Tæplega átta tíma gat á gögnum Hvíta hússins frá 6. janúar Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2022 10:49 Donald Trump vildi sitja áfram í embætti, þó hann hefði tapað forsetakosningunum 2020. AP/Alex Brandon Upplýsingar um símtöl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á tæplega átta klukkustunda tímabili vantar inn í gögn Hvíta hússins frá deginum þegar stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Þingnefnd sem hefur árásina á þinghúsið til rannsóknar kannar nú hvort Trump hafi notað aðrar og óformlegar leiðir til að ræða við starfsmenn sína og stuðningsmenn. Samkvæmt gögnum Hvíta hússins sem afhent voru þinginu, ræddi Trump ekki við neinn í síma milli 11:17 og 18:54 þann 6. janúar. Það er þrátt fyrir að fyrir liggi að Trump ræddi við fjölda fólks á þessum tíma. Þetta var þegar fjölmargir stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Ekki hafa fundist vísbendingar um að átt hafi verið við gögnin og því er talið að Trump hafi rætt við fólk með óformlegum leiðum. Gögnin voru afhent nefndinni fyrr á árinu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði þingið mega fá þau. Sjá einnig: Hæstiréttur brást vonum Trumps Í aðdraganda dagsins hringdi Trump í fjölmarga þingmenn Repúblikanaflokksins en hann vildi beita Mike Pence, varaforseta, þrýstingi og fá hann til að hafna úrslitum kosninganna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Það er eitthvað sem Pence hafði ekki formlegt vald til að gera. Í frétt Washington Post segir að fyrir liggi að Trump hafi rætt við ýmsa bandamenn sína á tímabilinu sem um ræðir. Þeirra á meðal séu öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee og Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni. Heimildarmenn WP í þinginu segja að verið sé að skoða hvort Trump sé að reyna að hylma yfir við hverja hann ræddi þennan dag og um hvað. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. 24. mars 2022 22:46 Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. 23. mars 2022 10:09 Segir Pútín hafa ætlað að bíða þar til Trump losaði sig við NATO Fyrrum öryggisráðgjafi Donald Trump sagði í viðtali í dag að hann telji að Vladimir Pútín hafi ætlað sér að bíða með innrás í Úkraínu þar til Trump yrði endurkjörinn og myndi draga Bandaríkin úr NATO. 5. mars 2022 23:01 Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni. 19. febrúar 2022 09:48 Tók leynileg gögn með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. 10. febrúar 2022 23:40 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Samkvæmt gögnum Hvíta hússins sem afhent voru þinginu, ræddi Trump ekki við neinn í síma milli 11:17 og 18:54 þann 6. janúar. Það er þrátt fyrir að fyrir liggi að Trump ræddi við fjölda fólks á þessum tíma. Þetta var þegar fjölmargir stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Ekki hafa fundist vísbendingar um að átt hafi verið við gögnin og því er talið að Trump hafi rætt við fólk með óformlegum leiðum. Gögnin voru afhent nefndinni fyrr á árinu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði þingið mega fá þau. Sjá einnig: Hæstiréttur brást vonum Trumps Í aðdraganda dagsins hringdi Trump í fjölmarga þingmenn Repúblikanaflokksins en hann vildi beita Mike Pence, varaforseta, þrýstingi og fá hann til að hafna úrslitum kosninganna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Það er eitthvað sem Pence hafði ekki formlegt vald til að gera. Í frétt Washington Post segir að fyrir liggi að Trump hafi rætt við ýmsa bandamenn sína á tímabilinu sem um ræðir. Þeirra á meðal séu öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee og Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni. Heimildarmenn WP í þinginu segja að verið sé að skoða hvort Trump sé að reyna að hylma yfir við hverja hann ræddi þennan dag og um hvað.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. 24. mars 2022 22:46 Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. 23. mars 2022 10:09 Segir Pútín hafa ætlað að bíða þar til Trump losaði sig við NATO Fyrrum öryggisráðgjafi Donald Trump sagði í viðtali í dag að hann telji að Vladimir Pútín hafi ætlað sér að bíða með innrás í Úkraínu þar til Trump yrði endurkjörinn og myndi draga Bandaríkin úr NATO. 5. mars 2022 23:01 Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni. 19. febrúar 2022 09:48 Tók leynileg gögn með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. 10. febrúar 2022 23:40 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. 24. mars 2022 22:46
Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. 23. mars 2022 10:09
Segir Pútín hafa ætlað að bíða þar til Trump losaði sig við NATO Fyrrum öryggisráðgjafi Donald Trump sagði í viðtali í dag að hann telji að Vladimir Pútín hafi ætlað sér að bíða með innrás í Úkraínu þar til Trump yrði endurkjörinn og myndi draga Bandaríkin úr NATO. 5. mars 2022 23:01
Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni. 19. febrúar 2022 09:48
Tók leynileg gögn með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. 10. febrúar 2022 23:40