúana sem urðu fyrir barðinu á þessum skemmdarverkum og það hafi verið ánægjulegt í alla staði. „Mér var sýnt svæðið sem og hvar lóðirnar liggja, óskir íbúanna og hlustaði á þá sorglegu staðreynd að íbúar þessara húsa taka í arf þessa hringa-vitleysu. Ef að bréfaskipti milli íbúanna og skipulagsyfirvalda eru lesin, þá sést að enginn ágreiningur eru um eignarrétt á umræddri lóð.“ Teitur vill meina að fulltrúar í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi búið til í kolli sínum ágreining sem þeir hafi svo „leyst“ með Salómonsdómi þeim að gefa íbúum við Einimel skák af borgarlandinu.
Reykjavík Skipulag Lögreglumál Nágrannadeilur Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. 23. október 2018 09:15
Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41