Osaka felldi gleðitár er hún tryggði sér sæti í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 13:01 Naomi Osaka er komin í úrslit á Miami. TPN/Getty Images Naomi Osaka er komin í úrslit Opna meistaramótsins í tennis sem fram fer á Miami í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn síðan í ársbyrjun 2021 sem Osaka leikur til úrslita. Hún felldi gleðitár eftir rimmuna í undanúrslitum. Hin 24 ára gamla Osaka hefur verið dugleg að tjá sig um andlega líðan sína og íþróttafólks almennt. Hún átti erfitt uppdráttar á síðasta ári og hætti til að mynda við að taka þátta og Opna franska meistaramótinu þar sem hún treysti sér ekki til að ræða við fjölmiðla. Er það í samningi keppenda mótsins og því ákvað hún að hætta keppni. Osaka hefur síðan átt erfitt uppdráttar og mætti til Miami í 77. sæti heimslistans en hún var á sínum tíma í efsta sæti listans. Osaka virðist hafa fundið gleðina á nýjan leik og mun að lágmarki fara heim í 36. sæti listans, beri hún sigur úr býtum verður hún í efstu 30 sætunum. Hún lagði Belindu Bencic í undanúrslitum í þremur settum. Bencic vann fyrsta sett 6-4 en Oskaka kom til baka og vann síðari tvö settin, 6-3 og 6-4. „Fjandinn, ég er við það að fara gráta,“ sagði Osaka eftir sigurinn. Hún notaði handklæði til að þurrka andlit nokkuð oft og var ljóst að nokkur gleðitár létu sjá sig. Þá þakkaði hún áhorfendum fyrir en segja má að Osaka sé á heimavelli í Suður-Flórída og var vel stutt við bakið á henni í undanúrslitunum. Man idk what s going on but I m just so grateful right now. Cheers to the ups and downs of life for making me appreciate this moment even more. We re back in a final, see you on Saturday pic.twitter.com/cNxV1lZC7d— NaomiOsaka (@naomiosaka) April 1, 2022 Í úrslitum mætir hún Igu Swiatek. Sú var í 2. sæti síðasta heimslista en fer upp í toppsætið þar sem hin 25 ára Asleigh Barty - besta tenniskona í heimi um þessar mundir - hætti óvænt nýverið. Úrslitaviðureign Osaka og Swiatek fer fram á laugardag, 2. apríl. Tennis Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Sjá meira
Hin 24 ára gamla Osaka hefur verið dugleg að tjá sig um andlega líðan sína og íþróttafólks almennt. Hún átti erfitt uppdráttar á síðasta ári og hætti til að mynda við að taka þátta og Opna franska meistaramótinu þar sem hún treysti sér ekki til að ræða við fjölmiðla. Er það í samningi keppenda mótsins og því ákvað hún að hætta keppni. Osaka hefur síðan átt erfitt uppdráttar og mætti til Miami í 77. sæti heimslistans en hún var á sínum tíma í efsta sæti listans. Osaka virðist hafa fundið gleðina á nýjan leik og mun að lágmarki fara heim í 36. sæti listans, beri hún sigur úr býtum verður hún í efstu 30 sætunum. Hún lagði Belindu Bencic í undanúrslitum í þremur settum. Bencic vann fyrsta sett 6-4 en Oskaka kom til baka og vann síðari tvö settin, 6-3 og 6-4. „Fjandinn, ég er við það að fara gráta,“ sagði Osaka eftir sigurinn. Hún notaði handklæði til að þurrka andlit nokkuð oft og var ljóst að nokkur gleðitár létu sjá sig. Þá þakkaði hún áhorfendum fyrir en segja má að Osaka sé á heimavelli í Suður-Flórída og var vel stutt við bakið á henni í undanúrslitunum. Man idk what s going on but I m just so grateful right now. Cheers to the ups and downs of life for making me appreciate this moment even more. We re back in a final, see you on Saturday pic.twitter.com/cNxV1lZC7d— NaomiOsaka (@naomiosaka) April 1, 2022 Í úrslitum mætir hún Igu Swiatek. Sú var í 2. sæti síðasta heimslista en fer upp í toppsætið þar sem hin 25 ára Asleigh Barty - besta tenniskona í heimi um þessar mundir - hætti óvænt nýverið. Úrslitaviðureign Osaka og Swiatek fer fram á laugardag, 2. apríl.
Tennis Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Sjá meira