Óttast að ný Blöndulína í lofti þrengi að byggingarlandi bæjarins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. apríl 2022 22:02 Blöndulína 3 á að tengjast inn í tengivirkið í Rangárvirkjun. Landið í bakgrunni er mögulegt byggingarland Akureyrarbæjar. Vísir/Arnar Bæjaryfirvöld á Akureyri óttast að hugmyndir Landsnets um lagningu Blöndulínu sem loftlínu alla leið til bæjarins þrengi að framtíðarbyggingarlandi hans. Landsnet hefur gefið út að aðalvalkostur vegna lagningu Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar verði loftlína alla leið. Því fylgir að reisa þarf 17 til 32 metra há stálmöstur til að strengja háspennulínuna á með tilheyrandi helgunarsvæði. Línan mun tengjast tengivirki á Rangárvöllum og liggja fyrir ofan núverandi byggð Akureyri. Bæjaryfirvöld óttast hins vegar að loftlína muni skerða vaxtarmöguleika bæjarins. Fyrirhuguð Blöndulínu 3Landsnet. „Aðalskipulagið er í gildi til 2030 þar sem er gert ráð fyrir að þessi strengur fari í jörðu að sveitarfélagamörkum. Við komum náttúrulega til með að byggja eftir 2030 og þetta er okkar byggingarland og við erum landlítil þannig að við viljum alls ekki skerða okkar möguleika til vaxtar,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Blöndulína 3 á að taka við Rangarárvallarlínu 1, elsta hluta byggðalínunnar svokölluðu sem komin er til ára sinna. Sveitarfélög og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu hafa lengi kallað eftir því að meiri orka sé afhent inn á svæðið. Blöndulína 3 svarar því kalli. Hér mun nýtt hverfi Móahverfi rísa. Rangárvellir sjást í fjarska.Vísir/Arnar „Við erum búin að vinna að því í mjög mörg ár, að byggðalínan sé styrkt og fögnum af því að þetta sé þó allavega komið hingað en það eru vonbrigði að þetta skuli vera aðalvalkosturinn að setja þetta í loftlínu alla leið að Rangarárvöllum,“ segir Halla Björk. Sest verður niður með fulltrúum Landsnets á næstunni vegna málsins í von um að hægt sé að ná farsælli lendingu. „Við viljum allavega ekki skerða möguleikana. Við þurfum að taka samtal við Landsnet og höfum gert athugasemdir og viljum fá að vita hvað liggur til grundvallar þeirrar ákvörðunar.“ Akureyri Skipulag Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Landsnet hefur gefið út að aðalvalkostur vegna lagningu Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar verði loftlína alla leið. Því fylgir að reisa þarf 17 til 32 metra há stálmöstur til að strengja háspennulínuna á með tilheyrandi helgunarsvæði. Línan mun tengjast tengivirki á Rangárvöllum og liggja fyrir ofan núverandi byggð Akureyri. Bæjaryfirvöld óttast hins vegar að loftlína muni skerða vaxtarmöguleika bæjarins. Fyrirhuguð Blöndulínu 3Landsnet. „Aðalskipulagið er í gildi til 2030 þar sem er gert ráð fyrir að þessi strengur fari í jörðu að sveitarfélagamörkum. Við komum náttúrulega til með að byggja eftir 2030 og þetta er okkar byggingarland og við erum landlítil þannig að við viljum alls ekki skerða okkar möguleika til vaxtar,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Blöndulína 3 á að taka við Rangarárvallarlínu 1, elsta hluta byggðalínunnar svokölluðu sem komin er til ára sinna. Sveitarfélög og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu hafa lengi kallað eftir því að meiri orka sé afhent inn á svæðið. Blöndulína 3 svarar því kalli. Hér mun nýtt hverfi Móahverfi rísa. Rangárvellir sjást í fjarska.Vísir/Arnar „Við erum búin að vinna að því í mjög mörg ár, að byggðalínan sé styrkt og fögnum af því að þetta sé þó allavega komið hingað en það eru vonbrigði að þetta skuli vera aðalvalkosturinn að setja þetta í loftlínu alla leið að Rangarárvöllum,“ segir Halla Björk. Sest verður niður með fulltrúum Landsnets á næstunni vegna málsins í von um að hægt sé að ná farsælli lendingu. „Við viljum allavega ekki skerða möguleikana. Við þurfum að taka samtal við Landsnet og höfum gert athugasemdir og viljum fá að vita hvað liggur til grundvallar þeirrar ákvörðunar.“
Akureyri Skipulag Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira