Dohop tryggir sér hundraða milljóna fjármögnun til að breyta flugi Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 09:09 Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Aðsend Íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop hefur tryggt sér frekari fjármögnun frá breska fjárfestingasjóðnum Scottish Equity Partners (SEP) sem sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum. Fjárfestingin er sögð hlaupa á hundruðum milljóna króna en SEP fjárfesti fyrst í Dohop í lok árs 2020. Fjárfestingin mun fjármagna frekari vöxt félagsins sem hyggst ráða um þrjátíu nýja starfsmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dohop. Fyrirtækið gerir flugfélögum kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum og fjölga þannig áfangastöðum og farþegum. „Fjöldi flugfélaga í viðskiptum við Dohop hefur tvöfaldast frá því í lok árs 2020 þegar SEP fjárfesti fyrst í félaginu. Síðan þá hefur verið töluverður starfsmannavöxtur hjá félaginu en 25 manns hafa bæst í hópinn. Viðbótarfjárfesting SEP mun auka vöxt okkar enn frekar og efla tækni okkar til að gjörbylta tengingum í flugi,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Tæknin sé leiðandi í heiminum Um sextíu flugfélög nýta tækni Dohop í dag, þar á meðal easyJet, Air France, Vueling, Transavia og Eurowings. Dohop byggir á átján ára reynslu sinni sem flugleitarvél og þeirri tækni sem liggur þar að baki. „Með afléttingu ferðatakmarkana eftir heimsfaraldurinn hafa flugfélög mikinn áhuga á að stækka leiðarkerfi sín og dreifingargetu. Tækni Dohop til að tengja leiðarkerfi flugfélaga saman er leiðandi í heiminum. Við erum ánægð með að veita félaginu aukna fjármögnun til að vaxa enn frekar,“ segir Andrew Davidson, framkvæmdastjóri hjá SEP. Árið 2007 fjárfesti SEP í Skyscanner sem er ein vinsælasta flugleitarvél í heimi. Skyscanner var selt árið 2016 til Trip.com á jafnvirði 210 milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu. Fréttir af flugi Tækni Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Fjárfestingin mun fjármagna frekari vöxt félagsins sem hyggst ráða um þrjátíu nýja starfsmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dohop. Fyrirtækið gerir flugfélögum kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum og fjölga þannig áfangastöðum og farþegum. „Fjöldi flugfélaga í viðskiptum við Dohop hefur tvöfaldast frá því í lok árs 2020 þegar SEP fjárfesti fyrst í félaginu. Síðan þá hefur verið töluverður starfsmannavöxtur hjá félaginu en 25 manns hafa bæst í hópinn. Viðbótarfjárfesting SEP mun auka vöxt okkar enn frekar og efla tækni okkar til að gjörbylta tengingum í flugi,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Tæknin sé leiðandi í heiminum Um sextíu flugfélög nýta tækni Dohop í dag, þar á meðal easyJet, Air France, Vueling, Transavia og Eurowings. Dohop byggir á átján ára reynslu sinni sem flugleitarvél og þeirri tækni sem liggur þar að baki. „Með afléttingu ferðatakmarkana eftir heimsfaraldurinn hafa flugfélög mikinn áhuga á að stækka leiðarkerfi sín og dreifingargetu. Tækni Dohop til að tengja leiðarkerfi flugfélaga saman er leiðandi í heiminum. Við erum ánægð með að veita félaginu aukna fjármögnun til að vaxa enn frekar,“ segir Andrew Davidson, framkvæmdastjóri hjá SEP. Árið 2007 fjárfesti SEP í Skyscanner sem er ein vinsælasta flugleitarvél í heimi. Skyscanner var selt árið 2016 til Trip.com á jafnvirði 210 milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu.
Fréttir af flugi Tækni Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira