Sannfærð um að hinir seku verði sóttir til saka Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2022 18:53 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist sannfærð um að Rússar verði sóttir til saka vegna stríðsglæpa. Það sagði hún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði hún einnig að fregnir af ódæðum rússneskra hermanna í norðurhluta Úkraínu muni hafa áhrif á viðhorf umheimsins gagnvart innrásinni. „Þetta er meiri harka og þú finnur það á fólki að það kallar eftir enn frekari viðbrögðum,“ sagði hún. Þórdís Kolbrún sagðist ekki tilbúin til að segja til um hver þau væri en sagðist vera á leið á fund með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í vikunni. Þaðan fer hún svo til Litháens og í kjölfar þess er fundur hjá Evrópusambandinu sem Ísland og Noregur fengu boð um að taka þátt í. „Það kemur kannski í ljóst hvort það verður einhver breyting á, eða innspýting eða frekari aðstoð,“ sagði Þórdís Kolbrún. Aðspurð hvort hún telji að ódæðin muni leiða til harðari aðgerða gegn Rússum segist hún eiga von á því. Hún sagði einnig að verið væri að kanna hvernig hægt væri að láta menn svara til ábyrgðar og sækja menn til saka. Það gæti þó tekið tíma. „Annað er spurning um aðstoð núna og það er það sem úkraínska þjóðin er að kalla eftir. Þau þurfa aðstoð núna til að geta barist. Svo horfum við á þessar friðarviðræður, ef hægt er að kalla þær það, og auðvitað vonast maður til þess að eitthvað komi út úr því;“ sagði Þórdís Kolbrún. „En á meðan þetta er staðan og maður hlustar síðan á málflutning Rússa, sem segja þetta allt einhvern tilbúning og falsfréttir, þá getur maður ekki sagt að maður fyllist bjartsýni.“ Hún sagðist ekki sjá að mikill vilji væri til að stilla til friðar. Það þyrfti þó að gera á endanum. Það væri algerlega ömurlegt að horfa á það að ástandið væri að færast fjær friði. Hlusta má á viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan. Um mögulega rannsókn á stríðsglæpum segir Þórdís Kolbrún ekki geta sagt til um hverja verði hægt að draga til ábyrgðar. Það væri einn maður sem bæri ábyrgð á þessari stöðu og það væri Vladimír Pútin, forseti Rússlands. Einnig væri spurning með aðra ráðamenn og yfirmenn í hernum. Það væri þó of snemmt að tala um það. Hún sagði það vera stærðarinnar verkefni og líklegt yrði að fleiri en einn einstaklingur yrðu látnir svara fyrir. Þórdís Kolbrún sagðist þó viss um að hinir seku yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar. Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. 4. apríl 2022 15:47 Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59 Vaktin: Rússar sagðir undirbúa stóra sókn í austri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. 4. apríl 2022 19:30 Hryllingur í Bucha: Fullyrðir að rússneskir hermenn séu verri en íslamska ríkið Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. 4. apríl 2022 00:00 Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. 3. apríl 2022 16:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Þetta er meiri harka og þú finnur það á fólki að það kallar eftir enn frekari viðbrögðum,“ sagði hún. Þórdís Kolbrún sagðist ekki tilbúin til að segja til um hver þau væri en sagðist vera á leið á fund með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í vikunni. Þaðan fer hún svo til Litháens og í kjölfar þess er fundur hjá Evrópusambandinu sem Ísland og Noregur fengu boð um að taka þátt í. „Það kemur kannski í ljóst hvort það verður einhver breyting á, eða innspýting eða frekari aðstoð,“ sagði Þórdís Kolbrún. Aðspurð hvort hún telji að ódæðin muni leiða til harðari aðgerða gegn Rússum segist hún eiga von á því. Hún sagði einnig að verið væri að kanna hvernig hægt væri að láta menn svara til ábyrgðar og sækja menn til saka. Það gæti þó tekið tíma. „Annað er spurning um aðstoð núna og það er það sem úkraínska þjóðin er að kalla eftir. Þau þurfa aðstoð núna til að geta barist. Svo horfum við á þessar friðarviðræður, ef hægt er að kalla þær það, og auðvitað vonast maður til þess að eitthvað komi út úr því;“ sagði Þórdís Kolbrún. „En á meðan þetta er staðan og maður hlustar síðan á málflutning Rússa, sem segja þetta allt einhvern tilbúning og falsfréttir, þá getur maður ekki sagt að maður fyllist bjartsýni.“ Hún sagðist ekki sjá að mikill vilji væri til að stilla til friðar. Það þyrfti þó að gera á endanum. Það væri algerlega ömurlegt að horfa á það að ástandið væri að færast fjær friði. Hlusta má á viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan. Um mögulega rannsókn á stríðsglæpum segir Þórdís Kolbrún ekki geta sagt til um hverja verði hægt að draga til ábyrgðar. Það væri einn maður sem bæri ábyrgð á þessari stöðu og það væri Vladimír Pútin, forseti Rússlands. Einnig væri spurning með aðra ráðamenn og yfirmenn í hernum. Það væri þó of snemmt að tala um það. Hún sagði það vera stærðarinnar verkefni og líklegt yrði að fleiri en einn einstaklingur yrðu látnir svara fyrir. Þórdís Kolbrún sagðist þó viss um að hinir seku yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar.
Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. 4. apríl 2022 15:47 Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59 Vaktin: Rússar sagðir undirbúa stóra sókn í austri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. 4. apríl 2022 19:30 Hryllingur í Bucha: Fullyrðir að rússneskir hermenn séu verri en íslamska ríkið Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. 4. apríl 2022 00:00 Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. 3. apríl 2022 16:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. 4. apríl 2022 15:47
Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59
Vaktin: Rússar sagðir undirbúa stóra sókn í austri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. 4. apríl 2022 19:30
Hryllingur í Bucha: Fullyrðir að rússneskir hermenn séu verri en íslamska ríkið Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. 4. apríl 2022 00:00
Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. 3. apríl 2022 16:30